Ugla sat á kvisti, átti börn og missti
12.3.2012 | 07:43
Spenna færist í komandi forsetakosningar, fleiri og fleiri eru nefndir til sögunar sem líklegir kandídatar auk þeirra sem þegar hafa gefið kost á sér. Það setti lengi vel nokkuð strik í reikninginn um framboð þeirra sem talist gætu alvöru frambjóðendur að ekki var nokkur leið að lesa úr þeirri véfrétt sem Ólafur Ragnar boðaði þjóðinni um áramótin, hvort hann ætlaði að hætta eða ekki.
Margir lásu úr véfrétt Ólafs að hann væri að kalla eftir því að þjóðin félli fram á skeljarnar, ræki ásjónuna í duftið og grátbæði hann að yfirgefa sig ekki, enn væri ekki tímabært að á Bessastaði kæmi maður í manns stað. Það gekk eftir, gamla framboðsmaskína forsetans gekkst fyrir undirskriftasöfnun, hvar hinir ólíklegustu aðilar skoruðu á forsetann. Þessi undirskriftarsöfnun hefði aldrei farið af stað í óþökk forsetans, það er ljóst.
Auk undirskrifta almúgans, eru margar þekktar persónur sagðar hafa lagst á sveifina t.a.m. Mikki mús, Súpermann, Djengis Kan og jafnvel sjálfur Guð og himnalið hans allt er sagt hafa skrifað undir. Það er því ekki undarlegt að forsetinn hafi séð sæng sína upp reidda og tilkynnt að hann svaraði kallinu. Þó gaf hann ekki skýrt loforð um að gegna þessari þegnskyldu nema hálft kjörtímabil. Eða þangað til hann hefði bægt öllum hættum og annarri vá frá þjóðinni og rifið hana upp úr meðalmennskunni.
Þeir sem þegar hafa tilkynnt framboð eru, auk Ólafs Ragnars, Jón Lárusson og hinn óhjákvæmilegi Ástþór Magnússon.
Auk þeirra hafa verið nefnd til sögunnar:
Ragna Árnadóttir, Elín Hirst, Ari Trausti Guðmundsson, Þóra Arnórsdóttir, Þórólfur Árnason og Stefán Jón Hafstein.
Að auki þykir mörgum Jón Valur Jensson og Snorri í Betel vera efnilegir kandídatar.
Það væri fróðlegt að sjá hvernig þessi staða leggst í lesendur bloggsins, því hef ég sett upp skoðanakönnun um fylgi þessara frambjóðenda hér til vinstri.
Endilega takið þátt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Facebook
Athugasemdir
Trúðskosningar er það sem þetta er... Mestu trúaðarnir af þessum trúðum eru þeir sem hanga í rassgatinu á Óla grís.. telja hann bjargvættinn ógurlega sem muni bjarga íslandi; Ég tel að þetta fólk sé minnst þróað frá apamanninum.. það er líka apamanns að vilja yfirhöfuð sóa peningum í eitthvað eins og forystuapa árið 2012.. HALLóóó
Það er merki um geðheilbrigð lands að skoða hverjir eru í framboði fyrir forystuapaembættið.. og ísland er geðveikt, ólæknandi algerlega
DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 09:10
Það verða þingkosningar á næsta ári, í síðasta lagi. Allt bendir til þess, þessa stundina, að stjórnarskipti verði og Íhaldið og Framsókn komist til valda.
Þá verður gaman að lifa, með Ólaf á Bessastöðum þegar Íhaldið fer að útdeila sínu réttlæti yfir land og lýð. Hætt er við að Ólafur muni þá frekar eflast í landvættahlutverkinu en hitt. Það verður gaman að heyra þá í þeim sem hvað mest ólmast núna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2012 kl. 09:18
Jón Valur Jensson hefur, þegar þetta er ritað, tekið afgerandi forystu í kapphlaupinu til Bessastaða og það þrátt fyrir að vera ekki formlega skráður til keppni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2012 kl. 09:25
Hvernig væri það.. allir að kjósa JVJ áður en þið flýjið land.. það yrði fróðlegt að sjá hann koma á fót klerkaveldi, innlima okkur inn í Vatíkanið.. prestar fá óheft aðgengi að börnum.. menn brenndir á báli fyrir að fíla ekki páfann... tjáningarfrelsið farið... Kannski þetta sé eitthvað sem sauðir íslands þurfa.. ha
DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 09:39
Þú ýkir þetta DoctorE, - en ekki mikið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2012 kl. 09:42
Bara til áhersluauka :)
DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 11:47
Þegar þetta er ritað hefur Jón Valur Jensson enn afgerandi forystu í Bessastaðahlaupinu. Aðrir keppendur eru aðeins hálfdrættingar miðað við Jón
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2012 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.