Var nefið á Sigurði Einarssyni mælt fyrir og eftir vitnisburð hans?

siggi einarsFyrir alla venjulega menn væri það eflaust afar auðmýkjandi að vera, einir vitna, krafðir eiðs  fyrir vitnisburði sínum fyrir rétti.

En það á örugglega ekki við Sigurð Einarsson, sem var í Landsdómi í dag krafin eiðs, af  verjanda Geirs H. Haarde. Sigurður kaus að sverja ekki eið, heldur vinna drengskaparheit að vitnisburði sínum fyrir dóminum í dag.

Ef eitthvað er hæft í því sem sagt hefur verið síðustu misserin um Sigurð Einarsson og þeim sökum og ávirðingum sem á hann eru bornar, á hann hvorki til samvisku eða drengskap.

Það er því hæpið að drengskaparheit Sigurðar Kaupahéðins Einarssonar skjóti nokkrum stoðum undir sannleiksgildi vitnisburðar hans, nema síður sé. 

Kíkið á könnunina hér til vinstri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sverðu til Gudda að blah blah.. Tíu putta upp til Gudda.. ha.. Nauts en ég sver upp á drengskap minn.. Sirkus fáránleikans

DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 14:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég t.d. gæti ekki, ætlaði ég að vera ærlegur, svarið við nafn Guðs fyrir dómi að ég ætlaði að segja sannleikann.

Slíkur svardagi væri marklaus, því ég trúi ekki á Guð, ég gæti allt eins svarið við Allah eða stokka og steina.

Ég væntanlega myndi því kjósa að leggja framburðinn við drengskap minn. En ef ég er gersamlega samvisku- og drengsskaparlaus, er þá slík yfirlýsing einhvers virði, lagalega séð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2012 kl. 15:05

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Varðandi forsetakönnunina hér til vinstri þá eru allir keppendur lagðir af stað nema Súpermann, Elín Hirst og Jón Lárusson. Fyrirgefið, sem og Ástþór Magnússon auðvitað, sem kann best við sig á byrjunarreitnum og hreyfir sig lítt þaðan, venju samkvæmt.

Keppendur eru mislangt á veg komnir, fremstur fer núna Ari Trausti og á hæla honum koma hnífjafnir Jón Valur og Ólafur Ragnar.

Þeir keppendur aðrir sem yfirgefið hafa rásmarkið koma á eftir í einum hnapp.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2012 kl. 15:15

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er athyglisvert að því að Útvarp Saga mun hafa hoppað á þessa könnun mína og gert að sinni.

Hún er frekar rýr í roðinu að venju þessi útvarpsstöð Arnþrúðar, hver nærist á hatri og illmælgi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2012 kl. 15:31

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú er ég að verða eins og Jón Valur, ég kommenta í gríð og erg á eigin færslur. Er til meðal eða mestalín við þessum kvilla? Veit það einhver?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2012 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.