Skítlegt eðli

Samkvæmt vitnisburði Tryggva Pálssonar framkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðlabankans fyrir Landsdómi þá brást Seðlabankinn, með formann bankastjórnarinnar í fararbroddi,  gersamlega þeirri höfuðsskyldu sinni að gæta hagsmuna ríkissjóðs og almennings.

Tryggvi sagði m.a.:

„Hart var lagt að bönkunum að selja eignir sínar og rætt var um það innan Seðlabanka Íslands að hóta þeim því að komið yrði upp um raunverulega stöðu þeirra við matsfyrirtæki. Innan Seðlabankans voru efasemdir um að það fé sem bönkunum tækist hugsanlega að losa um, myndi renna til rekstrarins en ekki beint til eigenda bankanna“.

Rætt var um að beita bankanna hótunum, að alvarlegri stöðu þeirra yrði lekið til matsfyrirtækja!  Málið var orðið það alvarlegt að virðuleg Seðlabankastjórnin íhugaði að beita hefðbundnum stjórnunarstíll formanns bankastjórnarinnar, hótunum.

En þrátt fyrir vitneskjuna um yfirvofandi hrun bankanna varð það niðurstaða Bankaráðs Seðlabankans að gera það sem ráðið hafði gert allar götur fram að því,  ekkert!

Nákvæmlega EKKERT!

Seðlabankinn mat, með öðrum orðum,  stundarhagsmuni viðskiptabankanna og eigenda þeirra ofar en hagsmuni almennings og Ríkissjóðs.

Seðlabankinn  lagði þannig, fullkomlega meðvitað, blessun sína yfir glæpi eigenda bankanna gegn landi og þjóð og seldi þeim þar með veiðileyfi á almenning, svo lengi sem þeim væri stætt. Það er skítlegt eðli í sterkustu meiningu þeirra orða.

Er nema von að Íhaldið og fylgjendur þess haldi ekki vatni af aðdáun á þessum goðum sínum?

.

.

Vinsamlegast kíkið á könnunina hér til vinstri!


mbl.is Íhuguðu að hóta bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seðlabankinn íhugaði að segja sannleikann.

Og það var álitið vera hótun.

Merkilegt hvernig flest hugtök virðast öðlast nýja merkingu og gildismat þegar inn fyrir dyr seðlabanka er komið.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2012 kl. 15:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo falla menn fram á ásjón sína og tilbiðja þessa menn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.3.2012 kl. 15:50

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Amen.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 13.3.2012 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.