Eru hvalveiðiandstæðingar að saka aðra um öfgar?

Afstaða Sigurseins Mássonar og annarra öfgaandstæðinga hvalveiða hefur ekkert með umhverfisvernd  að gera, nema síður sé. Væri stefna „verndarsinna“ raunsönn beindu þeir afli sínu aðeins til varnar hvalastofnum sem standa höllum fæti, en ekki tegundum sem sannarlega eru ekki í hættu.

Öll öfgasamtök af þessu tagi sigla undir fölsku flaggi því þau hafa í raun og veru aðeins eitt markmið, að viðhalda sjálfum sér.  

Hvalveiðar eru ekki stundaðar við Ísland nema á stofnum sem standa vel og þola vel veiðar. Hvalveiðibannið hér við land 1915, er dæmi um ábyrga afstöðu íslendinga, sem fyrstir þjóða settu slík lög í verndarskyni. Það sama er ekki hægt að segja um bannið 1986, það er dæmi um gunguskap, hvar Alþingi lét kúgast af þessum atvinnufriðunarklíkum. Látum það ekki endurtaka sig.

Að ætla að friða undantekningarlaust alla hvali, af þeirri ástæðu einni að örfáir stofnar þeirra standi illa er firra. Það er álíka og að vilja banna alla neyslu á nautakjöti og alfriða nautgripi, af því að örfáir stofnar séu í útrýmingarhættu.

Það er ekki síður náttúruvernd að veiða hvali, offjölgun þeirra getur og mun raska jafnvæginu í höfunum.

   .

.

Vinsamlegast kíkið á könnunina hér til vinstri!


mbl.is Sakar Jón um „öfgasinnaða þjóðernisstefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Júlíusson

Það er allt í lagi að veiða hval, en ekki til að geyma í geymslum Hvals.

Ef við veiðum það sem við þurfum úr stofni sem viðheldur sér, þá er það sjálfbærni.

Mér finnst hvalur góður og ég er viss um það að ESB leyfi okkur að veiða nokkra hvali.

Að kalla alla öfgamenn gerir lítið úr umræðunni og dregur athyglina frá raunverulegum öfgamönnum.  En íslenskt umræðuhefð sem hefði mátt hrynja líka árið 2008.

Við gætum kanski tekið upp aðra umræðuhefð, menn ræða það en þá fer umræðan strax í sama farið og þegar rætt er um evruna eða ESB.

Stefán Júlíusson, 20.3.2012 kl. 12:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég borða mikið af hval, þetta er eitt besta kjötið sem völ er á. Það segir sig sjálft að seljist kjötið ekki er veiðum sjálf hætt. Enginn hefur efni á slíku, ekki einu sinni Kristján Loftsson.

En það á ekki að banna sjálfbærar veiðar, af því bara. Það eru öfgar og ekkert annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2012 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband