Framtíð forsetans getur oltið á fjölda frambjóðenda

Ég hef verið með svipaða könnun um fylgi frambjóðenda og mögulegra frambjóðenda hér á blogginu, niðurstaða minnar könnunar er öllu hagstæðari fyrir forsetann en í könnun Capacent Gallup.  

Niðurstaðan í minni könnun er  þessi:   

Ari Trausti Guðmundsson6,60%
Ástþór Magnússon0,70%
Elín Hirst4,60%
Jón Lárusson1,30%
Jón Valur Jensson7,90%
Ólafur Ragnar Grímsson45,70%
Ragna Árnadóttir2,60%
Stefán Jón Hafstein10,60%
Superman9,30%
Þóra Arnórsdóttir7,30%
Þórólfur Árnason3,30%
  

  

Það er ljóst af minni könnun að forsetinn er ekki öruggur með endurkjör komi fram einn sterkur frambjóðandi gegn honum. Gallup könnunin undirstrikar þetta enn betur. En eins og kosningafyrirkomulagið er þá telst sá réttkjörinn forseti sem flest atkvæði fær, hversu lág sem prósentutalan að baki honum kann að vera.

Endurkjör forsetans verður því helst tryggt með því að sem flestir verði í framboði, til að atkvæði þeirra, sem ekki geta hugsað sér að lengja veru Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum, dreifist sem mest.

Ef könnun Gallup yrði niðurstaða kosninganna væri Ólafur réttkjörinn forseti með 34% atkvæða þrátt fyrir að  66% kjósenda vildu aðra niðurstöðu.


mbl.is 66% vilja nýjan forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, niðurstöður í þinni skoðanakönnun er þó nokkuð skondin.

Af ellefu valkostum eru aðeins þrír sem hafa lýst því yfir að gefa kost á sér. Tveir þeirra ná þó ekki nema 2% fylgi - samanlagt...

Td munar aðeins einu atkvæði á því að Superman nái öðru sæti. Ef þú hefðir stillt Mikka Mús upp á listann hefði hann áreiðanlega skorað betur og mögulega orðið raunverulegur keppinautur um forsetaembættið.

En svona í fullri alvöru; var ekki Ólafur forseti kosinn með um það bil 34% atkvæða á sínum tíma...

Kolbrún Hilmars, 24.3.2012 kl. 18:48

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jón Valur kemur sterkur inn. Spurning um að setja þrýsting á hann að fara fram.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2012 kl. 19:17

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. hitt er annað að, já, athyglisverður þessi samhljómur í könnunum að sumu leiti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2012 kl. 19:18

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefði verið gaman að sjá Kolbrún, hvernig Mikki hefði komið út úr svona könnun.

Ólafur  var kjörin mað 41,4%. Vigdís var kjörin með 33,8%.

Það er ekkert um þetta kosningafyrirkomulag að segja, svona eru lögin. En það styngur samt í augu að fræðilega séð gæti forsetinn verið kjörin með innan við 20% fylgi, ef margir eru í kjöri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.3.2012 kl. 19:40

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá er bara að skora á karlinn, Ómar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.3.2012 kl. 19:44

6 identicon

Já, Jón Valur á að bjóða sig fram.

Hann myndi standa sig vel sem forseti. 

Ég er ekki í vafa um það.

Stefán (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 21:06

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er ekki í náðinni Stefán,  þannig að einhverjir aðrir verða að ýta við Jóni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.3.2012 kl. 22:07

8 identicon

Augljóslega ertu nokkuð vel lesin af áhagendum JVJ! :-)

Fyrrum trítilóða öndin (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.