LÍÚ - er það okkar vilji?

Jæja núna hafa guðirnir hjá LÍÚ vaknað og allt í einu vilja þeir samráð og samninga.

En að því tilskyldu auðvitað að ríkisstjórnin dragi til baka sjávarútvegsfrumvarp sitt.  

Útvegsmenn hafa fram að þessu í skjóli Sjálfstæðisflokksins hafnað allri  aðkomu að framtíðarfyrirkomulagi greinarinnar í trausti þess að flokkurinn sá tryggði þeim alfarið nýtingarréttinn.

Núna er merkjanlegur skjálfti innan LÍÚ þess efnis að það gerist ekki.

Látum helvítin skjálfa.   


mbl.is Ríkisstjórnin dragi frumvörpin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það vilji ekki að fjöldi fyrirtækja og útgerða fari á hausinn og atvinnuleysi muni fljúga upp einsog aldrei hefur sést áður?

Gamli (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 01:02

2 identicon

Sæll.

Ég veit ekki af hverju þér er uppsigað við LÍÚ en sjávarútvegurinn hér er sá hagkvæmasti í Evrópu eftir því sem ég best veit. Hámarka þarf arðinn af þessari takmörkuðu auðlind okkar. Ekki gengur að ríkisvæða þessa atvinnugrein enda höfum við sögu A-Evrópu til að sýna okkur hvernig sósíalismi virkar.

Þetta klúður mun sennilega líka kosta bankana verulega fjármuni svo ekki sé minnst á atvinnugreinina sjálfa. Er þörf á að færa mikið fé af landsbyggðinni til stjórnmálamanna í Reykjavík sem margir hverjir hafa ekki gripsvit á atvinnurekstri? Skiptir ekki máli að menn atvinnurekstri geti fjárfest? Ætli þetta komi ekki niður á öryggi sjómanna? Ábyggilega.

Vel má vera að LÍÚ menn séu blóðsugur og svoleiðis en hvað með alla þá sem tapa fé og missa vinnu og kannski húsnæði vegna þessarar dellu stjórnarliða?

Helgi (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband