Þorsteinn Már afhjúpar innrætið

Um þetta útspil Þorsteins Más Baldvinssonar er aðeins eitt að segja. Þeir sem haga sér svona, beita grímulausum kúgunum og aðferðum af þessu tæi, starfsaðferðum sem þjóðin þekkir aðeins af afspurn og af hvítatjaldinu, geta ekki verið haldnir neinu öðru en skítlegu eðli af grófustu sort.

Hvernig er það, þiggur Þorsteinn ekki kvótann "sinn" af þjóðinni, sem hann beitir núna kúgun? Er ekki rétt að þjóðin heimili öðrum að nýta kvóta Samherja á meðan Þorsteinn er að ná áttum og læra mannasiði? Það verður að vísu erfitt fyrir Þorstein, mannasiðir hafa aldrei vigtað þungt í hans farangri.


mbl.is DFFU hættir viðskiptum við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður verður að segja eins og er, að það er stigsmunur en ekki eðlismunur á þessari aðferð Samherja og þegar stríðandi aðilar í Sýrlandi beita börnum og öðrum óbreyttum borgurum fyrir sig sem skjöldum.

Golli (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 20:41

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú segir nokkuð, Golli. Og þetta er gert til að þvinga fram leyfi til að brjóta lög og sniðganga reglur, leyfi til að svindla á áhöfnum skipana og þjóðinni til þess að hámarka eigin hagnað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2012 kl. 20:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver er tilgangurinn með svona útspili? Halda þeir að menn hætti við rannsókn?  Eru þeir að halda byssunni að eigin höfði í von um að lögreglan fari?

Ég botna hreint ekkert í þessari botlausu heimsku. Þetta er í anda áróðursplakatanna í tengslum við kvótafrumvarpið, þar sem þeir notuðu myndir af Hiroshima og Nagasaki til að undirstrika hótanir sínar.

Fatta þeir ekki að ef þeir láta sig hverfa, þá taka bara aðrir við.

Ég bíð bara eftir að þeir láti verða af hótununum og loki Samherja.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2012 kl. 22:38

4 identicon

Því miður þá lyktar þetta þannig að menn séu að reyna að verja auman málstað. Hótanir hafa aldrei borið árangur.

thin (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 22:56

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta getur ekki annað en snúist í höndunum á þeim, Jón Steinar. Skapið er versti óvinur Þorsteins, sorglegt því hann er að mörgu leyti skarpur náungi. En þegar græðgin er komin í spilið víkur vitið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2012 kl. 22:58

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

thin, hótanir herða aðeins og skerpa andstæðinginn, í flestum tilfellum. Þetta útspil Þorsteins veikir hið minnsta ekki framgang kvótafrumvarpsins á Alþingi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.4.2012 kl. 23:02

7 Smámynd: Árni R

Já þið eruð alveg með þetta, þið teljið semsagt óeðlilegt að stoppa viðskipti sem eru hugsanlega rannsökuð af seðlabanka íslands. Mér finnst það fullkomlega rétt af þeim að stöðva öll viðskipti hingað til lands vegna þessa. Þeir hafa ( að eigin sögn) ekki fengið að vita ennþá hvaða þætti er verið að rannsaka og hvers vegna þá að vera halda áfram uppteknum hætti. Svo er alveg merkilegt að sjá hvað margir eru búnir að dæma Samherja fyrirfram. Ef að húsasmiðjan yrði rannsökuð vegna gjaldeyrismisferlis á innflutningi timburs, væri þá ekki eðlilegt að þeir þeir myndu stoppa þann innflutning á meðan verið væri að rannsaka málið eða þeim gefnar einhverjar upplýsingar

Árni R, 5.4.2012 kl. 14:39

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Árni R það eru ekki viðskiptin með landaða fiskinn á Dalvík sem eru til rannsóknar heldur bókhaldsbrellur Samherja vegna fisks, veiddum hér við land og seldur erlendis. Samherji grautar þessu tvennu saman saman af ásettu ráði til að rugla fólk, og tekst það bærilega sé ég.

Árni, "Samherji segir....", comon! Húsleitin er gerð að undangengnum úrskurði Héraðsdóms! Héraðsdómur fellir ekki slíkan úrskurð nema að fyrirliggjandi séu gögn sem styðja þá kröfu. 

Rökstuddur úrskurður Héraðsdóms hefur án efa verið rekin upp að nefinu á Þorsteini Má eða fulltrúum hans við upphaf húsleitar, því án slíks úrskurðar getur hver sem er meinað yfirvaldinu inngöngu í sín hús.

Það er því augljóst að Þorsteinn Már lýgur, þegar hann þykist ekki hafa grænan grun, hvers vegna húsleitin var gerð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2012 kl. 15:57

9 Smámynd: Árni R

Jæja það er bara frábært að þú vitir nákvæmlega um hvað málið snýst og afhverju þessi rannsókn er framkvæmd. Samherji fær ekki þau svör frá Seðlabanka íslands.

Gögnin sem þeir unnu eftir voru eftir að starfsmaður Kastljósins kemur með ábendingu vegna sölu á karfa til þýskalands.

Þau gögn sem m.a, voru sýnd í kastljósviðtali við Þorstein Má eru hreinlega röng og ekki rétt meðalverð reiknað út frá tölum fiskistofu Íslands. Þú getur sjálfur farið inn á vef fiskistofu og séð það. 302kr meðalverð er allt í einu orðið 320kr í Kastljósinu

Með þetta illa unnin gögn trúi ég því að Samherji sé saklaus af þessum ásökunum og allir eru það uns sekt er sönnuð. 

En þú kallar Þorstein Má lygari í þessu máli og þar með búinn að dæma í málinu. Það hefur komið fram í öllum fjölmiðlum að seðlabankinn þarf ekki að uppljóstra ástæðu húsleitar fyrr en að þremur vikum liðnum og þeir hugsi sér að nýta það í ljósi rannsóknarhagsmuna

Árni R, 5.4.2012 kl. 18:16

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sú staðreynd að Héraðsdómur HEIMILAÐI HÚSLEITINA segir mér að krafa Seðlabankans hafi verið nægjanlega rökstudd að mati dómsins. Sá úrskurður var birtur Þorsteini eða fulltrúa hans, hvar hefur verið vitnað til hinna meintu lagabrota. Viti Samherjamenn ekki enn um hvað málið snýst hafa þeir einfaldlega ekki lesið úrskurðinn. Hafi þeir hins vegar lesið hann, lýgur Þorsteinn, er það ekki augljóst.

Kastljós kom ekki með ábendingu til Seðlabankans, heldur lögðu þeir fram fyrirspurn til bankans hvort ákveðnir útreikningar stæðust. Þeir voru þá beðnir að bíða með fréttina nokkra daga því þessi mál væru í skoðun í bankanum.

Þessi atriði hafa öll komið fram í fréttum. Árni R, allir hafa heyrt þetta margsinnis nema þá Þorsteinn og hirðin í kringum hann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2012 kl. 19:13

11 Smámynd: Árni R

Við húsleitina framvísaði Seðlabankinn húsleitarúrskurðum þar sem það eitt kom fram að grunur væri um brot gegn lögum um gjaldeyrismál, án þess að tilgreint væri í hverju meint brot felast eða þeim lýst á nokkurn hátt.

Samherji hefur ítrekað leitað eftir því, fyrst á vettvangi og svo ítrekað síðar hvaða háttsemi það er sem Samherji hf. og tengd félög eru talin hafa gerst sek um. Seðlabankinn hefur staðfastlega neitað að upplýsa nánar um það

Talsmaður Seðlabanka íslands hefur upplýst sérstaklega í fjölmiðlun að aðgerðir bankans gegn Samherja byggist á ,,ábendingu starfsmanna Kastljóss.‘‘ 

 Þessi atriði hafa öll komið fram í fréttum Axel Jóhann og allir hafa heyrt þetta margsinnis nema þá þú og hirðin í kringum þig


Árni R, 6.4.2012 kl. 07:58

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vínnur þú hjá Samherja Árni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2012 kl. 14:42

13 Smámynd: Árni R

Já ég vinn þar og er mjög stoltur af því.

Árni R, 6.4.2012 kl. 21:25

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég vona svo sannarlega að þér verði launaður trúnaðurinn Árni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2012 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.