Vilja menn Dalvík á landsvísu?

Hún er gersamlega arfavitlaus hugmynd Þórs Saari að leggja fiskveiðistjórnunarkerfið í þjóðaratkvæði á meðan útgerðarmenn eru í þeirri aðstöðu að geta tekið heilu byggðarlögin í gíslingu til að kalla fram þá niðurstöðu sem þeim er þóknanleg.

Eins og Dalvíkurkúgun Samherja og fleiri dæmi sanna.

Það er hinsvegar satt og rétt hjá Þór að mál sé að deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið linni.

 .

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.


mbl.is Þjóðaratkvæði eða synjun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Deilunum linnir aldrei fyrr en kvótakerfið hefur verið afnumið Axel.  Það er hið eina rökrétta í stöðunni. Heggur á þennan rembihnút og losar ríkið undan öllum kvöðum.  Af hverju leggjum við ekki þá spurningu í þjóðaratkvæði?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.4.2012 kl. 16:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Jóhannes, það er ekki hægt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um eitt eða neitt í þessu sambandi nema afnema fyrst núverandi kerfi í heild sinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2012 kl. 16:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að Samherji hafi sannað einmitt það með gerræðisákvörðun sinni á Dalvík. Kannski ber að þakka fyrir skapofsann í Þorsteini Má.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2012 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband