Réttlæti Íhaldsins

Skoskir sjómenn, sem misstu lifibrauð sitt í kjölfar Þorskastríðanna við Íslendinga, hafa nú um síðir fengið bætur upp á heil 1000 pund ásamt afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum, fyrir tómlæti stjórnvalda  vegna tjóns þeirra.

Haft er eftir einum sjómannanna, sem kominn er á eftirlaun, að of seint illa sé í rassinn gripið, flestir sjómannanna séu komnir undir græna torfu,  auk þess sé afsökunarbeiðnin sem slík sé hrein móðgun við sjómannastéttina.

Réttlæti og örlæti Íhaldsins lætur ekki að sér hæða, úti þar, frekar en hér heima.


mbl.is Bætur fyrir Þorskastríð í grýttan jarðveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að þú ert móti hagsmunum Íslendinga, því við værum mjög illa stödd hefðum við ekki unnið þorskastríðið.

Íslenskir stjórnmálamenn og starfsmenn landhelgisgæslunar voru hetjur fyrir þetta þrekvirki, engar bleyður og landsölumenn eins og þingmenn eru í dag.

Geir (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 17:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er greinilegt að þú ert illa læs, eða skilur illa mælt mál, nema hvoru tveggja sé Geir. Ég nefni hvergi í textanum að ég teldi að útkoma þorskastríðanna hefði átt að verða önnur en hún varð. Enda væri slíkt fjarri mínu geði.

En það breytir ekki því að breskir sjómenn töldu að breskstjórnvöld hefðu svikið sig þegar bretar urðu að lúta í gras fyrir "ofureflinu", Íslenska flotanum og sviptu sjómennina lífsafkomunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2012 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.