Hvað hafa aðrir frambjóðendur framyfir Þóru?

Nýstofnaður kosningasjóður framboðs Þóru Arnórsdóttur virðist vera stofnaður og rekinn af hófsemd og stillingu.  Er nokkuð annað en gott um það að segja?

Það er í gangi ákveðinn og þungur áróður gegn framboði Þóru Arnórsdóttur til embættis forseta Íslands. Í stað þess að útlista kosti síns frambjóðanda, níða flestir niður þá mótframbjóðendur sem þeir telja skeinuhættasta sínum frambjóðanda.  Þvílík ómennska!

Þó er nokkrum bloggurum ekki rótt og telja hverja krónu sem lagðir í þann sjóð ÞA vera aðför að Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Annar bloggari telur að skyldleiki Þóru við Jón Baldvin væri ástæða þess að fjölmiðlar hömpuðu henni hvað mest þeir gætu.

Ég hélt satt að segja að skyldleiki við JBH væri ekki inn, þessa dagana, nema auðvitað í svona dauðans áróðri.

Ég hef ekki í hyggju að kjósa Þóru, en málflutningurinn gegn henni gengur satt best að segja fram af mér.

 
mbl.is Kosningasjóður Þóru stofnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, mætti ekki alveg snúa fyrirsögninni þinni við:

"Hvað hefur Þóra framyfir aðra frambjóðendur?"

Svona í fljótu bragði, miðað við aðstöðu hinna fjögurra nýju frambjóðendenda sýnist mér svarið vera:

Stuðning fjölmiðla og fjölmiðlafólks - enda ein af þeim.

Kolbrún Hilmars, 10.4.2012 kl. 18:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Væri ekki nær, Kolbrún að stuðningsmenn Ólafs Ragnars tíundi hvað hann hafi framyfir Þóru og aðra frambjóðendur frekar en að skíta út aðra frambjóðendur.

Ólafur mátti þola skítkast fyrir kosningarnar 1996 sem toppað var með grein nokkurra valinkunnra sjálfstæðismanna viku fyrir kosningar þar sem skítáburðurinn var toppaður sem um munar. Skítkastið átti ekki hvað síst þátt í glæsilegu kjöri Ólafs.

Ég hef alltaf stutt Ólaf frá því ég kaus hann 1996. En núna hafa skítseiðin gengið í lið með Ólafi, en ég kæri mig ekki um að spila í skítugu liði þeirra,  þannig að ég er vísastur til að skipta um lið fari fram sem horfir.

Það gera eflaust fleiri. Því skítugu hliðinni á Íhaldinu er fyrirmunað að læra af reynslunni og hemja sig í skítaustrinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.4.2012 kl. 19:13

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég átti nú ekki við Ólaf -  hann þarf ekki á auglýsingum að halda, heldur hina fjóra.

Kolbrún Hilmars, 11.4.2012 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband