Að þekkja sinn vitjunartíma

Ég hefði gjarnan viljað, úr því á annað borð var farið af stað í þessa Evrópu vegferð, að sjá þessar viðræður til lykta leiddar og niðurstaða fengin í eitt skipti fyrir öll, hvort aðild að Evrópusambandinu væri eitthvað sem hentaði Íslendingum.

Öllum ætti að vera ljóst, sem það vilja sjá, að þessi Evrópu sigling er ekki líkleg til að ná landi að sinni. Ég held að sú staða sé upp komin, eftir síðasta útspil Evrópusambandsins, að ekki sé ráð að fara lengra að sinni, afþakka frekari viðræður og taka kúrsinn heim aftur.

Það væri vitlegast fyrir Samfylkinguna að játa sig sigraða nú þegar, í stað þess að berja hausnum við steininn og draga þá ákvörðun nær kosningum eða framyfir þær. Það hefur alltaf gefist betur að geta haft stjórn á undanhaldinu.

Ríkisstjórnin losnar þá við þetta umsóknarhelsi sem hefur haldið henni verklausri og ríkisstjórnarflokkunum í  fjötrum og gíslingu hvors annars. Menn geta þá hið minnsta dregið hendurnar út úr rassgatinu á sjálfum sér og snúið sér að brýnni verkefnum. Nema auðvitað flokkarnir séu staðráðnir í því að fela Íhaldi og Framsókn stjórn landsins eftir næstu kosningar.

Samfylkingin getur alltaf skoðað ferðabæklinga til Evrópu síðar þegar betur verður í bólið búið.

.

Kíkið á skoðanakönnunina hér til vinstri.  Hún er í þremur hlutum.  Skemmtilegast er,  sé öllum möguleikunum svarað.


 


mbl.is Bætir ekki andrúmsloftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Axel Jóhann. Nú verður raunveruleikinn ekki umflúinn lengur, sama hver borgar blekkingar-áróðurs-vegferðina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.4.2012 kl. 23:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta útspil ESB virkar á mig eins og spark í punginn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2012 kl. 23:37

3 identicon

Ég taldi að framkvæmdarstjórnin tæki þátt í þessum málaferlum.  Var hissa þegar ég heyrði að svo var ekki.  Mér finnst það eðlilegasti hluti í heimi að hún fái að taka þátt í málaferlunum. 

Þetta var því ekki eins og spark í punginn fyrir mig.

ESB er evrópusamstarf á mjög breiðum vettvangi.  Það eru alltaf einhvers staðar deilur um eitthvað eins og er í öllu samstarfi.

ESB vill að við veiðum minna af makríl,  við værum að deila innan ESB um kvótann ef við værum í bandalaginu.

ESB vill að við greiðum Icesave-reikningana, við værum að deila innan ESB hvort við ættum að greiða reikningana eða ekki.

Að vera í ESB merkir ekki að allt saman er í gúddíi á milli þjóðanna. 

Það er kanski mesti misskilningur stuðningsmanna ESB að halda því fram að allt er í gúddíi milli þjóða ESB. 

ESB veitir einstaklingum mörg tækifæri og ég hef verið svo heppinn að fá að njóta þeirra.  Þess vegna styð ég ESB. 

En ríki hætta aldrei að berjast fyrir sínum hagsmunum.

Stefán (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 07:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill Axel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2012 kl. 11:08

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Stefán, það er enginn að segja að ESB eigi ekki að gæta hagsmuna sinna aðildarríkja. En við sitjum við samningaborðið með þeim, sem væntanlegt aðildarríki, og því er óþægilegt og niðurlægjandi að fá spark undir borðið.

ESB hefur sagt það vera sína hagsmuni að fá Ísland í hópinn. Þeir hafa þá væntanlega lagt þá hagsmuni á vogarskálarnar á móti hagsmunum Breta og Hollendinga og í framhaldi af því mati ákveðið að gefa okkur sparkið.

Það eitt dugir mér.

Það er rétt Stefán,ríki eiga aldrei að hætta að verja sína hagsmuni, er því ekki rétt að við endurmetum núna stöðuna, hvað varðar okkar hagsmuni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2012 kl. 15:20

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Ásthildur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.4.2012 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.