Græna helstefnan

Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, ekki skörungsskapur og flekkleysi formanns flokksins sem er að skila flokknum þessu fylgi. Það eru heldur ekki verk og árangur ríkisstjórnarinnar sem afla Sjálfstæðisflokknum þessa fylgis.

Það eru þau verk sem ríkisstjórnin lætur óframkvæmd, sem það gera.

Fólk vill fara að sjá atvinnulífið rifið upp úr doðanum, það vill sjá auðlindir landsins nýttar til að skapa atvinnu. Það vill ekki lengur horfa með tóma maga á orkuna renna óbeislaða til sjávar eða út í loftið.  Svo mjög er fólk farið að lengja eftir uppbyggingunni að það vill gera allt til að þess að af henni verði. Jafnvel að fá Sjálfstæðisflokkinn við völd aftur, megi það verða til þess að koma hreyfingu á hlutina.

Græn gildi eru vissulega góðra gjalda verð í hófi, en að sama skapi  ill í óhófi. Atvinnuleysi má eflaust flokka sem mjög græna atvinnustefnu. Fari sem horfir, munu ráðherrar og þingmenn fjölmenna í þá starfsstétt  að loknum næstu kosningum. Varanlega!

Verði ekki hugarfarsbreyting innan ríkisstjórnarinnar í þessum málum strax, er alveg eins gott að afhenda Vafningnum og sjálfstæðisspillingunni lyklavöldin að stjórnarráðinu nú þegar, því það virðist hvort eð er vera langtíma markmið stjórnarflokkana.  

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband