Stundar LÍÚ tölvu og vírusárásir á þá sem skrifa gegn þeim?

Ég hef núna í tvígang eftir skrif um LÍÚ og kvótamálin orðið fyrir hatramri vírus árás á tölvuna mína. Einu sinni getur verið tilviljun, en tvisvar er það varla.

Hafa aðrir bloggarar sem skrifað hafa gegn almættinu í LÍÚ hafi orðið fyrir svipaðri reynslu?

Núna í kvöld fraus allt hjá mér og eftir mikið balsl og læti, sviptingar og blikk á skjánum þá hvarf  bloggfærsla sem ég hafði skrifað og „seifað“ um þetta mál og hvarf eftir að ég hafði „hreinsað“ út.

Af reynslu minni af þessum LÍÚ gaurum er ég tilbúinn til að trúa nánast öllu upp á þá.

Hvað haldið þið?

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hef löngum sagt: Mikill er máttur LÍÚ.

Sigurður I B Guðmundsson, 15.4.2012 kl. 20:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég veit satt best að segja ekki hvað maður á að halda, en þetta var það sem mér datt helst í hug eftir að hafa klórað mér lengi og vel í kollinum.

Og ég viðurkenni að ég er einfaldlega svo illgjarn og eftir kynni af gaurum á þeim bænum er ég tilbúinn að kaupa það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2012 kl. 20:25

3 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann; æfinlega, sem og aðrir gestir, þínir !

Axel minn !

Svo mikil kveif; er Friðrik Jón Arngrímsson, að hann þyrði ekki að stugga við dauðri flugu, hvað þá; meir.

Undir forystu hans; ef forystu skyldi kalla, hefir Landsamband íslenzkra Útvegsmanna koðnað niður, gagnvart Reykjavíkur óstjórninni, í hverju málinu, á fætur öðru.

Væri töggur í Friðrik; lægi fiskiskipa floti landsmanna í höfn - og raunverulegt Byltingarástand ríkti þar með, í landinu.

Á meðan Kýr eru mjólkaðar - og Skip og Bátar halda til veiða, heldur ringulreiðin núverandi bara áfram, að stigmagnast, undir niðri, fornvinur góður.

En; hvað vírusa árásir snertir, ráðlegg ég þér, að leita til væns Tölvuðar - eða Kerfisfræðings, Axel minn. Annað; er að taka óviðunandi áhættu, með vél- og hugbúnað þinn.

Með beztu kveðjum; sem ávallt /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 20:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óskar, kannski þekki ég Friðrik ögn betur en þú. Ég var með honum til sjós til fjölda ára og undir hans stjórn sem annars stýrimanns á Örvari HU 21. Fáum hef ég kynnst duglegri og kappsamari til sjós en Friðrik.

En við Friðrik áttum ekki skap saman og ekki get ég sagt að mér hafi líkað hugmyndir hans og skoðanir. Hann tók t.d. undantekningarlaust afstöðu með útgerðinni gegn sjálfum sér og áhöfninni, kæmi slík staða upp.

Það var eins og honum væri ekki sjálfrátt þegar útgerðin og LÍÚ var annarsvegar. Ég held nánast að hann hafi ákveðið það strax í móðurkviði  að helga líf sitt þjónustu við LÍÚ.

En hvað um það, þá held ég að mér sé óhætt að fullyrða að aldrei verði hægt að saka Friðrik um leti, sérhlífni eða kveifarskap.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.4.2012 kl. 21:35

5 identicon

Heill á ný; Axel Jóhann !

Þakka þér fyrir; drengilega leiðréttingu þína, á viðhorfum mínum, til F. J. Arngrímssonar, sem ég hafði talið jafn sljóan, til Sjávar - sem Lands.

En; þróttmeiri mætti hann vera, gagnvart Helvítis stjórnmála ruslinu, sem er að koma öllu hér, á kné, fornvinur góður.

Kannski; hann hressist - slíkt hefir hent, hina beztu menn, eins og við þekkjum, gegnum þetta Andskotans lífs öldurót, svo sem. 

Ekki síðri kveðjur - en hina fyrri, Axel minn / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband