Er Lögmannafélag Íslands orðið að stjórnmálaflokki?

Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélags Íslands virðist á góðri leið að breyta félaginu í pólitísk samtök eða jafnvel stjórnmálaflokk ef marka má yfirlýsingar og búkrokur hans í Mogganum.

Það er einkennilegt að sjá formanninn kalla það lummulegt af Alþingi að ákæra Geir H. Haarde fyrir þau atriði sem hann var sakfelldur fyrir.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þetta strandhögg formannsins inn á hinn pólitíska vígvöll sé öllum í Lögmannafélaginu að skapi.

  


mbl.is Mjög mikið áfall fyrir Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er skömm að dæma einn fyrir alla, eins og gert var með Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu.

Brynjar Níelsson ætti kannski að taka sér yfirlýsinga-frí, og stauta sig í gegnum mál 214. Hann finnur kannski svar við óréttlætinu, þegar hann klýfur til mergjar hvernig réttarmorðin í Guðmundar og Geirfinnsmálinu fengu að viðgangast? Ég man ekki betur en að Brynjari Níelssyni hafi fundist óþarfi að berjast fyrir réttlætinu, og fundist í lagi að pynta kerfissvikin lesblind ungmenni með veikt bakland, til að taka á sig sök siðblindra embættismanna í því máli!

Sök bítur sekan að lokum.

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum, ef réttarríkið á að virka eðlilega og réttlátt fyrir alla. Annars verður samfélagið siðblindara og sjúkara með hverjum deginum sem líður.

Í upphafi skal endirinn skoða, herra Brynjar Níelsson, og aðrir siðblindir (ekki lesblindir og varnarlausir) félagar þínir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.4.2012 kl. 06:53

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessum ákærulið sem Geir var dæmdur fyrir, var bætt við á síðustu stundu, en kemur upphaflegu ákærunum ekkert við, þ.e. að hrunið hafi verið Geir Haarde að kenna.

Ég held að tilgangurinn með fáum opinberum ríkisstjórnarfundum hafi verið að halda Björgvini G. Sigurðssyni frá, því að fenginni reynslu af þeim manni var útilokað að halda trúnaði með hann við borðið. Þetta var gert með vitund og vilja Ingibjargar og Össurar.

Landsdómur segir að ríkisstjórnarfundir hefðu átt að marka pólitíska stefnu varðandi aðgerðir í aðdraganda bankahrunsins. Pólitísk stefna var fyrir hendi, bara án aðkomu Björgvins G., en hann hafði/hefur bara ekkert vit á þessum málum og aðkoma hans hefði ekki haft nokkurt vægi. Auk þess, eins og áður segir, var hann hættulegur við þessar aðstæður vegna lausmælgi sinnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 07:07

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Anna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 07:09

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Úr því Landsdómur dæmdi Geir fyrir þetta atriði Gunnar, hefur réttinum þótt þetta ámælisvert. Eða misskil ég það? Er það málið að ekkert sé að marka þetta ákæruatriði úr því það kom á lokasprettinum?

Þetta eru auðvitað afburðaslappir stjórnunarhættir Gunnar og lögbrot að mati Landsdóms og það bætir ekkert þar um þó Össur og Ingibjörg hafi tekið þátt í því.

Ekki er ég dómbær um það hvort Björgvin hafði vit á málum eða ekki en hitt er ljóst að Landsdómur telur að í þessu máli hafi vitið brugðist Geir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 07:22

5 identicon

Lögmannafélag Íslands hefur lengi verið eins og deild í Valhöll.

Því kemur þetta bull Brynjars ekki á óvart. 

 

Framistaða Geirs Haarde í Kastljósinu í gær var skelfileg. Sigmundur var að vísu grimmur og talaði kannski sjálfur of mikið, en líklega varð hann að gera það. Ef Geir tók til máls fór hann að bulla, talaði eins og krakkaflón; “hann gerði það líka”, og fór að rifja upp 20 ára gamla sölu á hundaþúfum. Kallinn var í raun brjóstumkennanlegur, talaði óskýrt, drakk mikið vatn, gat ekki setið kyrr, svakalega taugaóstyrkur. Mér virtist hann vera upp pumpaður með lækna dópi, auk þess að hafa fengið vonda ráðgjöf almannatengsla. Hann hefði hinsvegar geta staðið keikur eftir viðtalið, þó aldrei með pálmann í höndunum, eins og málin stóðu. Ef hann hann hefði sýnt snefil af iðrun, smá auðmýkt og beðið þjóðina afsökunar. Nei, það gerði hann ekki, það gera Sjallabjálfarnir ekki, heimskan og hrokinn leyfa það ekki.

Og þetta var okkar forsætisráðherra; “Just imagine!”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 07:54

6 identicon

"Brynjar bendir á að reglulega megi sjá með beinum hætti ákvarðanir ráðherra

sem samrýmist ekki stjórnarskrá. Hann spyr hvort flokka eigi þær sem vanrækslubrot. „Hvar endar þá þessi vitleysa?“ spyr hann."

Eg hélt að stjórnarskráin væri grunnur lýðveldisins, en miðað við þetta þá er hún bara plagg sem er tóm vitleysa. Það er merkilegt að jafn "vitur" maður og Brynjar er, hafi ekki vit á að þegja stundum. Ég var að vona að þetta dómsmál yrði til þess að það yrði farið að ræða um ábyrgð stjórnmálamanna, en það er víst borin von og sýnir enn og aftur að lýðræði er ekki til á Íslandi. Af hverju fáum við ekki að kjósa fólk til setu á alþingi? eins og sumar siðaðar þjóðir gera. Fyrr en það verður, verðu ekki líft á klakanum.

Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 08:30

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Geir hefði átt að anda með nefinu, fara heim hugsa málið og halda svo blaðamannafund í dag. Hann hefði grætt á því. Hann varð sér til skammar í gær. Geir sagðist hafa í upphafi sagst treysta Landsdómi, en nú hafi dómurinn brugðist því trausti! Halló! Geir hefði betur sofið á þessu.

Ekki var hann gáfulegur hann Birgir Ármannsson í morgunútvarpinu í morgun. Hann sagði Landsdóm hafa talið það skyldu sína, að dæma Geir, þeir hafi talið að til þess hefðu þeir verið skipaðir. Til þess að klína einhverju á hann hefðu þeir valið þennan lið.

Mikil mannvitsbrekka hann Birgir.

Landsdómur er víst núna orðinn mjög pólitískur og sagður með mikla vinstri slagsíðu.  Ég hygg að nokkur íhaldsslagsíða muni koma í ljós verði þau mál krufin. En ansi er það dapurt að fullyrða að dómarar Landsdóms hafi látið pólitík fvælast fyrir sér í störfum sínum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 08:38

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Larus, það er eins og menn haldi að fjandinn muni hirða þá ef þeir drægi einhvern lærdóm af þessu hryggðar máli öllu, Hruninu, orsök þess og afleiðingum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 08:43

9 identicon

Það hefðu fleiri þurft að anda með nefinu í gær, þ.m.t. síðuhaldari.

Í orðaflaumnum í bloggi gærdagsins um dóminn yfir Geir Haarde gat að líta orðin "dóni, kjáni, vanviti og vesalingur"

Það setur að manni hroll.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 08:53

10 identicon

Það hlaut að koma að þessu eða svipuðu máli. Það sem hefur einkennt íslenska stjórnsýslu í tugi ára er vanhæfnin, fúskið. Maður les ekki erlenda greiningu á stöðu mála hjá okkur án þess að sjá orðið; "incompetence". Það er orðið samnefnari fyrir ástandið á flestum sviðum. Þjóðin verður að fá tækifæri til að kjósa fólk með hæfileika til setu á alþingi og skipun í embætti stjórnsýslunnar verður að ráðast eftir verðleika.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 09:09

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigrún, elskan mín, ég andaði með nefinu og þess vegna notaði ég þessi tilteknu mildu, auðskyldu, góðu og gildu orð en ekki einhver önnur sterkari og áhrifameiri.  Það verður að horfa á orðin í því samhengi, hvar þau eru notuð, þegar merking og vægi þeirra er vegin og metin.

Því verður ekki á móti mælt að Geir fór yfir strikið í yfirlýsingu sinni eftir dómsuppkvaðninguna, orðið dóni er þar ekki ofmælt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 09:17

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haukur, mér finnst þær stangast illa á þær fullyrðingar, annarsvegar að þessir molbúa starfshættir hafi viðgengist alla tíð frá 1918 og svo hinsvegar að þetta verklag hafi verið tekið upp vegna lausmælgi Björgvins G. Sigurðssonar.

Sjálfstæðismenn og Geir verða að fara að ákveða sig hvort á að vera ofaná.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 09:22

13 identicon

Verjandi Geirs Haarde hefði átt að taka “chutzpah” á málið.

Biðja Landsdóm að sýna mildi, þar sem Geir hefði tapað svo miklum peningum í Hruninu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 09:40

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er mörgum manninum hræðilegasta refsing að tapa einhverjum peningum, fyrr vildu þeir tapa ærunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 09:55

15 identicon

Nú hefur Geir verið sýknaður af því sem vinstrimenn höfðu borið á hann, nefnilega fyrir að hafa verið valdur af hruninu.

Það eina sem náðist að "klístra" á hann er nokkuð sem er þá hlýtur að vera komin venja fyrir, nenilega að draga forsætisráðherra að loknu stjórnartímabili fyrir rétt og dæma fyrir að hafa ekki "upplýst Alþingi", svona eins og að það hafi ekki verið margsinnis gert um síma.

Ekki geta menn nú gripið "slagsíðuna" eins og venjulega þar sem að nokkuð breið vídd stjórnmálaskoðanna var í dómi.

Eitt er þó ljóst. Ekki tókst að hengja einn fyrir syndir margra og mega þeir sem ákæra vildu eiga skömm af.... og virðast þegar gera það amk ef marka má Jóhönnu sem strax er farin að tala fyrir að fyrirklomulagi Landsdóms verði breytt svo egi á hana og hennar beitt.

Málinu á hér að vera lokið en sakir þess hversu djúp gjáin er orðin milli þings og þjóðar er ekki líklegt að þar sé sáttum náð.

Óskar G (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 10:35

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Landsdómur dæmir Geir fyrir formbrot og ýjar að því um leið, án rökstuðnings, að ekki hafi verið mörkuð stefna í aðdraganda hrunsins og eftir það, vegna þess að formlegir ríkisstjórnarfundir voru ekki haldnir. Þetta er rakalaust bull.

 En ef pólitískir andstæðinga Geirs og Sjálfstæðisflokksins fá fullnægju af þessum dóm, ber að fagna því. Þeir ættu þá að geta snúið sér að einhverju öðru. Þessi málarekstur hefur heltekið þá og hann hefur verið drjúgt eldneyti fyrir haturslund þeirra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 10:58

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú vilt óbreytt ástand Óskar G, og engu breyta. Þú villt afgreiða spillinguna í heild sinni sem árás einhverra vondra vinstri manna á góðan sjálfstæðis dreng.

Geir var sakfelldur fyrir alvarlegt atriði, undarlegt að þú skulir gersamlega  líta fram hjá því.  Landsdómur telur það grafalvarlegt mál að hundsa stjórnarskránna við framkvæmd stjórnsýslunnar. Dómurinn er stjórnsýslunni, þannig séð, þung ábending um að henni beri sem öðrum að fara að lögum.

Finnst þér það smámál að traðkað sé á stjórnarskránni, á hún bara að vera eitthver tildur snepill til að vitna í þegar hentar góðu hægri gæjunum til varnar þegar vondu vinstri jarðálfarnir sækja að þeim?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 11:01

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég fæ ekki betur séð Gunnar en rökstuðningur Landsdóms sé þokkalega ljós og skýr. (bls. 383)

Dómur Landsdóms 

Ég mótmæli því Gunnar að afstaða mín í þessu máli sé einhver "sérstök vinstrimennska" og mér útrás fyrir einhverja haturslund.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 11:22

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og Gunnar ég vildi sjá fleiri þarna fyrir Landsdómi úr ríkisstjórn Geirs og fyrri ríkisstjórn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 11:28

20 Smámynd: Landfari

Það sem verið er að benda á Axel að þetta athæfi sem Geir er dæmdur fyrir hefur verið tíðkað af ollum ráðherrum. Ekki hvað síst þeim sem nú sitja og kærðu Geir fyrir þetta athæfi.

Það er svolítið kaldhæðnislegt finnst þér það ekki?

En auðvitað bar að fara eftir stjórnarskránni, það er ekki spurning. Ef þetta er illframkvæmanlegt ákvæði þarf að breyta því en ekki hundsa það.

En þetta er eins og ef þú hringir í lögguna til að kæra bílinn fyrir aftan þig fyrir of hraðan akstur.

Landfari, 24.4.2012 kl. 11:30

21 identicon

Vonandi verður þetta leiðinlega mál til þess, að þegar þjóðin gengur næst að kjörborðinu vandi hún sig meira og setji ekki krossinn við lista, þar sem vanhæfar gungur og ábyrgðarlausir populistar hafa komið sér fyrir. Jafnvel þjófar og fæðingarhálfvitar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 11:40

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Landfari, þær stangast illa á þær fullyrðingar Geirs, annarsvegar að þessir molbúa starfshættir hafi viðgengist alla tíð frá 1918 og svo hinsvegar sú fullyrðing að þetta verklag hafi verið tekið upp vegna lausmælgi Björgvins G. Sigurðssonar.

Þið Sjálfstæðismenn verðið að fara að ákveða sig hvort á að vera ofaná, eða verður það annað í dag og hitt á morgun, eftir henntugleikum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 11:41

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég óttast Haukur að lítið breytist og menn krossi áfram við sinn flokk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 11:56

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sagði ekki að þetta verklag hefði verið tekið fyrst upp vegna lausmælgi Björgvins G. Hins vegar var rík ástæða til þess þegar hann var í ríkisstjórn. M.a.s. samflokksráðherrar hans voru á þeirri skoðun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 12:13

25 identicon

Hang on..
"Það er skömm að dæma einn fyrir alla, eins og gert var með Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu."

Ég veit ekki betur en að ríkistrú sumra íslendinga gangi einmitt út á að einn, og það sakleysingi, taki á sig sakir allra.. svo lengi sem þeir dýrka formanninn.. (guðinn)

Eh

DoctorE (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 13:49

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, það er rétt Gunnar, fyrirgefðu ég hef ekki verið nógu skýr, en þessi kenning er á ferð um netið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 14:10

27 identicon

Nú sameinast íhaldshyskið um land allt í því að rakka niður dóminn og niðurstöðuna.

Niðurstaðan breytist þó aldrei, Geir Hilmar Haarde var í gær sakfelldur fyrir að brjóta stjórnarskrá þegar hann sat í ráðherrastóli.

Sjallar geta svo haft sig alla að fífli með því að grenja í fjölmiðlum hvað allir séu nú ósanngjarnir og vondir við þá.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 15:53

28 Smámynd: Landfari

Axel Jóhann, hvað kemur það minni tjásu við hvort þessar fullyrðingar stangast á sem þú endurtekur sem svar við minni færslu?

Þetta svar þitt er algerlega út úr korti og líklegast að þu hafir verið að hugsa um eitthvða allt  annað þegar þú last mín skrif.

Landfari, 26.4.2012 kl. 22:20

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Landsdómur gat eðlilega ekki sakfellt þá sem ekki voru ákærðir, þótt þeir hafi aðhafst það sama og Geir var sakfelldur fyrir. Afbrot geta aldrei verið afsökuð með sekt annarra og þaðan af síður brot á stjórnarskránni, sem sumir tala um núna eins og hún sé marklaus pappír. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2012 kl. 23:38

30 Smámynd: Landfari

Ég var að spyrja þig hvort þér findist það ekki svolítið kaldhæðnislegt að af öllum þessum ákærum sem lagt var upp með er Geir dæmdur fyrir það eitt að gera það sama og sá sem kærði hann?

Landfari, 27.4.2012 kl. 10:31

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei,  það er hinsvegar sorglegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.4.2012 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband