Ömmi, enn og aftur á villigötum, eins og vænta mátti

ömmi2Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra sannar enn og aftur hve alvarlega honum eru mislagðar hendur í nánast öllu sem upp í lúkurnar á honum kemur.  Ögmundur er manna naskastur að þefa uppi afturenda allra mála.

Að ætla að íhuga, hvað þá að framkvæma, þá hug- mynd að vopnaburður verði tekinn upp í ein- hverjum mæli innan lögreglunnar er alvarlegur dómgreindarskortur og er í raun risa skref í átt til almenns vopnaburðar lögreglunnar.

  


mbl.is Til í að skoða aukinn vopnaburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnmálamenn þurfa að vera svolítið diplómatískir til að halda friðinn. "tilbúinn að skoða" er pólitískt slangur og þýðir "þið eruð fífl og þetta kemur ekki til greina meðan ég ræð". En að segja það beint gæti kostað pólitíkus atkvæði og óþarfa vandræði. Þú ættir að vera orðinn nógu sjóaður til að vita að það sem stjórnmálamenn segja má yfirleitt skilja á allavega tvo vegu; þann sem stjórnmálamaðurinn á við og þann sem sauðirnir kjósa túlka það.

sigkja (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 14:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru of margir geggjaðir einstaklingar í lögreglunni á Íslandi til að það sé þorandi að láta þá hafa skotvopn. Rafstuðsbyssurnar eru þó sennilega til bóta. Minni hætta á að þeir slasi fólk með fantatökum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.4.2012 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband