Ekkert hálfkák

Í stað þess að vera með eitthvert hálfkák og loka Laugarvegi ættu borgaryfirvöld að ganga alla leið,....og loka Reykjavík.

 

mbl.is Líst illa á lokun Laugavegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mér líst vel á að loka Laugaveginum í sumar. Hressir upp á mannlíf í bænum.

Loka Reykjavík ? Þú segir nokkuð. Fyrir utanbæjarfólki ? hehe..

hilmar jónsson, 30.4.2012 kl. 21:55

2 identicon

Þetta eru nú meiri afturhaldsseggirnir.

Terturnar of stórar. Jesús! 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 22:06

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Endilega loka Laugaveginum og helst allt árið. Ég hef enga trú á á verslun minnki, því ekki stekkur fólk út úr bílunum á þessum vegspotta til að versla. Bara leggja bílnum í nágrenninu og labba nokkra metra, gott fyrir fæturna. Það ætti enginn að leggja nær ákvörðunarstað en ca. 100 metra og fá smá hreyfingu í hvert sinn sem peningum er eytt.

Annað mál er elsku Axel minn, að ég vona að yfirvöld taki þig ekki á orðinu og loki Reykjavík. Það gæti orðið til þess að ónefnd kona bankaði upp á heima hjá ykkur og bæði um gistingu til frambúðar, þegar hún kæmist ekki heim til sín vegna lokunnar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.5.2012 kl. 00:34

4 Smámynd: Stefán Júlíusson

Ég hef aldrei nokkurn tíma lagt á Laugarveginum sjálfum. Heldur hef ég alltaf lagt í ókeypis stæði í nágreninu.

Ég tel að til lengri tíma litið verði verslun og þjónusta við Laugarveginn betri og muni aukast.

Það þarf auðvitað að koma í veg fyrir að þarna verði aðeins pöbbar og klúbbar.

Það er auðvitað ekki hægt að gera þetta svo vel til takist ef meirihluti verslunareigenda eru á móti þessu.

Stefán Júlíusson, 1.5.2012 kl. 08:06

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er afskaplega efins um að svona lokanir gatna endana á milli skili sér í aukinni verslun, því Íslendingar eru afskaplega sporlatir. Ef maður röltir Laugaveginn, hvað sér maður þá, jú mikið til alltaf sömu bílana. Menn keyra hring eftir hring, þar til þeir fá stæði beint fyrir framan búðina sem þeir eiga í erindi.

Er ekki alltaf verið að gera sömu tilraunina aftur og aftur? Af hverju þarf þess, ef þetta virkar eins og vonir stóðu til?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2012 kl. 08:08

6 Smámynd: Stefán Júlíusson

Axel, þetta virkar vel í útlöndum og í bænum, Chur, þar er verið að breyta öllum miðbænum í grænar götur þar sem fótgangandi hafa forgang fyrir umferð.

En þó svo að þetta virkar vel í útlöndum, þá er ekki þar með sagt að þetta virki vel á Íslandi.

Er ekki hluta Broadway núna lokuð fyrir umferð?

Stefán Júlíusson, 1.5.2012 kl. 08:12

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bergljót, það er opið!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2012 kl. 08:15

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk fyrir það. En ég hálf hrökk við þegar ég sá rétt í þessu að ég er búin að þverbrjóta stafsetningarregluna um að kvenkyns nafnorð sem enda á un, eru öll skrifuð með einu n -i, nema einkunn vorkunn, miskunn og forkunn. Mér tókst þó ómeðvitað, en af mikilli lagni að setja tvö stk. í lokun. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.5.2012 kl. 09:02

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér vantar Stefán 20°+, logn og þurrviðri dag eftir dag eins víða er í Evrópu á sumrin til að göngugötur virki. Þær virka vel undir þaki í Kringlunni og Smáranum, þar sem leggja má bílnum undir þaki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2012 kl. 09:59

10 identicon

Stefán, þar hefur verið ýmislegt undirbúið áður en lokað er.

Þar eru einnig betri samgöngur og betra veður.

Þið sem viljið lokun laugavegar til að rölta á kaffihús, viljið þið ekki hafa verslanirnar áfram í götunni næstu árin? Rannsóknir hafa sýnt sig að á Íslandi hafi þetta ekki virkað. Hugsum um vereslunareigendur og styðjum við miðborg með öðru en kaffihúsamenningu.

María, ók. (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 14:13

11 identicon

Ég hló, mjög gott. Það er bara svo skrítið af hverju fólk telur sig vita þetta betur en þeir sem standa í stappinu við götuna. Þeir hljóta að finna það á eigin skinni hvaða áhrif það hefur haft í gegnum tíðina þegar götunum er lokað og þetta fólk er á móti þessu. Af hverju skyldi það nú vera? Það er bara svo tíbískt fyrir þessa ömurlegu borgarstjórn að hlusta ekki á fólk heldur vaða áfram í vitleysunni.

Aha (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.