Geir dæmir sig sjálfur

Það er örugglega mjög fátíður ef ekki einstæður atburður, að maður sem vinnur „fullan sigur“ í dómsmáli, að frátöldu litlu ómerkilegu agnarsmáu formsatriði (að hans mati), skuli ætla að áfrýja öllum sigrinum. 

Raunar tel ég að það standi ekki til að Geir vísi „sigri sínum“ til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þessi umræða og fréttaflutningur þjónar aðeins þeim tilgangi að ala á þeirri píslarvottaímynd sem Geir kýs að draga upp af sjálfum sér.  Andri Árnason lögfræðingur Geirs, sem veit auðvitað að engin mannréttindi voru brotin á Geir, leikur sitt hlutverk af kostgæfni, enda feiti kötturinn aðeins hálffleginn.

Andri kemur vel undan þessu máli, vinna hans og aðstoðarmanna, sem þjóðin greiddi, hljóðaði upp á  1947 tíma, sem er 243 daga stíf vinna, nánast heilt ár. Landsdómur dæmdi lögfræðingnum litlar 25 milljónir fyrir þjónustuna. Það leggur sig á 12.550 á tímann, sem þætti, að öllu jöfnu, dágott fyrir starfsmann á plani.

geir í fullum fókusGeir hefði komið út úr þessu máli með pálmann í höndunum og samúð þjóðarinnar í farteskinu, hefði hann tekið dómum af auðmýkt, sagst fallast á niðurstöðuna og málinu væri lokið. Punktur!

Nei það var Geir um megn, hann kaus þess í stað að ausa úr skálum reiði sinnar yfir allt og alla, sagði Landsdóm spilltan, sagði dóminn „ sprenghlægilegan og fáránlegan“ og kallaði eftir afsögn manna vítt og breitt. Með því gerði Geir sjálfan sig sprenghlægilegan og fáránlegan og uppskar ekki annað en andúð almennings.

Sendi Geir málið fyrir Mannréttindadómstólinn, hlýtur dómstóllinn sá að kalla eftir nýjum gögnum m.a. eftir hljóðritunum af símtölum starfsmanna Seðlabankans dagana kringum hrunið, sem ekki var upplýst um að væru til fyrr en eftir að dómur Landsdóms féll, og komu ekki fyrir dóminn. Ekki víst að Geir hætti á það.

En eitt er alveg öruggt,  því meir sem Geir ólmast kringum eigið egó, því meir fjarlægist hann  samúð og aðdáun þjóðarinnar, sem hann telur sig eiga skilið.

Þannig dæmir Geir sig sjálfur!


mbl.is Stefna til Strassborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála og sennilegast er þetta bara misheppnað PR stunt að segjast ætla með málið út. En sjáum hvernig þetta fer.

Hafi niðurstaða Landsdóms verið pólitísk, þá var hún það alla leið, líka með 75-95% sýknuhlutann.

Man ekki eftir að hafa heyrt um þessar upptökur sem þú nefnir ..? Veistu meira um þær ? Það var bara talað um upptökur milli DO og GHH en er þetta viðbót ? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.5.2012 kl. 09:28

2 identicon

Mannréttindadómstóll Evrópu mun senda þetta til baka um hæl, enda "sprenghlægilegt og fáránlegt". Ef Sjöllunum er annt um fylgi sitt, ættu þeir að segja Geir að þegja. Hann minnir aðeins á þá miklu skömm flokksins, að hafa átt ráðherra sem fyrstur manna þurfti að mæta fyrir Landsdómi. Það hefur þegar kostað FLokkinn í það minnsta 5% fylgi. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 09:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála um að Geir átti að láta hér staðar numið.  Hins vegar tel ég enn að klúður Samfylkingarinnar hafi verið að láta hann einan standa þarna en hlífa hinum þrem, og sennilega áttu Jóhanna og Össur að vera þarna líka á sakamannabekk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2012 kl. 10:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hjördís, m.a. þetta sem birtist tæpri viku eftir að málið var dómtekið. Þetta varðar lán Seðlabankans til Kaupþings.

http://www.ruv.is/frett/oll-simtol-um-vidskipti-hljodritud-0

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 11:24

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að Sjálfstæðismenn segi Geir ekki að þegja Haukur, þeir eru eins meðvirkir og hugsast getur. Ekki græt ég fylgistap þeirra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 11:26

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ásthildur, skoðun mín á atkvæðagreiðsluklúðrinu á Alþingi er ljós og þarfnast ekki upprifjunar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 11:34

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég meinti það alls ekki til þín Axel, ég veit alveg hvað þér fannst um það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2012 kl. 12:08

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 12:45

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2012 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband