En hvað það hlýtur að vera dásamlegt að eiga sér óvini

Það getur varla hvarflað að nokkrum manni í einhverri alvöru, nema þá Birni Bjarnasyni, að herir Norðurlandaþjóðanna geti varið sín lönd til lengdar, væri á þau ráðist.

Í mesta lagi gætu herir þeirra tafið fyrir óhjákvæmilegum ósigri í fáeina daga. Sagan segir t.a.m. að fyrirfram sé ákveðið að skipunin  -Við gefumst upp-  verði fyrsta og eina skipunin sem gefin verði í Danska hernum, verði á landið ráðist.

En svona skýrslur, eins og hér er um fjallað, eru auðvitað gerðar af „sérfræðingum“ hagsmunaaðila og hafa aðeins einn tilgang. Sem sé þann að „hræða“ stjórnmálamenn til frekari fjárfestinga  og framlaga til hermála. Þó efni skýrslnanna og heilbrigð skynsemi segi mönnum að öllu því fé sem varið sé í þessa hálfvitahít sé hrein sóun á fjármunum, þá orga þessir aðilar á meiri pening, meiri pening, pening sem væri betur varið í þarfari hluti.

Og þeir fá sinn pening oftast nær, því stjórnmálamenn eru upp til hópa huglausir eiginhagsmunaseggir sem setja ætíð eigið endurkjör ofar hagsmunum lands og þjóðar.


mbl.is Sænski herinn ófær um að verja Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já maður nær ekki alveg hvað er verið að nudda á þessu.  Það verður USA herinn sem ver öll NATO lönd ef á þau verður ráðist.

itg (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 17:45

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, en hver er óvinurinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2012 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.