Er sambandslaust á efrihæðina?

Það er upplýsingaleki í Vatikaninu og leyndarmálin  flæða út. Það er auðvitað hábölvað fyrir þetta hámusteri sannleikans, ef sannleikurinn um starfsemina spyrst út.

Mikið kapp er því lagt á að finna þann sem ábyrgð ber á lekanum. Það ætti varla að vera flókið að finna þann seka, sé sambandið við þann sem allt veit, eins gott og náið og það er sagt vera.

Eins og það virðist vefjast fyrir þeim að ná sambandi, má ætla að línan sé slitin eða liggi niðri.


mbl.is Vandi skekur Vatíkanið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Maður hefði nú haldið að sambandið þarna við alvitur máttarvöld væru með skárra móti, allavega svona miðað við það sem gerist og gengur annars staðar, og því lítið mál að fá upplýsingar.

hilmar jónsson, 27.5.2012 kl. 20:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já það mætti halda það, en þá er manni sagt að vegir Guðs séu órannsakanlegir og málið dautt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.5.2012 kl. 20:44

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Alveg má þetta vera magnað.

Rúml 2000 ár og ekki heyrist múkk frá Krissa..

hilmar jónsson, 27.5.2012 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.