Þá hefur Þóra sett í gírinn

Þóra Arnórsdóttir hefur hafið sína kosningabaráttu og sett fram sína sýn á embætti forseta Íslands, að forsetinn eigi að starfa innan þess ramma sem stjórnarskráin setur forsetaembættinu.

 Svo er það bara spurningin hvort þjóðin sé því sammála því eða ekki.


mbl.is Sé ekki í samkeppni við þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já nú kemur í ljós á hvaða vitsmunarplani við erum: Gamla Ísland áfram með Ólaf eða skref fram á við með Þóru.

hilmar jónsson, 28.5.2012 kl. 22:53

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Vitsmunaplan?

 Ólafur áfram, nei. Þóra taki við, nei. Ég sé ekki að Þóra hafi neitt umfram Ólaf annað en að vera nýr valkostur í stöðunni, sem fólk, sem vill ekki meira af Ólafi vita hefur flykkst um, af einhverri ástæðu sem ég fæ ekki skilið. Ekki það að forsetinn sé í neinu uppáhaldi hjá mér, langt í frá, eða Þóra, sem þó virkar hin frambærilegasta kona, þ.e. nákvæmlega í þeirri stöðu sem hún sinnir í dag.

Málið er líklega það að kjósendur, af einhverjum ástæðum, grípa allt sem þeir geta til að verða sér úti um eitthvað annað en sitjandi forseta.

Hvar hækkar þetta vitsmunaplan svo, að Þóra verði eitthvað frambærilegri í augum okkar, en gamli skröggurinn á Bessastöðum? Hann hefur þó reynslu í stjórnmálum, og hafði áður en hann varð forseti.

Skref fram á við? Ne-ei.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.5.2012 kl. 02:17

3 Smámynd: Sandy

Nei! Þóra er sá valkostur að gera nákvamlega ekki neitt annað en að hleypa í gegn öllum lögum sem samþykkt eru á þingi sama hversu arfavitlaus þau eru og koma þjóðinni illa, en örfáir þingmenn græði á þeim.

Þóra hefur sjálf sagt að forsetaembættið ætti að vera sameiningartákn, hvernig skildi hún ætla að framkvæma slíka sameiningu í t.d. Evrópumálunum þegar þingið vill en þjóðin ekki, ætlar hún þá að ganga mála þingsins af því að annars telur hún það vera pólitísk afskipti? Við höfum ekkert við svoleiðis forseta að gera. Það er of dýrt fyrir þjóðina að greiða forseta sem ekki er tilbúin að grýpa inn í þjóðmálin sé þess þörf, Þá er eins gott að leggja forsetaembættið niður.

Sandy, 29.5.2012 kl. 06:56

4 identicon

Loka afgreiðsla þingsins á ESB samningi verður að senda hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, Forsetinn þarf ekki að breyta því.

Trausti (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 08:29

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Bergljót, því miður virðist sem reynsla Ólafs í stjórnmálum sé síður en svo að bæta hann í embættinu, frekar öfugt.

Þóra og Ari eru frambærilegust af frambjóðendunum en ljóst er að Ari mun ekki ná Þóru i vinsældum.

Það þarf að binda endi á Pútínismann á Bessastöðum, það er ljóst og Þóra er þar ágætur kostur.

hilmar jónsson, 29.5.2012 kl. 09:44

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Trausti, mér líkar ekki, sem stuðningsmanni forsetans, þegar aðrir stuðningsmenn hans, eins og hún Sandy, grípa til hálfsannleiks eða jafnvel ósanninda honum til "stuðnings". Þar á ég m.a. við þær fullyrðingar að aðrir frambjóðendur en Ólafur muni ekki vísa ESB umsókninni til þjóðarinnar. Það mál kemur ekki,   eins og þú bendir á, inn á borð forseta hver sem hann verður, fyrr en þjóðin hefur sagt sitt álit á því máli. Hvað á forsetinn þá að gera, hafna vilja þjóðarinnar, og hvað vísa málinu aftur til hennar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2012 kl. 09:50

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef við sleppum núverandi forseta, sem allir þekkja, og hann gæfi ekki kost á sér.

Hvað er þá annað í boði? Mér yrði illa brugðið ef fólk almennt flykktist um Þóru þegar önnur miklu hæfari og fallegri kona er í boði.

Kolbrún Hilmars, 29.5.2012 kl. 18:01

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fallegri kona? Hvaða vægi hefur fegurð í embætti forseta? Var Ólafur upphaflega kosinn út á fegurðina og ljósu lokkana?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2012 kl. 18:45

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég sagði "miklu hæfari og fallegri". Þú staðfestir hér með að fegurðin skiptir meira máli en hæfnin.

Kolbrún Hilmars, 29.5.2012 kl. 19:14

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jæja, gerði ég það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2012 kl. 19:34

11 Smámynd: hilmar  jónsson

" Þú staðfestir hér með að fegurðin skiptir meira máli en hæfnin."

Hvaða rugl er þetta eiginlega í þér Kolbrún ?

Viltu síður láta taka mark á þér ?

hilmar jónsson, 29.5.2012 kl. 21:04

12 Smámynd: Mofi

Stjórnarskráin veitir nú forsetanum alveg töluverð völd en Þóra gefur í skyn að hún muni bara láta þingið vaða áfram með hvað sem meirihluti þess vill. Það er að mínu mati miklu meira sameiningartákn fyrir forsetan að beina vafasömum málum frá þinginu til þjóðarinnar.

Mofi, 29.5.2012 kl. 21:28

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Menn eru komnir út í hreina vitleysu með þetta Mofi, fólk er búið að fá synjunarvald forsetans á heilann.

Það er orðið nánast sama hvaða mál eru uppi, stór eða smá, þá væla þessir eða hinir og vænta þess að forsetinn synji og  vísi lögunum til þjóðarinnar. 

Það er útilokað að þessi della hafi verið tilgangur og hugsunin á bakvið ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forsetans.

Ég er þess fullviss að hefðu þeir, sem sömdu stjórnarskránna upphaflega, séð hvaða sirkusleikur er uppi í dag í þessum efnum, hefðu þeir hent þessu ákvæði út.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.5.2012 kl. 22:08

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekki skrýtið þótt fólki sé synjunarvald forsetans ofarlega í huga Axel, eins og Ólafur virðist ætla að nota það í sínum sjálfsdýrkandi hroka og valdaklikkun.

hilmar jónsson, 29.5.2012 kl. 22:53

15 Smámynd: Mofi

Og væla ekki lika sömu aðilar í þinginu?  Af hverju er það della að þjóðin ákveði sjálf í umdeildum mikilvægum málum?

Mofi, 29.5.2012 kl. 22:56

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef það er orðið svo að synjunarvald forseta sé aðalástæðan fyrir því að kjósa hann, eða ekki, jafnvel að bjóða sig fram á mótir honum á þeirri forsendu, finnst mér komið mál að linni. Þá er kominn tími til að ath. gang alþingis og ríkisstjórnarinnar, hversu lengi ráðamenn fá að rugla svo í þessum svokölluðu stjórnmálum að það þurfi heilt embætti forseta til að afrugla hlutina með að setja allt í þjóðaratkvæði. Hvar erum við eiginlega stödd í allri þessari vitfirringu?

Svo langar mig aðeins að bæta því við að fallegur forseti er miklu betri kostur en forljótur, sérstaklega ef hann er líka gáfaður, þó það virðist svo sem ekkert sérstakt atriði í íslenskum stjórnmálum nútímans, þ.e. þetta með gáfurnar.

 Mér sýnist stjórnkænska nútímans aðallega felast í að hlunnfara kjósendur og halda þeim virkilega utan þessa margumtalaða stjórnmálalega gegnsæis, eða gagnsæis, sem ég hélt að þýddi að allir vissu hvað allir væru að gera, allt væri opið og heiðarlegt, púff!

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.5.2012 kl. 23:07

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei Bergljót, málið snýst einfaldlega um það að forsetinn hefur afbakað hugmyndina sem á bak við synnjunarvaldið er er.

Á einhverjum tímapunkti frá því hann settist að Bessastöðum varð hann lostinn Napóleons syndróminu.

Maður sem þannig er komið fyrir er ekki treystandi fyrir neinu valdi, allra síst ef það er eins loðið og synjunarvaldið í raun er.

Eðlilegt að þjóðin leyti til annars sem betur er treystandi þegar þannig er komið.

hilmar jónsson, 29.5.2012 kl. 23:19

18 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Forsetinn hefur að mínu viti alls ekki afbakað hugmyndina. Hann sýndi bara það þor að beita valdinu. Það eru aðrir sem hafa afbakað þetta, bæði þeir sem vilja nota þetta á móti honum og svo, ekki síður, þeir sem glöddust þegar hann gerði það, þó svo þeir væru ekki fylgismenn hans.

Ólafi Ragnari er vel treystandi, það hefur hann margsýnt. Allavega lít ég á hann sem þann mann tengdan stjórnmálum sem einna best er treystandi í dag. Hvað hafa aðrir frambjóðendur sýnt sem segir okkur að þeir eigi traust okkar betur skilið?

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.5.2012 kl. 23:38

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Finnst þér Ólafur vera að sameina þjóðina Bergljót ?

hilmar jónsson, 29.5.2012 kl. 23:41

20 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Nei, ekkert frekar en forverar hans í embættir, en hann er ekki að sundra henni, það er hún að gera sjálf, og hamast við það með því að geta varla verið sammála um nokkurn skapaðan hlut.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.5.2012 kl. 23:49

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Vigdís og Kristján ? Voru þau ekki soldið nær því að sameina heldur en Ólafur ?

hilmar jónsson, 29.5.2012 kl. 23:57

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sagði ekki Mofi að það væri della að þjóðin fengi að greiða atkvæði um stór og umdeild mál, heldur að væntingar þær sem fólk gerir sér  um forsetaembættið og þær skýjaborgir sem það reisir um það, væru della.

Forsetinn hefur synjunarvaldið, lengra heimilar stjórnarskráin honum ekki að fara. Það er t.d. undirskriftasöfnun í gangi á netinu, hvar forsetinn er hvattur til að setja ríkisstjórnina af og s.f.v. Forsetinn hefur ekki vald til þess, slíkt væri valdarán!

Forsetanum hafa orðið á þau mistök (vonandi) að hafa ekki upplýst lýðinn hvar hans takmörk liggja. Ég vona að hann gangi sem fyrst í það verk. Geri hann það ekki, hlýt ég að líta svo á að þessi framsetning sé hans vilji.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2012 kl. 00:11

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekki var nú mikil dómgreind ÓRG þegar hann var útrásarflippi sínu í fleiri fleiri ár. þar er nú barast kristaltært heljarstórt dómi um að manninum tapast alveg gjörsamlega dómgreindin. Og það vantar eiginlega trúverðuga skýringu á því afhverju hann missti svo dómgreindina. því eins og margbent hefur verið á þá hefur maðurinn mikla reynslu pólitískt og sögu því vivíkjandi. þessi dómgreindarbrestur kom ekki almennilega fram eða varð ekki ljós fyrr en skipulega var farið yfir málið eftie 2008 og td. er farið yfir það sérstaklega í skýrslu RNA.

Eg veit það ekki, en manni heyrist soldið á fólki að það ætli að vera að kjósa um þessa nauðaómerkilegu icesaveskuld á hverju ári næstu 100 ár. það eru einhver fuðuleg tök sem þetta atriði í heildarsamhengi hrunsins hefur náð á fólki. að td. bjargaði gjörsamlega ÓRG. Hann stökk á þennan vagn.

En það er svo skrítið núna, að nú er eins og fólk sé hætt að hugsa um að fara með mál í þjóðaratkvæði (nema icesaveskuldina á hverju ári). Núna er eins og fólk vilji segja B og C. Núna á forseti að fara að leggja fram frumvörp og reka og ráða ríkisstjórnir eftir behag. Og ÓRG gefur þessu undir fótinn! Hann hafnaði þessu ekki í viðtali við Pressuna. Hann sagðist aldrei hafa velt fyrir sér þessum þessum möguleika í stjórnarskránni!

Já, maðurinn er bara búinn að vera 16 ár forseti og hann er ekki alveg viss hvort hann geti lagt fram lagafrumvörp og rkið og ráðið ríkisstjórnir.

Í venjulegum löndum væri þetta ekki liðið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2012 kl. 00:32

24 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hilmar minn kæri.

 Var eitthvað sérstakt að sameina? Þau voru bæði mjög gáfaðir og frambærilegir fulltrúar landins á alþjóðavettvangi, en að þau væru að sameina eitthvað heima fyrir get ég ekki séð, var þó komin til vits og ára meðan þau voru í embætti. Bæði voru þau líka fölskvalausir föðurlandsástvinir, eins og ég álít núverandi forseta vera, þó hann brölti meira og sýni okkur oftar og oftar hversu hægt er að toga og teygja mörk embættissins.

Svo er líka alltaf sá valkostur fyrir hendi að leggja embættið niður. Yrðum við eitthvað verr sett þó svo þetta svokallaða sameiningartákn hyrfi. Íslendingar eru bara einfaldlega þannig geðir að það eina sem fær þá til að sameinast og standa þétt saman eru hamfarir og sórslys, af hvaða toga sem er, og þar gera einhver orð forseta litið. Þjóðarsálin sér um það sjálf, allavega er það mín upplifun.

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.5.2012 kl. 00:55

25 Smámynd: hilmar  jónsson

Hef líka lengi verið á því að heppilegast væri að leggja embættið niður.

Sú skoðun hefur ekki dvínað með veru Ólafs.

Ólafur hefur eyðilagt embættið, þannig að best væri að loka sjoppunni og færa þau hlutverk sem forseta tilheyra til ráðuneyta.

Og með það er ég farinn í ból..

Góða nótt.

hilmar jónsson, 30.5.2012 kl. 01:06

26 identicon

Tek undir með Bergljótu. Svo langar mig að benda Hilmari á eitt varðandi 

Napoleóns syndrómið. Hann kom af almúgafólki og varð vinsæll vegna

þess að hann setti þjóðina í forgang en ekki valda og fjármálastéttir.

Ein sú besta stjórnarskrá í Evrópu og talin vera fyrir almenning, er í

Luxembourg. Samin af hverjum...???  Napoleon.

Eftir öll þessi ár, er ennþá í dag haldið í hugmyndafræði sem hann setti

fram á sínum tíma og hafði hag alþýðunar í fyrirrúmi.

Mörgum þætti það sómi, að eftir sinn dag og hundruð árum seinna,

væri ennþá tekið mark á því sem sett var á blað þá.

Eflaust fer það fyrir brjóstið á vinstri sinnum, að sitjandi forseti skuli leyfa 

sér, að leyfa almenning í landinu að fá að kjósa um mál, þegar þúsundir

manna biðja forseta um slíkt, þegar þingheim er ekki treystandi.

Er það ekki bara mjög gott lýðræði að þjóðinn fái að egja sitt..??

Svo þetta sem er hamrað á í dag, "SAMEININGARTÁKN"

Síðan hvenær hefur forstaembæittið verið eitthvert

"SAMEININGARTÁKN"..??

Eitt það ólýðræðislegsasta kosningarembætti sem til er á Íslandi.

Vigdís var kosin með rúm 33% atkvæða og Ólafur svipað.

Hvað með hin tæp 70% sem ekki kusu þau...??????

Bara hvernig forseti er kosinn og á vægi atkvæða, gerir þetta embætti

mjög ólýðræðislegt og alls ekki "SAMEININGARTÁKN" þegar 70% af

þjóðinni kýs hann ekki.

Þeesu þarf að breyta, td. með forkosningu og svo efstu 2 í úrslit.

Svo er aleg á hreinu, að ef einhvern tímann hafa verið puntudúkkur á

Bessastöðum, þá voru það svo sannarlega Kristján og Vigdís og við

höfum ekki tíma og efni á annarri.

Ég vill hafa forseta sem hefur kjark og þor til að standa með sinni þjóð

og í dag er það bara Ólafur sem hefur sýnt það og sannað.

Ekki einu sinni alþingismanns druslur höfðu það í sér.

Vinstri sinnum, lýður illa að hann skyldi virða lýðræðið og leyfa þjóðinni

að hafa eitthvað um málefni að segja.

Þegar það er gert, kallast það hjá þeim að sundra þjóð og ekki sameina.

Flestir sjá allt annað.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 08:30

27 Smámynd: Mofi

Ég myndi frekar segja að Ólafur bjargaði embættinu. Í staðinn fyrir að forsetinn sé upp á punt þá getur hann verið sameiningatákn fyrir þjóðina, sá sem leyfir henni að ráða ef að þingið hefur villst af leið.

Mofi, 30.5.2012 kl. 08:42

28 identicon

Hef verið að fylgjast með ferð þýska forsetans, Joachim Gauck og sambýliskonu hans, Daniela Schadt, til Ísrael. Þjóðverjar mega vera stoltir af þessum fulltrúa sínum. Gauck var valinn í embættið, eftir að Christian Wulff var hent út úr Schloss Bellevue, vegna daðurs síns við þýska auðkýfinga. Þó tittlingaskítur miðað við daður Óla við útrásar glæpónana.

Joachim Gauck er stórvel menntaður, hógvær og heill maður. Daniela er mjög myndarleg kona, vel menntuð og alvöru manneskja. Þegar manni verður svo hugsað til okkar forseta, þessa ósvífna lýðskrumara og tækifærissinna, með lítt menntaða snobb dúkku, sem safnar demöntum, við hlið sér, liggur við að maður skammist sín fyrir það að vera Íslendingur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 09:50

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"...getur hann verið sameiningartákn fyrir þjóðina,....."

Mofi, getur já, en ég myndi ekki treysta mér til að fullyrða að Ólafur sé eitthvert sameiningartákn (hvað sem það orð merkir) fyrir þjóðina. Eða verði það úr þessu.

Ég hlakka til að sjá framan í íhaldið og framsókn, komist þau til valda í næstu kosningum, þegar herra Ólafur Ragnar heldur áfram í sinni stjórnarandstöðu og beitir synjunarvaldinu sem aldrei fyrr, þegar þessir flokkar fara að útdeila sínu réttlæti yfir land og lýð!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2012 kl. 09:51

30 Smámynd: Mofi

Ekki beint að forsetinn sem persóna verði sameiningartákn heldur að hann sameini hana með því að beina til hennar mikilvægum málum. Er ekki gott að hugsa til þess að ef það koma til valda flokkar með einhverja hræðilega stefna sem þjóðin er á móti að þá er einhver sem var kosinn persónulega beint af þjóðinni til að vera fulltrúi hennar sem getur stöðvað ríkisstjórn sem ætlar að valta yfir allt og alla?

Mofi, 30.5.2012 kl. 12:00

31 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Telur þú í alvöru Mofi, að þau mál sem forsetinn synjaði og vísaði til þjóðarinnar hafi sameinað þjóðina? Ég tek það fram að ég var sammála synjun forsetans í öllum tilfellum.

Það var einmitt þannig sem synjunarvaldið var hugsað, sem öryggisventill, ekki sem pólitískt verkfæri eins og sumir virðast telja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2012 kl. 12:30

32 Smámynd: Mofi

Það er að vísu góð spurning Axel, að minnsta kosti í því tilfelli er þjóðin saman í því að taka ákvörðun og meirihlutinn í því máli að minnsta kosti stendur saman. En já, hvort það auki sameiningu þjóðarinnar er kannski ekki málið en kannski er líka allt annað sem sameinar þjóðina eins og staðsetning, saga, tungumálið og sameiginlegir hagsmunir og þar sem forsetaembættið hefur aldrei í raun og veru sameinað þjóðina þá er betra að hugsa embættið sem fulltrúa þjóðarinnar og öryggisventil.

Mofi, 30.5.2012 kl. 12:44

33 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg man nú bara að vísu eftir Kristjáni og Vigdísi sem forsetum og talandi um ,,sameina þjóðina" - að þá svona eftir á að hugsa, þá var þetta embætti líklega það eina sem sameinaði þjóðina. Eða með öðrum orðu, þetta æðsta embætti landsins - fólk gat sameinast um það og samsamað sig því einhvernveginn.

þetta sést miklu betur núna eftir á. þegar búið er að rústa embættinu.

Að mínu mati voru allar synjanir ÓRG rangar og vanhugsaðar. Að mínu mati. En það náttúrulega gerir það að verkum að eg er ekki hluti af ,,þjóðinni", býst eg við.

Í fyrsta skipti sem hann gerði þetta að þá leyst mér einmitt ekki á fordæmið. Eg sá að þetta gæti orðið til vandræða. þá kom líka þessi ,,málskotsréttur til þjóðarinnar" út eins og forsetinn hefði synjunarvald. Því þáv. ríkisstjórn lét þar við sitja og hætti við lögin.

Varðandi skuldarmálið, þá leit ég á það þannig, að það væri aðeins einn hluti af skaðakostnaði við sjallahrunið og afleiðing gróðærisins og þetta ákveðna efni sem málið snerist um, að það væri þess eðlis að það væri siðferðislega rétt að gæta jafnræðis því viðvíkjandi og það ætti að semja um þetta atriði eins og var gert. Mér fnnst bara ákveðið siðferðilegt prinsippatriði.

Nú, ofantalið gerir það að verkum að eg get eigi talsist hluti af ,,þjóðinni" og samstöðu hennar gegn ,,erlendu valdi" og veit ekki hvað og hvað. Eg get nánast sagt eins og Kristján Fjallaskáld: Nú er horfið Norðurland - nú á eg hvergi heima.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2012 kl. 13:23

34 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þóra er ekki hún sjálf í þessu öllu. Það ætti fólki að vera ljóst, sem fylgst hefur með henni sem persónu.

Það er fjölmiðla-stjórnmálaelítan sem er að stilla henni upp, og það er ekki það sem hún eða Ísland þarf.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.5.2012 kl. 22:28

35 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvernig er hægt að rústa einhverju sem ekkert er og hefur aldrei verið neitt annað en einhverskonar skrautfjöður? Í hvers hatti veit ég varla.

Bergljót Gunnarsdóttir, 31.5.2012 kl. 00:03

36 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gaman að sjá að ÓRG er svona vinsæll og dáður hér, enda eru miklar líkur á að hann sitji áfram, sitt fimmta kjörtímabil!

Ég ætla að kjósa Þóru, hún hefur greinilega margt til brunns að bera og verður ekki síðri forseti að mínu mati.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.5.2012 kl. 08:50

37 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Haukur, þú segir að það liggji við að þú skammist þín fyrir að vera Íslendingur útaf forseta okkar og hans ágætu konu. Það liggur við að ég skammist mín fyrir þig, sem Íslending, vegna þessara orða í garð forsetahjónanna. Hvað er þetta eiginlega, öfund, snobb, eða bara almennur dónaskapur að fá útrás?

Bergljót Gunnarsdóttir, 31.5.2012 kl. 21:07

38 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

smá leiðr. "liggi við" á það að vera.

Bergljót Gunnarsdóttir, 31.5.2012 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.