LÍÚ lygur og Sjómannasamband Íslands þegir þunnu hljóði

Því hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra LÍÚ og núna af SA (Samtökum atvinnulífsins) að þessi vikulanga verkbanns aðgerð LÍÚ sé ekki brot á 17. gr.  laga um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem útgerðirnar borgi mönnum laun þessa viku!

Þetta er hrein lygi, í besta falli hálfsannleikur. Af hverju er þetta verkbann LÍÚ aðeins vika en ekki t.d. hálfur mánuður? Skýringin er einföld, í landlegum eru sjómenn launalausir í 7 daga eftir að hafnarfríi líkur. Þá fyrst hefjast launagreiðslur útgerðanna gegn vinnuframlagi áhafna.

Í kjarasamningi LÍÚ og Sjómannasambandsins segir m.a. í lið 5.13. um launatímabil á togurum, svo dæmi sé tekið:

.

Að loknu hafnarfríi mega líða 7 dagar án sérstakrar kaupgreiðslu og án vinnuskyldu. Að þeim tíma liðnum skal greiða kauptryggingu, enda sinni skipverjar samkvæmt beiðni 8 tíma vinnuskyldu á dagvið skipið innanborðs og búnað þess. 

 

Útgerðamenn borga því engin laun þessa viku.  Góðir!

Af hverju þegir Sjómannasamband Íslands yfir þessum rangfærslum? Stendur Sjómannasambandið með útgerðamönnum í þessari svívirðu, sömu mönnunum og hafa komið sér hjá því að ganga frá lausum samningum við SSÍ árum saman?

   


mbl.is SA andmæla túlkun ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er hálfsannleikur hjá þér. þetta er ekki verkbann. það er ekkert sem bannar mönnum að halda skipunum frá  veiðum.  þetta er t.d.  kærkomið frí og hentar mér bara ágætlega.  Þetta er ekkert öðruvísi en að  flest skip eru stopp milli jóla og nýárs.

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 19:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þarna er smá misskilningur á ferðinni hjá þér Samúel. Ef einhver útgerðin hefði ákveðið að halda skipi sínu í höfn í viku horfði málið allt öðru vísi við. 

En þarna boðuðu landssamtök útgerðamanna LÍÚ til sameiginlegra aðgerða sinna aðildarfélaga, rétt eins og Sjómannasambandið hefði gert slíkt hið sama, þá horfir málið allt öðruvísi við.

Þessar aðgerðir LÍÚ eru til sess að þvinga stjórnvöld til breytinga á sinni áætlun, sem er ólöglegt samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.

Ég geri fastlega ráð fyrir að LÍÚ hefði ýmislegt að athuga við samskonar aðgerðir sjómanna sem boðaðar væru með sólarhrings fyrirvara, heldurðu það ekki Samúel?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2012 kl. 19:51

3 identicon

Mér finnst þú vera að bera saman appelsínur og banana. væri ólöglegt ef leigubílsstjórar tækju sér viku frí. Sé ekkert athugavert eða ólöglegt við að útgerðamenn stoppi skip sín. Auk þess sem forystumenn beggja ríkisstjórnarflokkanna ásamt fleyrum hafa sagt að það sé heilagur réttur fólks að mótmæla.

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband