Auglýsingar dulbúnar sem fréttir

Auglýsing WOW air á Smartlandi Mörtu Maríu á Mogganum, er sem stendur mest lesna "fréttin" á Mbl.is. 

Á Smartlandinu er allt auglýst og fært í búning frétta, frá megrandi blöndurum upp í flugfélög , sé það nægjanlega hallærislegt.  

  


mbl.is Þessir voru í jómfrúferð Wow air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög oft er það mannskemmandi þetta sem kallast smartland.. afar oft dulbúnar auglýsingar eða púra heimska matreidd sem eitthvað vitrænt...

DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 13:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú orðar þetta vel DoctorE.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2012 kl. 14:23

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Smartland er lágkúran tær.

hilmar jónsson, 5.6.2012 kl. 14:55

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Undarlegt landið það!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2012 kl. 15:14

5 identicon

Þetta er nú reyndar ekkI mest lesið undir "fréttir" á mbl.is sem er ekki bara fréttavefur. Þetta er mest lesið undir flipanum "Allt" sem er á þessum vef þannig að það er greinilega einhver forvitinn að sjá hverjir voru í jómfrúarferðinni þó þið fýlupúkarnir séu það ekki ;) Það er alltaf hægt að fletta í næsta flipa sem er um innlendar fréttir og sleppa því að pirra sig á þessu nú eða vera bara áskrifandi að mogganum og fletta framhjá auglýsingunum þar.

Njótið dagsins :)

Gretar (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 15:17

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við njótum dagsins eftir megni, ekki spurning.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2012 kl. 15:42

7 identicon

Svo er alltaf reynt að slá ryki í augun á fólki og látið líta út sem flugfélagið sé íslenskt. Þegar um er að ræða austantjalds félag, Litháen nánar tiltekið. Söluskrifstofan, þ.e. vefsíða og nokkur skrifborð það eina sem er íslenskt. Flugrekstrarleyfið og þar með "flugfélagið" er Lettneskt og þangað þurfa farþegar, eða aðstandendur þeirra, að sækja rétt sinn ef í harðbakkann slær...

Nonni Hall (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 17:19

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ þetta er bara hallæri út í gegn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2012 kl. 19:38

9 identicon

Í þessari umfjöllun er WOW air nefnt sem flugfélag. Það er ekki rétt. WOW air er ekki með flugrekstrarleyfi og getur því ekki kallast flugfélag. Flugfélagið sem starfrækir Airbus vélarnar heitir Avion Express og er skráð í Lettlandi. Neytendur þurfa því að snúa sér til flugmálastjórnar Lettlands til að sækja rétt sinn. WOW air er ekki með ferðaskrifstofuleyfi og getur því ekki heldur kallast ferðaskrifstofa.

Ingvar Tryggvason (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 09:05

10 identicon

Mér fannst best að hann Einar Örn borgarfulltrúi þáði "boð"/mútur .. en segist ekki vera borgarfulltrúi þegar mútugreiðslur beinast að honum.. þá er hann bara Einar Örn í sexta sæti

DoctorE (IP-tala skráð) 6.6.2012 kl. 11:03

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einar Örn er sagður hafa þegið boðsferð, samt sagðist hann hafa borgað sætin sín sjálfur. Af hverju er það kallað boðsferð, kannski dæmi um arfaslaka fréttamennsku?

Theódór Norðkvist, 6.6.2012 kl. 11:11

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingvar og Nonni, það hefur alltaf legið fyrir að WOW og Iceland Express væru ekki íslensk flugfélög. En að WOW hafi ekki einu sinni ferðaskrifstofuleyfi kemur mér á óvart. Á hvaða grundvelli starfar þá það félag?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2012 kl. 15:08

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einar Örn segist hafa greitt fyrir þessa "boðsferð" sjálfur. En fréttir af svona málum eru vandmeðfarnar.

Eru aðilar eins og Einar Örn sjálkrafa sviptir öllu einkalífi og sínu frelsi sem slíkir? Mega þeir ekki nýta sér afsláttartilboð af neinu tægi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2012 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.