Þingflokksformaður LÍÚ

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingsflokksformaður LÍÚ reif sig niður í klof í þinginu í fyrr dag og upp aftur, yfir þeirri ósvífni að þingmenn þyrftu að sitja þingfundi og væru þannig hindraðir í því að sinna mun mikilvægari málum, t.a.m.  hanastélspartí austur á landi til að lepja þar froðuvín og hlusta á lofræður um þeirra eigin háborinnheit.

Ragnheiður Elín sagði ennfremur að LÍÚ flokkurinn  muni ekki  semja „hagsmuni þjóðarinnar“ út af borðinu til að fá þinglok. En verði hinsvegar gengið að kröfum LÍÚ varðandi fiskveiðistjórnunarfrumvörpin, þá sé hagsmunum þjóðarinnar vel fórnandi fyrir þinglok.


mbl.is Þjóðarhagsmunum ekki fórnað fyrir þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Var að horfa á þingið í gærnótt og drottinn minn hvað þessi hagsmunaklíkuflokkur er týndur.

Örvæningin er gríðarleg, því það er að renna upp fyrir Sjálfstæðis og Framsóknarliðinu að þjóðin er að átta sig og það er nú eða aldrei að koma sér aftur inn í valdastólana og endurstilla valdastrengina með öllum þeim hörmungum sem það mun hafa í för með sér fyrir almenning.

hilmar jónsson, 9.6.2012 kl. 16:06

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Í það fyrsta þá er lágmark að þið segið satt og rétt frá og í þessari frétt kemur það hvergi fram að það verði að fara eftir kröfum LÍÚ, heldur segir Ragnheiður Elín að ef það verði tekið tillit til þeirra fjölda athugasemda sem fiskveiðistjórnunarfrumvörpin hafa fengið þá sé möguleiki á að það sé hægt að semja um þinglok...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.6.2012 kl. 16:35

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var svona að leika mér að skoða google og mér hafa ekki oðrið á misstök þá á eða vinnur maður Ragnheiðar Elíinar hjá fyrirtæki sem heitir Seaproducts og flytur út fiskIceland ltd og vann áður sem yfirmaður saltfisksölu SÍF.  . Það er einmitt svona sem ég held að þingmenn séu að móta skoðanir sínar þ.e. út frá þröngum hagsmunum

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.6.2012 kl. 19:18

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hilmar, vonandi er sú stund upp að renna að þjóðin átti sig á þessu sérhagsmunagæslu liði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2012 kl. 19:27

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingibjörg, hverjir eru ötulegastir í þeirri álitsgjöf, beint og óbeint?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2012 kl. 19:30

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Magnús, það er furðulegt að augljós hagsmunatengsl skuli ekki varpa nokkrum vafa á hæfi þingmanna til að fjalla um mál sér og sínum skyld. Sveitarstjórnum hafa verið settar reglur sem eiga að útiloka slíkt, en ekki Alþingi.

En hvað sem skyldleika líður hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins alla tíð  verið grímulaust hagsmunagæslulið fyrir vissar valdalíkur í landinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2012 kl. 19:39

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þið eruð miklir herramenn hér á þessari síðu.    

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2012 kl. 22:11

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Velkominn í hópinn Herr. Hraundal.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.6.2012 kl. 22:14

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir herra Hallgrímsson.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2012 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband