Villandi fréttaflutningur

Ég tel það vera afar villandi ef ekki beinlínis hreina rangfærslu að fullyrða að samheitalyf séu gölluð vara eins og gert er í þessari frétt.

Samheitalyf hafa nákvæmlega sömu virkni og frumlyfin, aðeins framleiðandinn og nafnið er annað og svo auðvitað verðið.

Fái flogaveiki sjúklingar tíðari köst og finni fyrir aukaverkunum vegna notkunar samheitalyfja er líklegast að ástæðan sé frekar huglæg, vegna fyrirfram ákveðinnar neikvæðni í garð lyfsins en að eitthvað sé að lyfinu sem slíku.

Ég nota töluvert af lyfjum, tek alltaf samheitalyf, þegar kostur er á því. Ég hef aldrei orðið var einhverja aukaverkana eða annarra vandræða þeim samfara.

  
mbl.is Samheitalyfin geta valdið flogaköstum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Axel.

Ég hef aldrei skilið orðið "samheitalyf". Heitið er ekki það sama, nema þá átt sé við samheiti á virku efnunum í lyfinu, sem gætu verið nákvæmlega þau sömu. "Jafngildislyf" væri e.t.v. réttara nafn?

Ágúst H Bjarnason, 27.6.2012 kl. 13:53

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef reynt að taka samheitalyf en ekki getað gert það í öllum tilvikum, stundum eru þau ekki alveg eins og það er ekki ímyndun í mér, þannig að þetta er ekki röng fullyrðing að mínu mati.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.6.2012 kl. 14:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála skilgreiningu þinni Ágúst um nafngiftina. Tillaga þín er prýðileg og mun betri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.6.2012 kl. 14:45

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get auðvitað ekki dæmt um þín tilvik Ásdís, en þegar ég hef spurt lækna um þetta hafa svörin ætíð verið á sama veg, þetta væri sama tóbakið.

Það eru þekkt dæmi úr lyfjarannsóknum að fólk sem látið er taka lyfleysur getur átt það til að "finna", samt sem áður, alskonar áhrif af lyfleysunni, jafnvel þau áhrif sem lyfinu, sem  það heldur að það sé að taka, er ætlað að hafa.

Sem sagt hughrif.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.6.2012 kl. 14:53

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Axel það er langt í frá að svokölluð samheitalyf hafi alltaf fulla virkni á við frumlyfin. Þetta hef ég margrekið mig á og þurft að sækja um upphaflega lyfið hjá Tryggingastofnun. Þau eru að vísu langtum dýrari, en því miður er enginn sparnaður í að taka gagnslaus lyf.

Skal tekið fram að ég hef alltaf prófað samheitalyfin hafi mér verið bent á þau, stundum virka þau jafn vel, en stundum alls ekki - því miður.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.6.2012 kl. 21:57

6 identicon

Sæll Axel

Ég er sjálfur með flogaveiki og kippti mér ekkert svo upp við þetta þegar ég frétti af þessum áformum ríkisstjórnarinnar í byrjun árs. Ég ræddi þetta við minn heila- og taugalækni og hann sagði mér að í flestum tilfellum eru samheitalyf ekkert síðri (flestum ekki öllum).

En erlendar rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum sem gert hafa þessar breytingar á lyfjum sem taka á flogaveiki hafa ekki gefið góða raun og niðurstaðan í alltof mörgum tilfellum orðið eins og lýst er í fréttinni.

Eins og er þá er ég að klára minnskammt af "orginal" lyfjunum og hef miklar áhyggjur af þessarri breytingu. Vegna þess að síðast þegar ég þurfti að breyta um lyf tók það mig 8 mánuði og ég var fárveikur í góða 3 mánuði vegna þessa þessara breytinga. 

kv. Svavar Örn

Svavar Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 08:17

7 identicon

Axel ég er með Flogaveiki og tók eitt af þessum Samheitalyfjum það er með nákvæmlega sömu virkni en bindiefnin sem halda þeim saman eru ekki þau sömu og það gerði það að verkum að flogin sem ég fékk á 6-7 vikna fresti jukust einu sinni í viku... þetta á við um Keppra en samheitalyfin dugðu ekki fyrir mig eins og 60% þeirra sem hafa notað þau víðsvegar um heimin.. þetta er tilraun sem virkar fyrir marga en ekki alla en virkar alls ekki á flogaveika við minnstu breytingu á lyfjum getur sá flogaveiki ekki þolað þá breytingu þó að lyfið sé 95% líkt og það sem hann á að fá

http://www.lundylaw.com/generic-anticonvulsants.php    á ensku

Nú það er tekið fram að einstaklingar sem nota þessa nýju almenna gæti misst akstur forréttindi vegna þess það getur Upphaf fleiri flog, mun það einnig dregið þá frá vinnu eða skóla með tímanum tapast. Það hafa verið tilfelli ætlað af meiðslum frá lyfsins. Bent var á að minnsta kosti 59% sjúklinga á þessu lyfi var meira endurteknar krampa. Fjörutíu níu prósent huga var þyngri aukaverkanir eins og uppköst og slappleiki.

Jóhannes Birgir Guðvarðarson (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 14:52

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég þakka athyglisverð og fróðleg innlegg. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.6.2012 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband