Hversu langt á listasnobbið að ganga?
27.7.2012 | 14:47
Helstu rökin fyrir verndun lands fyrir framkvæmdum er nytsemi landsins til annarra nota eða hreinlega fegurð þess. En nú ber nýtt við, íbúar í Garðabæ vilja ekki vegagerð í gegnum úfið apalhraun, ekki vegna fegurðar þess eða annarrar nytsemi fyrir íbúa bæjarins heldur vegna þess að Kjarval mun hafa sett þar upp trönur fyrir margt löngu og fest á striga einhverjar hraunmyndir.
Aldrei hefur það gerst áður að krafist sé friðunar á landi af því það hafi verið fest á striga, málað, af einhverjum.
Nú gengur fámennur hópur manns berserksgang í Garðabæ gegn spjöllum á þessu listræna hrauni og þar fara auðvitað fremstir þeir sem lengst hafa byggt út í hraunið og spillt því, fullir vandlætingar, þeir sömu og sáu ekkert óeðlilegt við eigin byggingarframkvæmdir inn í þetta sama hraun.
Þeir hafa fengið í lið með sér listfræðinga til að hindra áætlaða vegagerð í gegnum ógreiðfært hraunið því þeir finna ekki haldbærari ástæðu til varnar hrauninu en að Kjarval hafi málað þar einhverjar myndir.
Það er broslegt að í fréttum sjónvarps í gær voru sýndir málningarblettir og haugar af rusli í gjótum í hrauninu dýrmæta og sagt vera Kjarvals. Farið var nánast trúarlegum orðum um þetta rusl sem Kjarval á að hafa skilið eftir þarna og gert svæðið nánast heilagt. Ruslið fyllti heilu gjóturnar og menn slefuðu og kurruðu af ánægju þegar þeir grömsuðu í því.
En ef í ljós kæmi að ruslið væri ekki Kjarvals, heldur mitt og þitt, er hætt við að þessir umhverfisfrömuðir snéru skjótt við blaðinu og töluðu um umhverfisspjöll og sóðaskap og hættu að slefa á innsoginu.
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 14:53 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara fyrisláttur hjá þessu fólki.. Nei nei.. sjáið, terpentínuflöskur FRIÐUN FRIÐUN hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.