Litli ríkisendurskoðandinn!

Kastljós var með frábæra umfjöllun um mál sem virðist hafa alla burði til að vera hneykslismál af stærri sortinni.  Ríkisendurskoðun virðist, ef rétt reynist, þjóna tveimur herrum.

Það eina sem ríkisendurskoðandi lét hafa eftir sér um þetta mál var að auðvitað væri þetta allt forvera hans að kenna. Svo harmaði hann auðvitað, ekki slóðaskap og vanrækslu Ríkisendurskoðunar, heldur að upp um „glæpinn“ hafi komist.

Nú verður allt kapp lagt á hjá þeim sem eiga sitt undir í þessu máli að gera litla ríkiendurskoðandann, sem lak málinu í Kastljósið, að skúrki málsins. Sóun milljarða af almannafé verður gert að algeru aukaatriði.


mbl.is Trúnaðarskjali lekið til Kastljóss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta er svakalegt og maður er gjörsamlega gáttaður. Þvílíkt andsk.......

hilmar jónsson, 25.9.2012 kl. 00:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að þetta hafi verið svipurinn á þjóðinni meðan hún horfði á Kastljósið í kvöld.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2012 kl. 01:08

3 identicon

Ef þetta er allt satt og rétt, hver vill láta Advania vinna fyrir sig.. og Ríkisendurskoðun áts, þvílíkt skrípabattery

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 07:44

4 Smámynd: corvus corax

Það er morgunljóst að þarna hefur verið stundaður umfangsmikill þjófnaður á peningum okkar skattgreiðenda. En það virðist ekki vera aðalmálið hjá glæpahyskinu, heldur virðist það vera alvarlegast að þjóðin fékk að vita um glæpinn! Nú fer af stað mikil rannsóknarvinna til að koma lögum yfir þá sem láku skýrslunni en þjófarnir fá að vera í friði og enginn segir af sér!

corvus corax, 25.9.2012 kl. 07:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLott mynd já ætli ég hafi ekki litið svona út í gær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2012 kl. 08:52

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekki laust við að manni hafi brugðið við þennan þátt en með þessa Ríkisstjórn við stjórnvöll þá kemur þetta svo sem ekki á óvart þar sem hún er svo upptekinn af því að koma Þjóðinni undir hendur ESB að augun hennar sjá ekki annað eða vilja ekki sjá annað...

Advania er það ekki Landsbankans í dag...

Það þarf að upplýsa þetta hratt og fljótt og ef satt reynist þá verður þessi Ríkisstjórn að koma sér frá tafarlaust...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.9.2012 kl. 08:54

7 identicon

Þú getur nú ekki bendlað ríkisstjórnina við þetta Ingibjörg, Haarde skrifaði undir þennan samning við Skyrr sem gat ekki sýnt keyranlega lausn, Nýherji var með keyranlega lausn sem samkvæmt frétt var líka með fleiri fídusum.
Hvers vegna var þeirri lausn hafnað, sem þó þótti mun vænlegri en ókeyranleg lausn Skyrr... Mér finnst líklegt að þarna hafi hönd spillingarinnar seilst í pennannn og skrifað undir þá lausn sem hans klíka bauð... annað getur það varla verið.
Muna líka Ingibjörg að það var maður innan ríkisstjórnarinnar núverandi sem kallaði eftir þessari skýrslu sem gengur svo illa að fá..
Þetta mál þarf að skoða algerlega frá byrjun.. kafa ofan í þetta allt og gera menn ábyrga

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 08:59

8 identicon

Samningurinn sem Geir gerir var ekki al-slæmur - heldur er það samningsaðilinn sem rukkar fyrir eitthvað sem ekki var afhent, það er endurskoðun og advania sem eiga hér alla sök.

Baldur (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 16:37

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta byrjar auðvitað á því að í upphafi er keypt ónothæf vara Baldur. Það verður ekki horft framhjá því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2012 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband