Er Framsókn að klofna í frumeindir fyrir hugleysi formannsins?

Hugleysi formanns Framsóknarflokksins að hlaupast undan ábyrgð og flýja frá kjördæmi sínu í Reykjavík og ætla með frekju að troða sér í öruggt sæti í Norðausturkjördæmi og ryðja þeim frá sem hafa með vinnu og elju skapað sér þar sess, veldur vaxandi titringi í flokknum.

Þessi blauða tilraun formannsins að tryggja framtíð eigin þjóhnappa á þingi, á kostnað samherja, er til þess eins fallin að kljúfa Framsóknarflokkinn og hefur í raun þegar gert það.

Spurningin er aðeins hve alvarlegur klofningurinn verður, hvort flokksbrotin muni sjáist með einföldu stækkunargleri eða hvort til þess þurfi smásjá eða öflugri tæki.


mbl.is Telur framboðið vera dómgreindarbrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alveg ótrúlegt ð maðurinn hafi gert þetta. Eða hans ráðgjafar. Æða þarna í framboð í fyrsta sæti - og kanna ekki hug heimamanna eða ef hundsa heimamenn.

Hann er búinn að koma sér í klandur núna. Eg hef enga trú á að hann nái fyrsta sæti í prófkjöri fyrir Norðan. Þá er tvennt til. Sætt sig við 2. eða 3. sætið í Norðausturkjördæmi. það er varla mögulegt fyrir formann framsóknarflokksins. En þó veit maður ekki. Kannski verður sæst á að hann taki ,,baráttusæti" í Norðausturkjördæmi og flokkurinn vinni þar stórsigur.

(Baráttusæti framsóknar fyrir Norðaustan er sennilega 3.sætið. þeir eiga 2 menn í áskrift hjá kjósendum. Annars heyrði ég formann framsóknar tala um að stefnt væri á 4 menn í Norðaustur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2012 kl. 18:25

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Æða þarna í framboð í fyrsta sæti - og kanna ekki hug heimamanna eða ef hann hefur kannað jarðveginn þá ákveður hann og hans ráðgjafar að hundsa heimamenn."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2012 kl. 18:26

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigmundur hefur slæma ráðgjafa eða öllu heldur stjórnendur. Það eru menn sem líta á Framsóknarflokkinn sem sín persónulegu hagsmunagæslusamtök. Þar ber fremstan og fyrstan að telja sjálftökupabbann í Kögun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.10.2012 kl. 19:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála ykkur þarna gerði Framsókn í brækurnar, eini flokkurinn sem ef til vill var að koma sér upp úr hruninu með nýju fólki.  Þá gerist þetta.  Og svo getur hann ekki hætt við, því þá þarf hann annað hvort að skáka Frosta eða Vigdísi, hvorugt er góður kostur.  Er þetta ekki kallað heimaskítsmát?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2012 kl. 21:06

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Af hverju þarf flutningur Sigmundar út á land að vera svona lélegt pólitíst? Framsókn hefur lítið sem ekkert haft upp úr Reykjavík í gegnum tíðina og á sama tíma tapað niður fylgi út á landi sem ég held að hann ætli að vinna upp aftur. Þarna er Formaður Framsóknar(að mínu mati) að gefa í skin að Framsókn ætli sér aftur að vera flokkur landsins eftir sneipuferð suður

Brynjar Þór Guðmundsson, 2.10.2012 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband