Á laugardaginn mætast í kjörklefanum alþýðan og sérhagsmunapakkið

Við lýðveldisstofnunina 1944 var núverandi stjórnarskrá, sem í grunninn er sú danska frá 1849 bætt og stagbætt á bót ofan, samþykkt sem stjórnarskrá lýðveldisins. Allir vissu þá og gengu út frá því að sú ráðstöfun væri  aðeins til bráðabirgða.

Um það voru allir sammála, líka Sjálfstæðismenn, að nýja og ferska stjórnarskrá yrði að setja hinu nýja lýðveldi.  Alþingi áformaði með skipun stjórnaskrárnefndar að endurskoðun stjórnarskrárinnar gengi hratt og vel fyrir sig henni og yrði lokið á bleyjudögum lýðveldisins.

Lýðveldið er núna komið á eftirlaunaaldurinn en enn bólar ekkert á nýrri stjórnarskrá frá Alþingi. Nákvæmlega enginn árangur er af mannsaldurs langri vinnu stjórnarskrárnefndar Alþingis. Ástæða þess er öllum ljós – áratugalöng eiginhagsmunagæsla stjórnmálaflokkanna. Þessi leið hlýtur því að teljast fullreynd að loknum 68 ára fæðingahríðum, án afkvæmis.

Með boðun þjóðfundarins og skipun stjórnlagaráðs var þessi 68 ára pattstaða rofin, þrátt fyrir harða andstöðu allra sérhagsmunasamtaka landsins. Úr vinnu þjóðfundarins og stjórnlagaráðs hefur sprottið frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Um það má eflaust deila hvort frumvarpið sé fullkomið, frekar en annarra mannanna verk, en mjór er mikils vísir og alltaf má laga og bæta.

Sjálfstæðisflokkurinn berst auðvitað gegn þessum breytingum á stjórnarskránni með oddi og egg, af grímulausri hagsmunagæslu þeirra forréttindahópa sem flokkinn fjármagna, þvert á yfirlýsta lýðræðisástina sem er að þeirra eigin sögn bókstaflega að kæfa þá.

Þeir segja opinberlega  að ekkert henti Íslendingum betur en Danska 1849 stjórnarskrármódelið. Það stangast illa á við það opinbera leyndarmál að í Valhöll sitja helstu sérhagsmunafræðingar flokksins sveittir við að semja landinu nýja sérhagsmunastjórnarskrá.

Stjórnarskrá Íslands á ekki að vera sérhagsmunagæsluplagg fyrir stjórnmálaflokka og aðra hagsmunahópa, hún á eðlilega fyrst og fremst að vera sverð og skjöldur þjóðarinnar gegn misvitrum pólitíkusum.

Valið á laugardaginn er því um það hvort við viljum stjórnarskrá sem samin er af grasrótinni, þversniði þjóðarinnar, fyrir þjóðina eða af þröngum hagsmunaklíkum til heimilis í Valhöll eða öðrum hagsmunahöllum, fyrir fáa útvalda.

Veljum þjóðarhagsmuni - Segjum JÁ við nýrri stjórnarskrá!

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Takk fyrir þetta Axel. Vel mælt.

hilmar jónsson, 17.10.2012 kl. 14:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er þá hvorugt :)en viðurkenni eftir lestur þessa pistils að það renna á mig tvær grímur, kannski ég ætti að skella mér og segja já, það þarf breytingar svo mikið er víst, en ég hef ekki nennt að kynna mér þetta, skamm skamm Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2012 kl. 14:15

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Mjög vel og skemmtilega orðað blogg og ég mun kjósa. Hef einmitt hugsað það sama, þeir þessar elskur í X-D þola ekki að fá ekki einir að semja þetta, halda sumir þar að enginn hafi heila nema örfáir í flokknum og treysta þjóðinni ekki til að ákveða sína EIGIN stjórnarskrá, að við séum of heimsk. Og í næsta orði að við séum svo frábær og vel menntuð..mannauður og bla bla...það þekkja flestir hátíð-og kosningafrasana.

Þrátt fyrir það að formgalli hafi verið á kjöri Stjórnlagaráðs, þá væri það samt sama fólkið sem hfeði verið valið í það verk og með sömu niðurstöðu, svo ég undrast hvað mikið hefur verið hamrað á því ,, tæknilega atriði " .

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 14:16

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Hilmar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 14:18

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Ásdís, allir eiga að kjósa. Þannig og aðeins þannig virkar lýðræðið. Þeir sem hvetja fólk að sitja heima í kosningum og segja að þannig geti menn sagt hug sinn gefa í raun skít í lýðræðið. Í engum kosningum gilda önnur atkvæði en þau sem greidd  eru á kjörstað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 14:25

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Mér þykir verst að nei-sinnarnir hafa reynt að sannfæra fólk um að samþykki þjóðin þessa stjórnarskrá, taki hún einfaldlega gildi strax algerlega óbreytt, og að það sé hræðilegt. Og það er einmitt tekið út frá þeim pól að þessum einstaklingum, sem sitja í stjórnlagaráði, sé ekki treystandi við smíði stjórnarskrár.

Hvers vegna? Jú, vegna þess að þetta eru ekki hámenntaðir sérfræðingar og lögfræðingar. Og því hafi þeir engan skilning ná getu til þess að skrifa jafn flókið plagg.

Það sem er enn verra en þetta, er sú staðreynd að þessi áróður hefur verið rakinn áfram með einhverjum árangri. Fólk virkilega trúir þessari vitleysu.

Staðreyndin er einfaldlega sú að stjórnarskráin færi aldrei í gegn óbreytt. Hún yrði pússuð til, skrautskrifuð ef svo má að orði komast. Þessi atkvæðagreiðsla er einungis ráðgefandi, og því þegar öllu er á botninn hvolft eru það alþingismenn sem eiga loka innleggið.

Ég myndi fyrr treysta stórum hópi af umrenningum fyrir smíði stjórnarskrár, heldur en nokkurntímann stjórnmálaflokkum.

Þess vegna ætla ég að segja JÁ, á laugardaginn.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.10.2012 kl. 14:27

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú ert með þetta Hjördís. Þeir sem sjá ekki aðalatriðin fyrir einhverjum formgöllum eru engu betri en refurinn sem ákvað að berin væru súr.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 14:28

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég á von á því að Alþingi fínpússi þetta frumvarp eitthvað Inga, en ég kysi helst pússun yrði sem minnst. Allt þarf að prufukeyra til að finna ágallana. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 14:32

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Óttast samt að hjarðhegðun NEI sinna geti haft áhrif Axel, Flestir sem ég spyr og eru á móti, vita ekki nógu vel hverju eða hversvegna; eru bara á móti, af því bara eða láta sitjandi stjórnvöld ergja sig, sem hefur ekki með málið að gera á þessu stigi í kosningum á Laugardaginn.  Hér lýsir Jón Gnarr þessu ágætlega, í viðtlatil vegna OR. :

„Mér sýnist fólk einfaldlega ekki vitað betur og það er þannig í mannlegu eðli, að þegar við vitum ekki alveg til hvers er ætlast til af okkur förum við að fylgja hópnum, í þeirri trú að hópurinn viti best.Hver kannast ekki við það að sitja í bílnum sínum og keyra af stað, ekki af því að það er komið grænt ljós, heldur af því að bíllinn á undan manni geri það."

http://www.visir.is/jon-gnarr--stjornmalamenn-hafa-brugdist-/article/2012121019143

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 14:46

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eflaust treysta þeir Hjördís, sem hvað harðast berjast gegn breytingu á núverandi ástandi einmitt á hjarðhegðunina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 14:55

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...en ég kysi helst að sú pússun yrði.... - átti þetta að vera í innleggi 8

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 14:57

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég segi nei við öllum spurningunum. Var (og er) í smá vafa með ákvæðið um Þjóðkirkjuna en ákvað svo að setja nei þar líka. Ég kaus utankjörfundar í gær.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2012 kl. 15:15

13 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hversvegna 100% nei Gunnar...?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.10.2012 kl. 15:22

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég ætla að vera dugleg að afla mér upplýsinga fram á laugardag og mæta svo á kjörstað, þakka ykkur fyrir að sannfæra mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2012 kl. 15:24

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar það er enn hægt að skipta um skoðun og gera rétt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 15:35

16 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég er búinn að segja NEI við fyrstu spurningunni. Lét það duga!

Ég er búinn að kunngjöra mér þessi mál mjög vel. Og gerði rétt!

Ég kæri mig heldur ekki að vera sagður treysta á hjarðhegðun né önnur ósæmandi orð.

Vil geta þess að það var ekki þjóðin sem ákvað að velja sér að gerð yrði ný stjórnarskrá. Heldur var það ríkistjórn að tilstuðlan Samfylkingar. Það var ekki heldur þjóðin sem kallaði á seinni þjóðfundinn. Sennilega kom það svo greinilega í ljós þegar að aðeins hva? 37% mættu að kjósa í stjórnlagaráð.

Guðni Karl Harðarson, 17.10.2012 kl. 15:50

17 identicon

Djöfull er silfurskeiða pollinn óforskammaður. Leyfir sér að ásaka stjórnlagaráðið fyrir fúsk.

Ráðið, sem samanstóð af 25 hæfum manneskjum vandaði sig mjög og skilaði tillögum sem tóku m.a. mið af þeim sjónarmiðum sem komu fram á stjórnlagaþinginu. Einng komu sérfróðir menn að verkefninu.

Svo kemmur Bjarni Vafningur, innherja kóngurinn og ásakar menn um fúsk. Væri ekki nær að kalla það fúsk sem leiddi til hrunsins og gjaldþrot seðlabankans? Voru það ekki sjallabjálfarnir sem héldu þá í taumana með afglapann Dabba í broddi fylkingar?

Fyrir löngu hefði átt að vera búið að banna þessa spillingar klíku sem gengur undir nafninu Sjálfstæðisflokkurinn.

Þeir innbyggjarar sem sitja heim um næstu helgi rænulausir og sofandi eða segja Nei við fyrstu spurningunni eru fucking aumingjar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 15:50

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég get ekki verið meira sammála þessari ályktun þinni:

"Stjórnarskrá Íslands á ekki að vera sérhagsmunagæsluplagg fyrir stjórnmálaflokka og aðra hagsmunahópa, hún á eðlilega fyrst og fremst að vera sverð og skjöldur þjóðarinnar gegn misvitrum pólitíkusum".

Þess vegna mun ég segja NEI á laugardaginn kemur.

Kolbrún Hilmars, 17.10.2012 kl. 16:04

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er skrítið Guðni að þú skulir ekki hafa ákveðið að kjósa með fjarveru eins og þú telur greinilega gildasta kosningaformið með tilvísunina í kosningatölur stjórnlagaráðs. Í öllum kosningum gilda aðeins atkvæði greidd á kjörstað, hvort heldur okkur líkar betur eða verr.

Þú leggur mikla áherslu á þú viljir ekki vera hluti hjarðhegðunar Guðni. En hvoru megin veggjar liggur hjarðhegðunin Guðni, veistu það fyrir víst? Flest bendir til að hún sé þín megin.

Þannig að þú hefur enn séns að gera rétt, svona líka fjallmyndarlegur maðurinn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 16:06

20 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Alls ekki sammála þér Axel, ég segi nei.

Ég vil að fagfólk sem ekki er upphafið af sjálfu sér fari yfir stjórnarskrána og geri tillögur að úrbótum.

Ný stjórnarskrá samin í pólitískri heift og blindu má aldrei verða samþykkt af almenningi.

Berum virðingu fyrir landslögum.

Ég segi NEI.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.10.2012 kl. 16:09

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Haukur, sterkt er að orði kveðið, má ég dempa þetta um 2/3?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 16:11

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er mér því óskiljanlegt að þú ætlir að ganga þvert á sannfæringu þina Kolbrún.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 16:14

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Axel, ég sagði " Ég kaus utankjörfundar í gær." ... get ekki breytt því

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2012 kl. 16:15

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvert er það fagfólk Heimir? Nei annars þú þarft ekki að svara því. - Við vitum báðir hvert það fagfólk á að sækja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 16:16

25 Smámynd: Jack Daniel's

Vel skrifað hjá þér og ég er algerlega sammála þér.

Af hverju eigum við að láta sérhagsmunaaðila með lögfræðigráðu smíða stjórnarskránna fyrir allan almenning í landinu? Til þess að þeir geti með sínu snúna og flókna orðalagi komið hlutum fyrir sér og sínum í hag?

Nei alls ekki.

Fólkið í landinu á sjálft að móta sína grunnþætti að stjórn landsins og það var gert og gert vel. Það sér maður þegar maður les yfir tillögurnar í bæklingi þeim er dreift var á öll heimili í landinu.

Ég mun því kjósa á laugardaginn og það verður eftirfarandi:

Já.

Já.

Nei.

Já.

Já.

Já.

Jack Daniel's, 17.10.2012 kl. 16:21

26 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú víst Gunnar, þú getur kosið svo oft utankjörfundar sem þú nennir. Síðast bókaða atkvæðið gildir, hin eru ógild. Ef þú svo mætir á kjörstað og greiðir atvæði, gildir það atkvæði, en utankjörfundaratkvæðin ógildast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 16:22

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála um það Jack.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 16:24

28 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvað kemur Axel þessu máli við hvort ég sé myndarlegur eða ómyndarlegur?

Mér sárnar sum orð sem falla frá þessum, ykkar já-istum. Kæri mig ekki að vera kallaður einhverjum ónöfnum og finnst líka alveg út í hött þessi áróður um Sjálfstæðisflokkinn einmitt vegna þess að stjórnarskrá á að vera um miklu fleiri atriði en þau sem sá flokkur er andvígur.

Það er alveg út í hött að gefa í skyn að þeir sem eru andvígir þessu séu fylgjandi þeim flokki. Og segir allt sem segja þarf um dapurlegan áróðurinn.

Mættir alveg lesa bloggið mitt um þessi mál.

Guðni Karl Harðarson, 17.10.2012 kl. 16:25

29 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hverjir komu að smíði stjórnarskrárnar?

Ég gæti nefnt Vilhjálm nokkurn Þorsteinsson háttsettan innan Samfylkingu tildæmis.  Er hægt að kalla hann þann mann sérhagsmuna?

Guðni Karl Harðarson, 17.10.2012 kl. 16:29

30 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ekki þvert á sannfæringu mína. Aldeilis ekki.  Mér mislíkar aðkoma stjórnarflokkanna að þessu stjórnarskrárplaggi.  Eins myndi mér mislíka ef stjórnarandstöðuflokkarnir stæðu að því.  Svona á bara ekki að standa að breytingum á stjórnarskrá.

Haukur hér að ofan má þess vegna kalla mig "fucking aumingja" tvisvar - ef honum líður betur með endurtekninguna...

Kolbrún Hilmars, 17.10.2012 kl. 16:33

31 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eitt langar mig að taka undir með Guðna, það er það að bendla mann alltaf við ákveðinn flokk ef maður hefur skoðanir sem eru í samræmi við hann, sumir hafa skoðun án þess að falla undir fokka :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2012 kl. 16:35

32 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

......... ég meinti náttl. flokka þarna í restina, en sé að þetta kemur ágætlega út :)

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2012 kl. 16:36

33 identicon

Ég er ekki sjálfstæðismaður, óflokksbundinn og undirgengst ekki hjarðhegðun. Tek alveg einn rökrétta ákvörðun og segi Nei við fyrstu spurningu og þarf því ekki að svara öðrum. Því miður þá treysti ég ekki núverandi þingmeirihluta til að fara að krukka í stjórnarskránni.

Kjartan (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 16:38

34 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig sárnar Guðni þegar hreinskilni mín um fjallfegurð þína skuli vera skilin með öfugum formerkjum og talin skammaryrði og ónefni.

Það er að mínu mati merki þess að þú hafir ekki sterka sjálfsmynd og dæmir hlutina út frá fyrstu hughrifum.

Sem svo aftur útskýrir hið óútskýrða. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 16:41

35 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og hvað er saknæmt við það Guðni að Samfylkingarfólk hafi komið að málinu í bland við alla Sjallana, Frammarana, Allaballana og nefndu þær skoðanir sem þjóðin kaus í verkið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 16:44

36 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver er aðkoma stjórnmálaflokkana Kolbrún, að þessu verki önnur en áróðurinn einn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 16:45

37 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og Ásdís við hvaða stjórnmálflokk spyrðist þú með þátttöku og með hvaða rökum? Almáttugur liggur mér við að segja, ég trúlaus maðurinn.

Ég er krati, ég tilheyri engum stjórnmálaflokki. Það er enginn krataflokkur til á Íslandi í dag. Ef einhver veit betur, hver er sá flokkur?

Þessi stjórnarskrárbreyting þarf auðvitað að samþykkjast samkvæmt núverandi stjórnarskrá. Þ.e.a.s á komandi þingi og svo á næsta þingi eftir kosningar. Eru andstæðingar frumvarpsins að lofa okkur því að Samfylkingin verði við völd þá? Eru þeir ekki þá að taka sjálfa sig í görnina?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 16:54

38 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta þing Kjartan getur ekki eitt og sér, hvað þá helvítis stjórnin, ákveðið stjórnarkrárbreytingu, næsta þing eftir kosningar þarf að gera það líka til að hún öðlist gildi.

Kjartan segðu því JÁ og treystu verðandi  þingmeirihluta eftir kosningar, sem þú væntanlega velur sjálfur til að taka ákvörðunina af eða á.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 17:04

39 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, núverandi ríkisstjórn bauð okkur upp á að kjósa til stjórnlagaþings.  Það má hún eiga.   Verst að þjóðin sjálf virtist ekki hafa áhuga, 36% mæting.

En rest hefur verið tómt klúður.  ÞAÐ kalla ég aðkomu stjórnarflokkanna sem ég hafna algjörlega.  Og segi NEI.

Kolbrún Hilmars, 17.10.2012 kl. 17:24

40 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kolbrún getur þú nefnt mér eina kosningu á heimsvísu þar sem atkvæði þeirra sem ekki tóku þátt í kosningunni réðu úrslitum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 17:34

41 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er klárt mál að það verður kosið stórt NEI við spurningu 1 í kosningunum á laugardaginn hjá mér, ástæðan er sú að ég treysti ekki ríkisstjórninni, hvorki núverandi né næstu til að sjá um þetta miðað við hver spurning 1 er, hún er sett þannig fram að það skiptir ekki máli hvað stjórnlagaráð er búið að setja fram, þar sem orðin "til grundvallar" segja allt sem segja þarf, með því að segja já við spurningu 1 þá er verið að gefa ríkisstjórninni skotleyfi á stjórnarskránna til að breyta henni að vild, þau eru ekkert bundin á neinn hátt til að nota einn einasta staf frá tillögum stjórnlagaráðs.

Þið talið hér um hjarðarhegðun, hún er því miður þannig að hún virkar á báða bóga, miðað við hvað stjórnlagaráðs fólkið hefur verið að kynna sína vinnu á fullu, vinnu sem skiptir akkúrat engu máli í þessum kosningum né við breytingu stjórnarskrár þá held ég að hjörðin sé að merkja við já.

Förum aðeins yfir kosningablaðið...

Fyrsta spurningin segir okkur allt sem segja þarf um restina af spurningunum, ríkisstjórnin á eftir að ákveða hvernig hver og ein þeirra verður síðan þegar hún kemst í stjórnarskránna, þar sem kjósendur eru búnir að samþykkja breytingar á stjórnarskrá, fyrir mér erum við að gefa ríkisstjórninni opin tékka á breytingar ef við segjum já við fyrstu spurningu.

Og hvað með þær tillögur sem ekki er verið að kjósa um? fara þær þá ekki inn líka, þar sem við erum búin að samþykkja það með spurningu 1?

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Til "Grundvallar", þetta segir allt sem segja þarf, tillögurnar fara aldrei orðrétt þarna inn eða inn yfir höfuð, með þessu þá þarf ríkisstjórnin ekki nema að velja kannski eina tillögu og nota hana eftir að henni hefur verið rækilega breytt til að henta þeim og síðan geta þau bætt við hverju sem þau vilja.
Hér er í raun verið að spyrja, Megum við ríkisstjórnin breyta stjórnarskránni eins og við viljum ef við lofum að skoða eitthvað af tillögunum frá ráðinu!!
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Hverjir verða tildæmis fyrirvararnir með þessu?
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Hvað verður tildæmis innihald þessa ákvæðis?
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Verði "heimilað" í meiri mæli, þetta segir ekki neitt, þetta er rosalega loðið, þarna á eftir að skilgreina hvað "í meira mæli" þýðir, og ekki eru þetta bundið því sem stjórnlaga ráð setti fram.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Þetta er eitthvað sem ætti ekki að þurfa vera í stjórnarskrá, þetta er svo sjálfsagður hlutur.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Hvað verður þetta hlutfall að mati stjórnvalda, 70%?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.10.2012 kl. 17:34

42 identicon

Nei, Axel góður. Ekki um 2/3, hinsvegar um 3/2.

Kveðja, frá Sviss. HK

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 17:51

43 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Halldór, allur þessi mikli málatilbúnaður þinn er froðan ein. Þó svo tillaga stjórnlagaráðs yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni, er það aðeins fyrsta nálaraugað. Næsta nálaraugað yrði samþykki Alþingis og þriðja nálaraugað yrði þér velviljað Alþingi að kosningum loknum.

Svo spurningin er kæri vin; af hverju skelfur þú svona á beinunum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 18:08

44 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svissmiss frá mér Haukur

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 18:08

45 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að vel athugðu máli og lágmarks þekkingu á mannlegu eðli mun ég segja Já á laugardaginn.  Ég vil breytingar og ég tel að þetta ferli hafi verið eins lýðræðislegt og hægt.  Og ég er fullviss um að þetta er okkar eina tækifæri í mörg ár til að breyta einhverju og ná fram réttlæti, virðingu og gagnsæi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 18:35

46 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þetta er ekki rétt hjá þér Ásthildur og dapurlegt að þú hafir tekið þennan pól!
Það eru svo sannarlega aðrar leiðir til breytinga sem gætu komi frá almenningi sjálfum án áhrifa frá flokkum.

Það er til sú leið að leitast eftir kröfum frá almenningi sjálfum hlutleysislega. Gera það fyrir næstu kosningar. Sjálfur er ég að undirbúa að vinna á þann hátt. Að leita til almennings sjálfs.

Guðni Karl Harðarson, 17.10.2012 kl. 18:55

47 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Aumingja Axel er ekki svara vert.

Axel>Og hvað er saknæmt við það Guðni að Samfylkingarfólk hafi komið að málinu í bland við alla Sjallana, Frammarana, Allaballana og nefndu þær skoðanir sem þjóðin kaus í verkið?

Þjóðin kaus ekki í verkið. Ekki nema 36-37% manns sem kaus til stjórnlagaráðs. Sem ríkistjórn hafði ákveðið að þyrfti að gera. Krafan um breytingu á stjórnarskrá kom ekki frá almenningi.

Þér að segja skrifaði já bróðir þinn hann Jack klausu  um meinta sérhagsmuni fólks. Svar mitt um Vilhjálm var svar við þeirri klausu.

Guðni Karl Harðarson, 17.10.2012 kl. 19:04

48 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þar liggur nú einmitt gallinn Axel, "Þó svo tillaga stjórnlagaráðs yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni", við erum í raun ekkert að kjósa um þessar tillögur, við erum að kjósa um hvort ríkisstjórnin megi breyta stjórnarskránni og ef svo fer þá gera þau það á sínum forsendum ekki forsendum stjórnlagaráðs.

Hvað varðar tillögurnar sjálfar frá stjórnlagaráði þá eru eflaust að allra mati einhverjar þar sem eru þess virði að skoða, málið er bara það að flestar þessar breytingar eru til fyrir ef tekin er saman núverandi stjórnarskrá að viðbættum lögum, er ekki málið til að byrja með að fara fylgja þessum lögum.

Svo spurningin er kæri vin; af hverju skelfur þú svona á beinunum?

Ég myndi ekki kalla þetta skjálfta heldur vantraust á ríkisstjórninni og þingmönnum almennt þegar þeim er réttur opinn tékki (sem er í rauninni þessi kosning).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.10.2012 kl. 19:17

49 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Og til Ásthildar sem ég veit að er mjög andstæð að útlendingar eignist í erlendum fyrirtækjum vil ég nefna þetta hér fyrir neðan:

"samkvæmt tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er fellt út ákvæði sem er í núgildandi stjórnarskrá og heimilar stjórnvöldum að "takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi," eins og segir í 2. tölulið 72. greinar stjórnarskrárinnar, "en slík lagasetning er í gildi hér í sjávarútvegi og felur í sér að erlendir aðilar megi ekki eiga meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum,"

Ertu virkilega tilbúin að samþykkja það ferli sem gæti orðið til þess að fella út þessi atriði Ásthildur?

Er þjóðin sem hefur tjáð sig með meirihluta andstætt amk. auknu eignarhaldi erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum og eign landsvæða virkilega tilbúin til að samþykkja þetta?

Guðni Karl Harðarson, 17.10.2012 kl. 19:26

50 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég hef kynnt mér málið rækilega og mun segja já

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.10.2012 kl. 19:27

51 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ársæll þakka þér kjarlega fyrir góðan pistil um mikilvægt mál. Vonandi taka sem flestir þátt í kostningunum um helgina, við þurfum nýja stjórnarskrá.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.10.2012 kl. 20:04

52 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Tel mig til alþýðunnar og segi samt nei.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 17.10.2012 kl. 20:29

53 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Þú ert að mínu mati með réttlætishjarta, og þess vegna ber ég mikla virðingu fyrir þínum skoðunum.

Ég hef fylgst mjög vel með hvernig þróun þessarar nýju stjórnarskrár hefur þróast, og borið hana saman við áætlun ríkisstjórnarinnar árið 2009, um aðildarumsóknina að ESB.

Ég var frá upphafi hlynnt nýrri stjórnarskrá, þótt ég hafi ekki vitað að mótmælin árið 2008 hefðu snúist um nýja stjórnarskrá. Ég fékk að vita það síðastliðið sumar að mótmælin hefðu snúist um að fá nýja stjórnarskrá!

Þær fréttir komu mér mjög á óvart, því ég hélt að mótmælin snérust um að bankar væru að ræna almenning á ólöglegan hátt, en ekki um að fá nýja stjórnarskrá.

Ég er búin að grandskoða spurningarnar á kjörseðlinum, og sé ekki betur en að ég neyðist til að segja nei við fyrstu spurningunni, og já við öllum hinum spurningunum.

Ég get ekki tekið ábyrgð á að segja já við fyrstu spurningunni, vegna þess að það vantar bæði upphafið og endirinn á þeirri spurningu!

Spurningin hljóðar svona: Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Því miður völdu höfundar spurningalistans að gera mér ókleift að svara já við fyrstu spurningunni, vegna þess að þessar tillögur eru ekki endanlegar, og svarið mitt er þess vegna ekki bindandi! Stjórnvöld geta breytt öllu eftir að ég hef kosið! 

Mér finnst mjög undarlegt að einhverjir ætlist til þess að hægt sé að svara þessari spurningu játandi, vegna þess að svarið er ekki bindandi, heldur einungis ráðgefandi!

Hvenær hafa stjórnvöld á Íslandi virt vilja kjósenda?

Kannski geta yfirvöld Vinstri Grænna svarað því? Enginn öðlast traust með því að svíkja sína kjósendur.

Ég mun svara nei við fyrstu spurningunni, og já við öllum hinum spurningunum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.10.2012 kl. 20:33

54 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Anna ég skora á þig að segja aðeins NEI við fyrstu spurningunni vegna rökleiðsluspurninga eins og þessi:

1. ef ég segi nei við spurningu 1 þá er rökrétt að ég geti EKKI svarað hinum spurningnum.

Vegna þess að hinar spurningarnar eru partur af þeirri stjórnarskrá sem stjórnlagaráð hefur lagt til og ríkistjórn samþykkt að verði notað.

Guðni Karl Harðarson, 17.10.2012 kl. 20:37

55 identicon

Lítil kosningaþátttaka veikir ekki lögmæti þess sem um var kosið. 

Í Sviss er þátttaka í þjóðar- og kantonal-atkvæðagreiðslum sjaldan yfir 40%. Er ekkert thema, menn hafa ekki reiknað með meiri þátttöku. Og þeir sem nenna ekki að kynna sér málið og mæta á kjörstað, eru ekki það vitlausir að rífa svo kjaft og reyna að gera útkomuna grunsamleg eða ótrúverðuga. 

Ef Guðni Karl og hans spúsa eru of löt til að fara á kjörstað, so be it.

Stjórnarskráin er of abstrakt til að "krafan um breytingu á henni komi frá almenningi".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 20:56

56 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Auðvitað kjósum við Ásthildur. Breytingar hafa aldrei orðið með þátttökuleysi og hjásetu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 21:05

57 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Guðni þú minnir mig á refinn sem fékk ekki berin og ákvað því að þau væru súr. Þú ert að því leitinu forheimskari en refurinn því þér býðst enn að smakka, en þú leitar samt allra leiða til að komast hjá því að smakka af ótta við að berin reynist ekki súr. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 21:10

58 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Halldór annað þing að loknum næstu Alþingiskosningum mum líka fjalla um málið. Þá verðið þið Guðni búnir að losa þjóðina við allt vonda og óþjóðlega Samfylkingarpakkið og fá í staðin góða og þjóðholla Íslendinga, svo hvað er í hættunni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 21:14

59 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið og undirtektir Anna og Sigmar

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 21:15

60 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Haukur. Samkvæmt þessum þátttökurökum sem hér hefur verið fleygt, hefur t.d. sennilega aldrei verið "rétt" kjörinn forseti í Bandaríkjunum, frá upphafi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 21:20

61 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Anna Sigríður hvernig getur orðalag spurningarinnar hindrað þig í að vita hvort þú viljir nýja stjórnarskrá eða ekki?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 21:22

62 identicon

Öfunda ykkur, get ekki kosið á laugardaginn enda ekki nálægt Íslandi en ef ég hefði kost á því að kjósa þá myndi ég segja; "já".

Heddý (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 22:39

63 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"Ég vil þetta ekki því Samfylkingin stakk upp á því!"

Þetta eru í besta falli barnaleg rök sem halda ekki vatni. Nema kannski á skólalóðinni.

Það myndi enginn nema heimskur (og mögulega bitur) einstaklingur, reyna að koma í veg fyrir góða hluti, bara vegna þess að honum líkar ekki aðilinn sem átti hugmyndina.

Og að halda því fram að kosningar séu ekki marktækar því að kjörsóknin var ekki með því móti sem þeir vonuðust eftir, er álíka heimskulegt og að halda því fram að dómur sé ekki marktækur mæti sakborningur ekki til þess að hlusta á hann.

Það á ekki að lasta þessum 36% sem mættu og tóku þátt í lýðræðinu. Heldur á að lasta þessum 64% sem sátu heima og gerðu ekkert. Í þessu tilfelli eru það einmitt þessi 64% sem eru ekki marktæk.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 17.10.2012 kl. 22:44

64 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er engin kjörstaður norður í Barentshafi Heddý? 

Það var helv. Samfylkingunni líkt að klúðr því. (þetta gleður Guðna)

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 22:56

65 identicon

Þessi "nýja stjórnarskrá" er einhver hrærigrautur úr fjóshaug sjálfumglaðra bloggara og pistlahöfunda sem ekkert umboð höfðu frá þjóðinni.  Greinarnar stangast á við hvora aðra og allt er plaggið vanhugsað og illa útfært.  Eins og skólabekkur í fyrsta bekk grunnskóla hafi verið að hnoða saman óskalista til jólasveinsins þar sem allir fengu sitt fram, án tillits til nokkurs annars.

Það sést best á orðbragði já-sinna að  þeim er ekki sjálfrátt og eiga afar erfitt með tilfinningar sínar og annarlegar hvatir.  Þannig er helst að skilja að þeir séu að fara að kjósa gegn sjálfstæðisfloknum en ekki að velja sér nýja stjórnarskrá.  Ekki gæfulegt að bjóða þjóðinni uppá hugmyndir svoleiðis fáráðlinga.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 23:14

66 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pínu sorglegt þegar fólk gerir lítið úr öllum þeim fjölda íslendinga sem bæði unnu og lögðu sitt á vogina til að tryggja að þjóðarviljinn kæmi sem best fram.  Það eru notuð stór orð eins og fúsk, hrærigrautur, og Bjarni ekki tala um orðbragð þeirra sem ætla að kjósa já, það nægir alveg að lesa þennan örpistil þinn til að sjá að öfgarnar eru allar ykkar neisinna megin.

Guðni minn, ég geri mér grein fyrir að þú ert ekki ánægður með mína afstöðu í dag.  En svona er þetta bara, og ég er sannfærð um að þetta er það eina rétta í stöðunni í dag.  Við erum að horfa til framtíðar, en ekki bara á stjórn Jóhönnu og Steingríms, þau eru á útleið... vonandi og þá verður að vera stjórnarskrá sem tekur betur á því sem vanbúið er í núverandi stjórnarskrá.  Þú veist vel að lengi var ég á báðum áttum um hvað ég ætti að gera.  En svo bara hugsaði ég með mér að best væri að kynna sér málin, bæði með að lesa mér til og fara á fundi.  Og niðurstaðan fyrir mér er skýr.  Þetta er einstakt tækifæri sem rétt er upp í hendurnar á okkur og okkur ber að nýta það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 23:32

67 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er undarlegt Bjarni, að ekki skuli hafa valist nokkur með fullu viti í stjórnlagaráðið og allt gáfufólkið stendur á hliðarlínunni og skilur ekki neitt í neinu.

Fyrir það fyrsta þarf auðvitað ekkert umboð frá þjóðinni Bjarni, til að semja stjórnarskrá. Það mega auðvitað allir gera og leggja hana fram. Þú ert greinilega vel að þér um þessi mál, glöggur og vís. Það er synd að þú skulir ekki nýta það í þágu þjóðarinnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2012 kl. 23:40

68 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ásthildur ég var að benda þér á að það eru aðrar leiðir til breytinga!

Guðni Karl Harðarson, 18.10.2012 kl. 00:39

69 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hinar athugasemdirnar til mín eru ekki svaraverðar.

Ég er búinn að smakka allt saman og lýst ekkert á þetta! Bauð mig fram til stjórnlagaþingsins meira að segja. En afstaða mín er ekki vegna þess að ég náði ekki kjöri.

Ég er búinn að skrifa ýmislegt um þetta:

Nýtt Ísland 50 - 0
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1256794/

Afhverju ég segi NEI!
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1254740/

Ný Stjórnarskrá eða Manifesto?
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1257609/

Og fullt af færslum á facebook.

Guðni Karl Harðarson, 18.10.2012 kl. 00:46

70 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Því miður er þetta ekki rétt hjá þér Ásthildur að allar öfganar séu NEI ista megin. Því miður ég sé það alls ekki! Áhróðurinn og ávirðingarnar sem ég hef fengið frá sumu fólki fyrir að vera andstæður þessu. Tildæmis á facebook frá ákveðnri persónu sem var með árásir á mig.

Fullt af áróðri hefur riðið yfir frá já istum og allskonar fullyrðingar og jafnvel rógburður.

Guðni Karl Harðarson, 18.10.2012 kl. 00:50

71 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrir gefðu Guðni minn, ég hef einfaldlega ekki orðið vör við það, en þegar þú segir það, þá hlýtur þetta að virka báða vegu.  Því miður er fullt af fólki sem veður áfram með offorsi á hvorn veginn sem er og það er bara sorglegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 01:52

72 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að úrtölumenn munu með tíð og tíma átta sig á því að andstaða þeirra var á misskilningi byggð þegar sólin heldur áfram að koma upp á morgnanna eins og áður.

Þeir munu átta sig á að ný stjórnarskrá skapar íslendingum betri vettvang til að öll dýrin í skóginum geti aftur orðið vinir og þannig snúið sér af alvöru að því saman að byggja upp nýtt og betra Ísland.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 08:30

73 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Axel trúir þú þessu virkilega. Nýtt og betra Ísland. Hvernig á ný stjórnarskrá að breyta fólki? Afhverju gerði þá sú gamla það ekki?

Orðum þetta svona:

Ég hygg að þeir sem eru fylgjendur að þessu plaggi munu með tíð og tíma átta sig á stuðningur þeirra var á misskilningi byggður þegar að Sólin heldur áfram að koma á morgnana eins og áður.

Þeir munu átta sig á að ný stjórnarskrá gefur engum nema stjórnvöldum betra færi á að haga sínu valdi að vild og ákveða með ráðgefandi hætti eingöngu eftir eigin vild. Nær sama hvernig úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu seinni muni fara. En þá munu dýrin flýja úr skóginum og safnast saman til ráðagerða.
*
Nei. Stríðið er ekki á enda fyrir allt er um garð gengið. Hvernig svo sem fer á laugardaginn þá mun ganga þvílíkt á í þjóðfélaginu út af þessu máli allt fram yfir seinni kosningar og jafnvel eftir það. Því miður.



Guðni Karl Harðarson, 18.10.2012 kl. 11:54

74 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Þegar spurt er hvort ég vilji að drög að nýrri stjórnarskrá verði notuð, þá veit ég ekkert hvernig svarið mitt verður notað. Þegar á að breyta einhverju eftir að ég hef kosið, þá get ég ekki borið ábyrgð á mínu jái.

Ef þessi stjórnarskrá hefði verið endanleg, þá hefði ég ekki hikað við að segja já við fyrstu spurningunni. Mér finnst þessi nýja stjórnarskrá mjög vönduð og vel unnin, og skil ekki hvers vegna hún er ekki endanleg og óbreytanleg.

Þetta er bara mín skoðun, og aðrir eru skyldugir til að mynda sér sínar skoðanir, án þrýstings og áróðurs af nokkru tagi. Þannig virkar raunverulegt lýðræði.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2012 kl. 12:46

75 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 13:21

76 identicon

Ég hef aðeins kynnst einni þjóð sem er þrasgjarnari en innbyggjarar, Grikkir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 13:58

77 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki nennti ég nú að lesa allar athugasemdirnar við þennan ágæta pistil þinn Axel minn, en nokkrar las ég og þar birtast í sinni angistarfullu og nöktu mynd áhrif tryggu smalastrákanna og smalastelpnanna sem gömlu flokkarnir hafa alltaf getað treyst á. Athyglisvert líka hversu mikla vinnu margir leggja í að afneita áhrifum frá FLOKKNUM en segjast hafa tekið aldeilis óskaplega hlutlæga og vel upplýsta ákvörðun!!!!!!!!

Gamall bloggari þekkir núorðið mörg nöfn og kunnugleg.

Margir tala um stjórnlagaþing Samfylkingar og ESB-sinna; segja þessi stjórnarskrárdrög flokkspólitískt upphlaup ætlað til að sundra hinu heimsþekkta jafnvægi íslenskrar stjórnsýslu.

Flokkspólitísk er þessi kosning að sjálfsögðu.

Hún verður niðurstaða flokkspólitískrar varnarbaráttu ærðra Valhallarbúa; ærðra af ótta við að þarna verði fullnustaðar ýmsar varnir gegn sérhagsmunum.

Og þessi kosning, ásamt öllum aðdraganda sýnir þjóðinni gamlan og úreltan flokk sérhyggjumanna sem kunna ekki önnur samfélagsgildi en pilsfaldakapitalisma.

Og er að auki svo ómerkilegur og beinlínis þjóðhættulegur er þessi ræfils- flokkur að reyna að eyðileggja mikilvægusta samfálagssáttmála eigin þjóðar þar sem hún sjálf gekk til verka og náði niðurstöðu.

Mikið stendur hún uppúr í þessum klúbbi hún Katrín Fjeldsted stjórnlagaráðsmaður og fyrrv, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.

Það er LYGI að þetta stjórnlagaráð hafi veri valið með það fyrir augum að koma okkur inn í ESB.

Það er ómerkileg haugalygi vegna þess:

Að í skoðanakönnunum er mikill meirihluti kjósenda andvígur inngöngu.

Að það var kosið samkvæmt kjörskrá til stjórnlagaþings og enginn vissi þá að sú kosning yrði dæmd ógild (þó ýmsa hafi kannski grunað) og sjallabjálfatittirnir -og rófurnar áttu sinn kosningarétt og sitt kjörgengi þar alveg eins og fólkið sem er normal. 

Fólki er ekki mismunað þarna eftir andlegu ástandi.

Og það er lygi vegna þess að kröfur um stjórnlagaþing og kröfur um nýja stjórnarskrá eru áratugagamlar og vinna við ný stjórnarskrárdrög hefur verið sett af stað áður og miðað vel en verið stöðvuð!!!!!!!!

 En fötlun er ekki neitt til að skopast að - ekki einusinni pólitísk fötlun og því fór sem fór. Sjallar tóku þá ákvörðun að fara í fýlu og kosta kapps við að eyðileggja þennan dýrasta sáttmála um framtíð eigin þjóðar.

Pólitísk rotnun er þó óhugnanlegri en pólitísk fötlun.

Menn velja sér vettvang eftir vitsmunum og eðlisfari; nú í þessu máli sem jafnan.

Í Guðsfriði!

Árni Gunnarsson, 18.10.2012 kl. 14:38

78 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt stórgóða og merkilega innlegg Árni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 15:07

79 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er þá þess vegna Haukur, sem mér finnst ég vera heima hjá mér þegar ég dvel á Krít.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 15:08

80 identicon

Nú hefur Jóhanna tekið niður grímuna, og lýst því yfir, að stjórnarskránni verði breytt, jafnvel þó svo að þjóðin segi nei.

Í ljósi þessarar yfirlýsingar, er fyrirsögn þessa bloggs.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 16:04

81 identicon

.... og innihald þess, í besta falli hlægilegt.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 16:07

82 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni. Þú er réttlátur, lífsreyndur og djúpvitur maður, sem ég ber mikla virðingu fyrir, og ég hef lært mikið af þér.

Hilmar bloggari, benti mér á að ég gæti sleppt því að svara fyrstu spurningunni. Það fannst mér mjög góð ábending hjá honum. Það er að sjálfsögðu skynsamlegasta að svara ekki, þegar maður getur hvorki sagt já eða nei.

Ég mun segja já við öllum hinum spurningunum, og það flækist ekkert fyrir mér.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2012 kl. 16:36

83 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki verið að kjósa um það á laugardaginn Hilmar, hvort breyta megi núverandi stjórnarskrá eða ekki.

Það er verið að kjósa um það hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að nota í heild sinni sem grunn að NÝRRI stjórnarskrá. Innlegg þitt er því í besta falli útúrsnúningur og þú veist það.

Jóhanna er ekki að segja að ný stjórnarskrá verði sett eftir sem áður þó þjóðin hafni tillögu stjórnlagaráðs, aðeins að hugsanlega verði lagt til að breyta núverandi stjórnarskrá lítillega.

T.d. með nýju auðlindaákvæði, þess efnis að auðlindir þjóðarinnar væru þjóðareign. T.a.m. fiskurinn í sjónum og svo framvegis. Þú ert auðvitað á móti því Hilmar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 16:44

84 identicon

Haha.. útúrsnúningur. Hann var betri þessi.

Skiptir það virkilega máli, hvort þið kratarnir eyðileggið stjórnarskrána, með því að búa til nýja, eða breyta þeirri gömlu þangað til hún verður óþekkjanleg og ónothæf?

Það væri náttúrulega mögulegt að saka migum útúrsnúninga, ef ekki væri fyrir þessa ríkistjórn sem gerir ALLT til að sniðganga vilja þjóðarinnar, sbr. Icesave.

Einhver tilfinningahlaðin og grátbólgin tilvitnun í fiskinn í sjónum er náttúrulega bara tilraun til að afvegaleiða þjóðina, enda vita þeir sem vilja vita, að helstu óvinir núverandi kvótakerfis eru gjaldþrota útgerðamenn eins og Björn Valur Gíslason og Reynir Traustason, og svo hópur kvótagreifa sem seldu kvótann með ofsagróða, og vilja núna fá nýja úthlutun.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 17:14

85 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hafðu það þá bara eins og þú villt lambið mitt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 17:28

86 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hilmar gleymir því væntanlega, að stjórnarskrárbreytingar taka ekki gildi nema að tvær ríkisstjórnir samþykki þær. Semsé fyrir og eftir kosningar.

Hann þarf því væntanlega ekki að hafa stórkostlegar áhyggjur, nema að hann sé sannfærður um að ríkisstjórnin haldi velli í næstu alþingiskosningum.

En það sýnir sig alveg, að það er ekki alveg sama hver átti hugmyndina. Tveir menn geta fengið nákvæmnlega sömu hugmyndina, en sá sem er réttu megin við strikið átti samt betri hugmyndina.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.10.2012 kl. 18:40

87 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Inga hann Hilmar er eins og lækurinn, rennur undan hallanum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.10.2012 kl. 19:12

88 identicon

Ekki sama hver átti hugmyndina?

Það er ekkert rifist um það, að þið ESB Samfylkingar eigið þessa hugmuynd með húð og hári, algerlega skuldlaust, og það er enginn, ekki nokkur þokkalega heilbrigður maður að gera tilkall til hennar.

Þú getur því sofið róleg, þessari hugmynd verður ekki stolið, og enginn annar emur til með að eigna sér óheiðurinn.

Og vissulega verður kosið nýtt alþingi, sem þarf að samþykkja skaðann. Það er ekki málið, heldur hvort ykkur takist að blekkja nægilega stóran hluta þjóðarinnar, með lygum og mútufé frá Brussel, að stjórnarandstaðan sé að meina "þjóðinni" að kjósa um nýja stjórnarskrá.

Þess vegna er ég hér, að fyrirbyggja að óvandað fólk dæli út lygum, málinu til framdráttar. Þannig getum við komið í veg fyrir slysin.

Betur hefði farið, að menn hefðu þjarmað duglega að útrásarvíkingum Samfyulkingar, fyrir hrun. Varúð er nauðsynleg í hættulegum heimi.

Nú, síðan er ég náttúrulega að benda á, að "þjóðin" bað ekki um þennan óskapnað. Þjóðin hafnaði þessu rugli, með því að sniðganga ólöglegu stjórnlagaþings- kosningarnar.

Það dugði ekki, málinu var þröngvað í gegn.

Og hér er ég, að benda fólki á, að mæta á laugardaginn og segja þvert nei við öllum spurningum, þó svo að Jóhanna hafi lýst því yfir, að það dgygði ekki til að meirihluti þjóðarinnar segði nei.

Þetta er bara einn þátturinn í baráttunni gegn ofríki mikils minnihluta þjóðarinnar, sem var kosinn á alþingi fyrir helber mistök.

Þjóðin hefur þegar hafnað ykkur ítrekað, í Icesave, forsetakosningunum og stjórnlagaþingskosningunum, samt haldið þið áram. Ykkur verður að stoppa, í eitt skipðti fyrir öll. Þjóðin bað ekki um þetta.

Axel, það er hvimleiður siður sumra, að þegja ekki, þó þeir hafi ekkert að segja.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 19:58

89 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það eru nokkrar rangfærslur í þessu hjá þér.

Ég er hvorki ESB sinni eða í samfylkingu. Og þess sprettur allt bullið sem þú skrifaðir síðar upp.

Samfylkingin átti ekki hugmyndina, heldur var það Framsókn. Þeir gerðu stórmál úr þessu á tímum búsáhaldarbyltingunni, með myndbandi og alles.

Auk þess sem einhver hluti þjóðarinn fór fram á þetta.

64% þjóðarinnar mætti ekki til stjórnlagaþingskosninga vegna þess að viss hópur bæði á þingi og utan þess var með áróður gegn þessum kosningum, og vildu helst ekki að neinn mætti. Afhverju? Jú, því "Samfylkingin átti hugmyndina." Sem var auðvitað ekki rétt.

Þú lítur rosalega stórt á þig ef þú telur þig fyrirbyggjandi afl gegn lýðræðinu.

Jóhanna Sigurðardóttir er ekki fyrsta manneskjan til þess að benda á að það þarf að uppfæra stjórnarskránna. Og þá er ekki verið að tala um að gera svo miklar breytingar á henni að hún verði vart þekkjanleg eftir á. Mannréttindi þín og annarra verða þau sömu, ef ekki meiri, eftir á.

Núverandi stjórnarskrá átti bara að vera tímabundin.

Það er kannski vert að benda þér á, að tveir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í gegnum tíðina gert nokkrar breytingar á stjórnarskrá, án þess að spyrja hvorki kóng né prest. En þessi tveir flokkar, þó aðalega annar þeirra, telur sig hafa einkarétt og höfundarrétt á stjórnarskránni, og þaðan er þessi áróður gegn stjórnlagaþingi og stjórnarskrárbreytingum kominn, þótt þeir viðurkenni það aldrei.

"Okkur" var hvergi hafnað. Hvort sem það var Icesave atkvæðagreiðslurnar, forsetakosningarnar, eða stjórnlagaþingskosningunum. Ég mætti í hvert einasta sinn og kaus samkvæmt minni samvisku, rétt eins og ég vona að þjóðin geri á laugardag, hver svo sem sannfæring fólks sé.

En þetta blákalda hatur þitt gagnvart samfylkingunni og meðlimum hennar sýnir það bara og sannar, að einu rök þín fyrir því að hafna stjórnarskrárbreytingum er vegna sannfæringar þinnar um að þeir hafi átt hugmyndina.

Hefði einhver annar átt hana...

Tjah, ég er alveg viss um að þú væri ötull stuðningsmaður þá.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.10.2012 kl. 20:20

90 identicon

Heill og sæll Axel Jóhann æfinlega; og þökk fyrir allt gamalt og gott - og komið þið sæl, aðrir gestir, Axels !

Meginástæður; fjarvista minna frá kjörstað, þann 20. Október, n.k., eru :

I. Engeyjar ættar kerlingarbeyglan; Guðrún nokkur Pétursdóttir, frænka afglapanna, Björns Bjarnasonar og Bjarna Benedikstssonar, er einn aðal hönnuðar farsans, sem fram á að fara, á Laugardaginn kemur, gott fólk.

Fullgild ástæða; fjarvistanna - ein og sér, reyndar.

II. Atkvæðagreiðslan; er ekki bindandi - tíma- og peningasóunin, þar með augljós.

III. Fullkomlega; niðurjörvað, áframhald Reykjavíkur miðstýringar, nái ''tillögurnar'' fram að ganga - til stórtjóns eins, fyrir landsbyggðina.

IIII. Þorra einyrkja; eins og mér - var útskúfað gjörsamlega, frá íslenzku samfélagi, Haustið 2008, lít fremur á mig, sem Mongóla, eða Argentínumann í dag, og veit fyrir víst, að ég nyti meiri réttinda, í þeirra samfélögum, héðan; í frá.

V. Vélabrögð; ALLRA íslenzku stjórnmála flokkanna, skína í gegnum þessi dapurlagu leiktjöld, sem upp hafa verið sett, þessum málum, að lútandi.

Þannig að; spara mætti köpuryrði og hnífilyrði til þeirra, sem ekki vilja þátt taka, í fíflagangi, þessum.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi, utanverðu / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 20:40

91 identicon

Ferill þessa hörmungarmáls er alfarið í eigu Samfylkingar.

Að vísu fer að verða erfitt að feðra þetta alemminlega, þar sem flestir Samfylkingar eru á flótta frá flokknum, og afneita honum opinberlega. Sennilega áttu þá erindi í Litlu Samfylkingu Gumma Steingríms. Það er eins og kunnugt er, tilraun til að skapa sér bakdyraleið á þing.

Tveir þriðju hluti þjóðarinnar mætti ekki í bíóið, af þeirri ástæðu, að sá hluti bað ekki um þennan farsa, og hafði engan áhuga á honum. Verkið skítféll, en, samt skal honum troðið ofan í kokið á fólki. Jafnvel þó verkið hafi þess utan verið dæmt ólöglegt.

Varðandi sjálfsálitið, þá er það þokkalega heilbrigt. Ég nýti mér stjórnarskrárvarinn rétt til tjáningar. Þér finnst ekki mikið til um það, það er augljóst, enda kjarninn í ESB krata.

Hitt er svo, að þó ég líti ekki stærra á mig, en gengur og gerist, þá lít ég niður á þig. En ég virði samt rétt þinn til tjáningar.

Og svo í lokin af því að þú hefur ekki rassgatsvit á tilurð stjórnarskrár okkar, eða annarra þjóða, þá er það svo að íslenska stjórnarskráin, eins og stjórnarskrár flestra lýðræðisríkja, eru í megingrunninn byggð á hugmyndum fólks eins og John Locke, Montesquieu, Rousseau, Diderot og Voltaire. Þessir menn eru meðal stærstu nafna upplýsingaaldarinnar, og með takmarkaðri viðringu, mun traustari grunnur en örfáir fulltrúar íslensku bloggaldarinnar, Jóhönnu Siguyrðardóttur og Ingibjargar Axelmu Axelsdóttur.

Fákunnáttunni virðist svo engin takmörk sett, þegar fólk talar um "bráðabirgðastjórnarskrá"

Það er þyngra en tárum taki, að fólk sem tjáir sig um stjórnarskrármál, skuli hafa svo skelfilega grunnan skilning á eðli og uppruna stjórnarskráa.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 20:43

92 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þú virðir skoðanir mínar og tjáningarfrelsi ekki meira en svo, að allar mínar skoðanir ánefnir þú ESB og Samfylkingunni, þótt ég hafi fullyrt að ég styðji hvorugt.

Virðing þín við skoðanir og tjáningarfrelsi er þá allra helst bundið við að fólk sé þér sammála, enda þeir sem eru það ekki "óvandaðir lygarar."

Það skiptir engu máli þótt það voru 15%, 36% eða 99% mæta til að greiða sitt atkvæði.

Svona atkvæðagreiðslur og kosningar almennt byggja út frá því að sá sem hreppir meirihluta greiddra atkvæða lendir efst. Kosningar verða því ekki ógildar þótt áhugaleysi sé mikið. Ef ógreidd atkvæði eiga að vega þyngra en greidd atkvæði, þá eru megnið af af kosningum sem fara fram í heiminum því miður ógildar og ómarktækar.

Ef dómari er að kveða upp niðurstöðu sína í máli sakbornings, er dómurinn þá ógildur ef sakborningur mætir ekki til þess að hlusta?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.10.2012 kl. 21:49

93 identicon

Ég held Ingibjörg, að skilningur þinn á málfrelsi, sé engu skárri en skilningur þinn á stjórnarskrá. Þó svo að ég bendi þér á, að þú sért Samfylkingin holdi klædd, með jafn afkáralegar skoðanir og aðrir Samfylkingar, þá snertir það ekki málfrelsi þitt.

En þarna sérðu, þú ert jafn ófær um að ræða málfrelsi og stjórnarskrá.

Og auðvitað ertu ófær um að draga siðferðislegar ályktanir af útkomu ólöglegu kosninganna til stjórnlagaráðs.

Þér virðist slétt sama þó svo að meginþorri kjósenda hafi sniðgengið þær, og að þær hafi verið ólöglegar, og "nefndin sem frú Jóhanna skipaði, eftir skiptbrotið, sé pólitískt skipað ráð, ætlað að komast að pólitískri niðurstöðu.

Siðferðileg tómarúm, eins og þú, hefur náttúrulega enga skilning á þörf þess, að stjórnarskrá endurspegli vilja ALLRAR þjóðarinnar. Enda skiptir það þig engu máli, þó svo að 85% þjóðarinnar sætu heima.

ÉG meina, það skiptir ekki einu sinni máli, þó svo að þið töpuðuð kosningunum, enda er forsætisráðherrann ykkar búinn að boða það, að stjórnarskránni verði breytt, hvað sem almenningur í landinu segir í kosningum

Það er sennilega í fyrsta sinn í sögunni, að forsætisráðherra tilkynnir fyrir kosningar, að það sé tilgangslaust fyrir andstæðinga hennar að mæta á kjörstað.

Reyndar furðulegt að þið bjóðið upp á já eða nei, þegar ekki verður tekið mark á nei-inu.

Kæmi mér ekki á óvart, að ef einhver vilji kæra þessar kosningar, að þær verði ógiltar af Hæstarétti, enda er yfirlýsing Jóhönnu grímulaus yfirlýsing um að atkvæði andstæðinga verði ekki tekin gild.

Þessi lokaspurning þín er ignoratio elenchi, hefur ekkert með málefnið að gera, tengist því á engan hátt og er barnaleg og klaufaleg tilraun til rökfærslu.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 00:30

94 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Auðvitað er mér ekki sama þótt að meginþorri kjósenda hafi sniðgengið atkvæðagreiðslu.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að 36% mættu til þess að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn til þess að kjósa, á meðan hinir sátu heima í fýlu.

Kosningarnar voru ekki dæmdar ógildar vegna dræmrar þátttöku. Heldur vegna þess að pappaskilrúmin sem áttu að marka kjörklefana uppfylltu ekki skilyrði sem áttu að tryggja leynilegar kosningar. Þessi pappaskilrúm voru ekki einu sinni notuð á flestum stöðum.

Það var nú ekki meira en það.

Agalegir smámunir miðað við óréttlætið við Icesave kosningum, þar sem kerfisbundið var komið í veg fyrir að sjómenn gætu kosið.

Afhverju voru þær kosningar ekki dæmdar ógildar?

Mér þykir það afskaplega ólíklegt að það hefðu einhverju breytt um niðurstöðuna, en það breytir því ekki að það var stórlega brotið á sjómönnum stjórnarskrárbundnum rétti þeirra. Og hvað? Öllum var skítsama.

En pappaskilrúm? Klárlega bein árás á lýðræðið.

Svo er verið að leika sama leik núna. Sjómenn missa flestir af utankjörfundaratkvæðagreiðslum, og atkvæðagreiðslunni sjálfri. Það segir enginn múkk um það. Aðalrökin er "Samfylkingin átti hugmyndina" og það er ekki einu sinni byggt á sannindum.

Framsókn átti hugmyndina, og ég held að þeir játi það stoltir. Þeir voru með nokkurskonar herferð fyrir málstað sínum fyrir alþingiskosningar 2009, og hafa áður margstungið upp á endurbótum á stjórnarskrá. Sumar tillögur þeirra í gegnum tíðina fengu meira að segja að fljóta með tillögum stjórnlagaráðs.

http://www.framsokn.is/Forsida/Pistlar/?b=1,4348,news_view.html

Hvað var annars það sem þú sagðir.. þarna með óvandað fólk og lygar?

Annars skítt með það sem Jóhanna sagði. Það hefur enginn farið leynt með það að þessar kosningar eru ekki bindandi, heldur einungis til þess að sýna fram á vilja þjóðarinnar. Hann kemur þá væntanlega fram þegar atkvæði hafa verið talin.

Hún er ekki að segja neitt sem allir vissu ekki nú þegar, og held ég að túlkun þín á orðum hennar séu svolítið út í hött.

Það hefði auðvitað verið rétt af ríkisstjórninni að taka þessari ógildingu, setja skýr lög varðandi kosningar til stjórnlagaþings, og kjósa aftur.

Þó tel ég að það hafi ekki verið gert vegna þess að þetta var þegar búið að kosta þjóðina alveg sæmilega mikið, og því var sú leið valin sem var farin.

Komi til þess að þjóðin hafni breytingum á stjórnarskránni, og núverandi ríkisstjórn ætli að fara með skítugar krumlurnar í hana og breyta eftir sínu höfði, þá hef ég takmarkaðar áhyggjur af því.

Einungis vegna þess að ég held að líkurnar á því að þeir nái meirihluta í næstum alþingiskosningum séu svo stjarnfræðilega litlar að það er hlægilegt.

En reyni þeir það samt sem áður, mun ég vera fremst í fylkingu reiða múgsins, með heygaffal og kyndil. Enda er þetta ekki þeirra.

En hvað tekur þá við? Örugglega ekki bjartsýnisflokkurinn. Líklegast sjálfstæðisflokkurinn. Og hvað eiga þeir eftir að gera? Breyta stjórnarskrá. Enda telja þeir sig eiga einkarétt á því.

Annars hef ég ágætan skilning á málfrelsi, þakka þér pent. Ég gríp til nafnakalla og persónuárása til þess að nýta mér hann, þó svo að fólk sé ekki sammála mér.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.10.2012 kl. 01:46

95 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"Ég gríp EKKI til nafnakalla..." átti þetta að vera. :)

Biðst forláts, óheppileg villa.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.10.2012 kl. 02:02

96 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kannski eru þessi átök um nýja stjórnarskrá skýrasta birtingarmynd þeirra hættulegu átaka um sérréttindi hinna sterkari sem hófust af sem mestum þrótti um síðustu aldamót.

Og sem áttu aðdraganda í ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Kannski væri þó réttara að segja; áttu aðdraganda í samstarfi Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.

Þá stjórnmálamenn held ég að sagan muni útnefna mestu óhappamenn Íslandssögunnar.

Sú þjóð sem er sjálfri sér sundurþykk og logar af innbyrðis heift er sjálfri sér hættulegri á marga lund en utanaðkomandi óvinir.

Árni Gunnarsson, 19.10.2012 kl. 12:22

97 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir þetta með þér Árni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 13:13

98 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Árni, þetta er trúlega síðasta tækifæri þjóðarinnar að hindra að skaðinn verði fullgerður og óafturkræfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 13:39

99 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk Inga mín,  að standa vaktina fyrir gamla manninn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 13:40

100 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún stendur sig vel stelpan

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2012 kl. 18:40

101 Smámynd: Árni Gunnarsson

Alþingi verður að standa sig við að lagfæra vankanta sem stjórnlagaráðið setti á þessi drög að framtíðarsáttmála þjóðarinnar.

Stjórnarskráin fullbúin þarf að bera þess merki að hafa verið unnin af fullorðnu fólki.

Það gerir hún ekki ef þar getur að líta fyrirmæli um að ekki megi gera mun á íslenskumælandi fólki og fólki ókunnandi á íslenskt mál við ráðningu í störf.

Við getum verið -og eigum að vera vinsamlegt samfélag fyrir innflytjendur - en ekki að gera okkur að alþjóðlegum hálfvitum með kjánalegum lögum.

Það yrði ekki íslenskri þjóð til álits eða hagsældar að fylla Alþingi nýbúum sem kynnu ekki önnur tungumál en frönsku.

Ég vænti þess líka að Jóni Bjarnasyni auðnist að halda inni í stjórnarskrá heimildarákvæði fyrir stjórnvöld til að takmarka erlendar fjárfestingar á Íslandi. Eiginlega þyrfti að rýmka stórum þær heimildir sem nú eru í lögum um það efni.

Frjálslyndi er gott að vissu marki en ábyrgir kjósendur verða að kunna og þekkja mun á frelsi og flónsku. 

Árni Gunnarsson, 19.10.2012 kl. 23:08

102 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sæll Axel, ég spurði stjórnlagaráðsfulltrúann Lýð Árnason hvort eignaréttur fólks væri tryggur í nýrri stjórnarskrá, hvort almenningur stæði sterkari gagnvart stjórnvöldum og hvort bann við mismunun væri öflugt. Svarið við þessu var neitandi. Að auki er stjórnvöldum enn leyft að hafa sterk refsiákvæði í lögum og að taka matskenndar ákvarðanir sem ekki þarf að rökstyðja efnislega. Þarna eru skilin á milli framkvæmda-, löggjafar- og dómsvalds mjög óljós þrátt fyrir ákvæði um aðskilnað í drögunum.

Dagurinn í dag er ekki barátta á milli góðs og ills, hins nýja og hins gamla heldur hvort okkur finnist drög að nýrri stjórnarskrá nægilega góð.

Miðað við þá galla sem ég tel fram hér að ofan þá tel ég svo ekki vera.

Mér finnst það ekki sérstaklega góð meðmæli með stjórnarskrá þegar stuðningsmenn hennar kalla mann "sérhagsmunapakk" fyrir það eitt að vilja tryggja almenningi sjálfsögð réttindi.

Lúðvík Júlíusson, 20.10.2012 kl. 10:06

103 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér vitnar þú Lúðvík í samtal við einn fulltrúa stjórnlagaráðs og dregur út úr því algerlega óskiljanlega niðurstöðu. Til hvers? Líður þér skár á eftir? Telurðu líkur á að einhver skilji þetta rugl þitt?

Er það venja í rökræðu að vitna í eigin ályktanir úr tveggja manna tali þar sem ekki er tilgreint út frá hvaða upplýsingum ályktanir eru dregnar?

Um hvað, nákvæmlega spurðir þú Lýð og hverju svaraði hann nákvæmlega?

Ég vona að svo kjarklausir verði Íslendingar aldrei að þeir hætti að tala um sérhagsmunapakk þegar þeir ræða um þá sem vilja geta tekið við þjóðareignum án endurgjalds í skjóli pólitískrar vildar.

Af því svo sannarlega er þar um pakk að ræða.

Þótt sumum finnist þetta "sjálfsögð réttindi!" 

Árni Gunnarsson, 20.10.2012 kl. 10:40

104 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Árni minn, það sést vel um hvað er verið að ræða. Túlkun og skilningur þeirra sem sömdu drögin eru mikilvæg til að skilja hvernig fara eigi eftir þeim.

Lýður segir einfaldlega að grunur sé nægur til að refsa og að eignir fólks séu ekki verndaðar í stjórnarskrá. Er eitthvað hægt að deila um þá túlkun hans?

Einnig munu nýju drögin ekki tryggja rétt almenninga á ódýrari úrlausn mála sinna hjá æðra stjornvaldi. Þannig er minnihluta gert erfiðara fyrir. Hvernig stjórnarskrá er það sem ver ekki minnihluta og hvernig fólk er það sem vill ekka veita minnihluta þessi sjálfsögðu réttindi?

Árni, þú þarf ekki að svara þessu en íhugaðu vel þessar spurningar í staðinn.

Lúðvík Júlíusson, 20.10.2012 kl. 10:57

105 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Myndum við ekki láta laga galla í nýjum bíl í stað þess að henda bílnum? Eigum við ekki að gera það sama við stjórnarskrárfrumvarpið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2012 kl. 11:47

106 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, þessi athugasemd gæti alveg eins vísað til "gömlu" stjórnarskrárinnar.

Kolbrún Hilmars, 20.10.2012 kl. 12:11

107 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Axel, spurning um það hvort við skilum ekki nýja gallaða bílnum og notum gamla gallagripinn þangað til við finnum nýjan og betri bíl.  Við skulum ekki sætta okkur við slæma lausn vegna þess eins að við viljum eitthvað nýtt. 

Nýtt er ekki það sama og betra og þróun er ekki alltaf til betra ástands.  Ég er ekki íhaldsmaður en gildishlaðin orð hafa skemmt fyrir málefnalegri umræðu.

Stöldrum við og skoðum hvort við getum ekki tryggt réttindi almennings betur.

Lúðvík Júlíusson, 20.10.2012 kl. 12:21

108 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nú bara þannig að við fáum sennilega ekki svona tækifæri í bráð aftur, og ef við höfnum þessum tillögum núna, af því að það er ekki rétta fólkið við völd, þá er það nokkuð ljóst að það verður alveg sama sagan ef einhverjir aðrir verða við völd, eða ætli fólki hugnist betur að Sjálfstæðisflokkurinn komi fram með sína útgáfu af stjórnarskrá.  Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að við séum svo miklir kjánar að hafna þessu, af því að okkur hugnast ekki stórnvöld.  Þetta mál er miklu stærra en bæði Jóhanna og Steingrímur.  Hér hafa margir lagt hönd á plóg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 12:46

109 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég var að lesa samtal Lýðs og Lúðvíks á blogginu og þar kom glöggt í ljós að nýju drögin eru ekki afdráttarlaus til túlkunar.

Gerði einhver ráð fyrir því að ný stjórnarskrá myndi leysa öll álitaefni?

Ég hef áður sagt og segi enn að í þessu plaggi er margt sem ég hef efasemdir um. Ég á þess bara ekki kost að fá að rita mína eigin stjórnarskrá svo ég ætla að treysta því að þessi nýju drög verði lagfærð.

Það er skársti kosturinn í stöðunni.

Engin stjórnarskrá mun tryggja að Alþingi verði vel skipað.

Árni Gunnarsson, 20.10.2012 kl. 13:07

110 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Árni.  Ef við höfnum þessum tillögum er alveg ljóst að við fáum ekki annað tækifæri á svona faglegum og góðum vinnubrögðum.  Ég ætla því að samþykkja og er nokkuð viss um að hnökrar verði lagfærðir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 13:32

111 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei Kolbrún því núverandi stjórnarskrá var samþykkt vitandi vits að hún væri bara til bráðabrigða, átti að duga okkur út stríðið og að þá átti vera tibúin ný og betri stjórnarskrá.

Það er nánast óhugsandi Lúðvík að "bifreið" af þessari tegund komi gallalaus af færibandinu, ætli menn að bíða eftir því mun aldrei neitt  gerast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2012 kl. 13:44

112 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Árni og Ásthildur, svo sammála og ég er búin að kjósa, sagði já við öllum spurningum nema þeirri þriðju.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2012 kl. 13:48

113 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sama gerði ég. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 13:58

114 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Axel, ég er ekki að leita eftir gallalausri bifreið heldur bifreið sem gegnir vel því hlutverki sem henni er ætlað.  Ef hlutverkið er að sem flestir njóti ferðarinnar og að þeir geri það ekki á kostnað annarra þá er þessi bifreið sem þú velur nú ekki sú rétta.

Lúðvík Júlíusson, 20.10.2012 kl. 18:27

115 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Því skil ég ekki af hverju þú vilt hökta áfram á kerru frá 1849.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2012 kl. 18:32

116 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ég vil það ekki en það er ekki spurt um það í þessum kosningum.  Það er spurt um það hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að vera lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Lúðvík Júlíusson, 20.10.2012 kl. 18:38

117 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og hvað er að því?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 18:59

118 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Tillögur stjórnlagaráðs koma beint frá þjóðinni, en óskir þjóðarinnar komu einmitt í ljós á þjóðfundi sem var haldinn áður en stjórnlagaráð tók til starfa.

Svo.. ég spyr eins og Ásthildur. Hvað er að því að þessar tillögur verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.10.2012 kl. 19:43

119 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég trúi því Lúðvík að það sé leiðin til framtíðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2012 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.