Það bar við um þær mundir að boð komu frá Bjarna Ben keisara að lýðnum bæri að hundsa eigin hagsmuni og hafna nýrri stjórnarskrá til að verja sérhagsmunapakkið.

Frá því að spilaborg auðvaldsins hrundi og þjóðinni var sendur reikningurinn hefur þjóðin kallað á breytingar, úrbætur og umfram allt réttlæti. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar breytingum, hafnar úrbótum og hafnar réttlæti fyrir aðra en sig og sitt útvalda sérhagsmunapakk. Forréttindagæsluflokkurinn hefur því sent út til lýðsins boð þess efnis að nýrri stjórnarskrá, lyklinum að breytingum, beri að hafna.

Teikn hafa verið uppi um að einhver hluti þjóðarinnar muni svara kalli kvalara sinna og hafna breytingum, hafna úrbótum og réttlæti og ganga til liðs við afturhalds öflin sem festa vilja óréttlætið í sessi.

Fyrstu merki þessa hafa þegar litið dagsins ljós, sú smán að þing ASÍ hefur endurkjörið Gylfa Arnbjörnsson til áframhaldandi forystu og þannig hafnað breytingum og  úrbótum innan sinna raða og hafnað því að stíga fram til nýrra tíma og nýrra vinnubragða, hafnað þátttöku í nýju Íslandi.

Vonandi er þetta ekki fyrirboði þess sem koma skal í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Verði frumvarpinu að nýrri stjórnarskrá hafnað verður slegið upp miklum veislum í  LÍÚ og Valhöll. Þær veislur verða aðeins fyrir forréttindaaðalinn og þar verður trúlega glatt á hjalla og fátt til sparað. 

En í þann gleðskap verður þeim ekki boðið, sem ætla í kosningunum að tryggja forréttindapakkinu völdin, haldi þeir það. En þeim og þjóðinni verður sendur reikningurinn, því geta þeir treyst.


mbl.is Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og enn heldur Samfylkingarmaðurinn uppi áróðri fyrir kvótagreifa sem búnir eru að selja kvótann með ofsagróða, og vilja fá meira.

Þeir hlægja dátt kvótagreifarnir, sitja í einbýlishúsunum í Reykjavík og nágrenni, teljandi peningana sem þeir fengu fyrir að selja atvinnu fólksins á landsbyggðinni, og lesa áróðurinn sem vellur upp úr grandalausum vinstrimönnum.

Ekki trúi ég því, að þessum áróðri ofsaríkra kvótagreifa verði tekið fagnandi á landsbyggðinni, þar sem fólk er af veikum mætti að reyna að verja lífsafkomuna fyrir gróðapungum og forstokkuðum handbendum þeirra.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 14:29

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

...og þú vilt þá ekki breyta þessu sérhagsmunakerfi?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 14:32

3 identicon

Af hverju?

Gróðapungarnir sem seldu afkomu landsbyggðarfólks, og flutti í einbýlishús í Reykjavík, eiga ekki afturkvæmt í greinina, nema að borga fyrir það.

Af hverju ættum við að einfalda þeim lífið, og gera þeim það kleyft, nánast ókeypis, með því að rífa aflaheimildir af fólki sem búið er að greiða stórfé fyrir þær?

Undarleg er réttlætiskennd Samfylkingarmanna.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 14:38

4 identicon

axel það gerist ekkert ef launamenn sjálfir vilja ekkert breyta, þeir höfnuðu breytingum með 80% meirihluta, það sem tveir þrír bloggarar á stangli hugleiða, hefur bara ekkert að segja. Verði þeim að góðu að fjármagna þetta batterí og bíða í 2 ár eftir næsta tækifæri

einar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 14:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Og það réttlætir í þínum augum að vitleysunni og óréttlætinu verði viðhaldið um ókomna tíð.

Ég er ekki í samfylkingunni Hilmar og hef ekkert haft við þann flokk að sælda síðan Imba kyssti Geir á Þingvöllum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 14:48

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Láttu mig vita það Einar. Þegar þingfulltrúar af ASÍ þinginu koma heim í hérað eiga þeir í mesta basli með að rökstyðja af hverju þeir létu baktjalda-og leynimakk á ASÍ þinginu ráða sínum gjörðum en ekki þann góða ásetning sem þeir voru gerðir út með að heiman. En svo eru þeir valdir aftur á næsta þing, til þess eins að endurtaka leikinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 14:55

7 identicon

Ó... er það þannig, að þú vilt að mistök verði leiðrétt með enn meiri mistökum?

Frjálsa framsalið er staðreynd. Það er líka staðreynd að guðmóðir og guðfaðir þessa stjórnarskrábastarðs, Jóhanna og Steingrímur, eru ábyrg fyrir frjálsa framsalinu.

Og það er líka staðreynd, að þeir sem eru í útgerð nú, keyptu aflaheimildir af gróðapungum fyrir stórfé. Og þú vilt stela þessari keyptu eign af þeim. Til þess að afhenda aftur þeim sem seldu sig út úr greininni fyrir ofsafé.

Og það er ekki ranglæti?

Furðuleg skoðun.

Ef það hugsar eins og Samfylkingarmaður og skrifar eins og Samfylkingarmaður, þá eru allar líkur á því, að það sé Samfylkingarmaður.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 15:00

8 identicon

nei ekki misskilja mig, auðvitað vill maður rétta kúrsinn af, en það hafa ýmsir reynt með litlum árangri. Vilhjálmur af skaganum talar um þetta eins og þetta sé ógerningur og meiri líkur á að verða forseti Norður Kóreu og hefur hann þó áralanga reynslu í þessum bransa. Launamenn fóru að orga í búsáhaldabyltingunni en virðast svo hafa orðið þögulir að nýju, ekki spyrja mig af hverju.

einar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 15:00

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hilmar þú ert greinilega einn af þeim mönnum sem telja best sé, ef þeir hrasa, að setja aldrei aftur annan fótinn fram fyrir hinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 15:09

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einar, þeir eru aldeilis ekki foringjalausir á Akranesi. Verkalýðshreyfingin er óravegu frá því að teljast lýðræðisleg. Ekki lagar nánast algert áhugaleysi og tómir fundarsalir stöðuna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 15:13

11 identicon

Hrasa?

Ég hef velt þessu svari þínu fyrir mér í dágóða stund, en bara næ ekki innihaldinu, né tilganginum með því.

Og velti því fyrir mér, af hverju þú svarar út í hött, í stað þess að ræða málefnið. Og það ekki í fyrsta sinn. Dapurlegur ferill þinn á Moggablogginu virðist vera þessu marki brendur.

Komst að þeirri niðurstöðu að þú sért innihaldslaus blöðrubelgur, sem er ekki fær um skoðanaskipti.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 15:36

12 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hilmar, persónuárásir og nafnaköll eru ekki skoðanaskipti. Fólk sem stundar svoleiðis er yfirleitt ef ekki alltaf gjörsamlega snautt allri kunnáttu til skoðanaskipta.

Skoðanaskipti verða líka almennt að engu þegar fólk er farið að gera andstæðingum sínum upp skoðanir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.10.2012 kl. 15:50

13 identicon

Potturinn kveður ketilinn svartan, Ingibjörg.

Það er ekki mín sök, þó viðmælandinn sé innantómur blöðrubelgur, og það á að vera mér að meinalausu, að benda á þá einföldu staðreynd.

Ef orðagjálfrarar komast óáreittir upp með innantómt kjaftæði, þá er umræðan fátækari.

Fyrir utan það, að ég held að þið tvö séuð síst til þess fallin, að vanda um fyrir öðrum.

Enda tek ég ekki hið minnsta mark á þessari tilfinningafroðu þinni, sem er einungis sett fram til þess að breiða yfir fullkomið getuleysi í rökræðu.

Ef mér skjöplast ekki, þá fellur eplið sjaldan......

Góðar stundir.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 16:12

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég þakka þá innlitið Hilmar, ég reikna þá ekki með því að ég, innihaldslausi blöðrubelgurinn með minn dapra feril, komi til með að njóta frekari heimsókna þinnar háverðugu persónu hálfu.

Megir þú eiga sem flesta "minnar nærveru" lausa daga!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.10.2012 kl. 16:21

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þú hefur ausið skömmum og skít og átt ýmis orð yfir skoðanir og persónur síðan þú fórst að tjá þig hér.

Ef ég þyrfti að breiða yfir eitthvað getuleysi, Hilmar minn, myndi ég líklega gera það á sama hátt og þú og hinir skólakrakkarnir gera, kallandi allt og alla sem deila ekki skoðunum mínum fífl og hálfvita.

Það hef ég ekki gert. Þetta átt þú aleinn og skuldlaust, og mátt alveg eiga áfram.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.10.2012 kl. 16:24

16 identicon

Nú get ég ekki staðist þetta Axel, enda ekki á hverjum degi sem manni tekst að móðga heila Samfylkingarfjölskyldu.

Það telst góður dagur.

Ingibjörg, ég hef kallað þig siðferðilegt tómarúm, og föður(?) þinn blöðrubelg. Ég hef algerlega stillt mig um að kalla þig eða þína fífl og hálfvita. Ég held að íslenskukunnáttu þinni sé verulega áfátt, ef þú telur tómarúm og blöðrubelg vera ígildi fífls og hálfvita.

Þess utan, þá hef ég fært fyrir því rök, af hverju þú ert siðferðilegt tómarúm, og faðir(?) þinn blöðrubelgur.

Hitt er svo, að ekki er mikil ástæða til þess að halda þessum samræðum áfram, enda væri það bara til þess að hjálpa ykkur við að breiða yfir fullkomið rök- og innihaldsleysi.

Vona að þið hafið hæfileika á einhverjum öðrum sviðum. Það er enginn algerlega vonlaus.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 16:39

17 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jááá ok, núna skil ég. :)

Ef maður getur réttlætt fyrir sjálfum sér afhverju maður kallar fólk hinum ýmsu nöfnum þá er það í lagi.

Jeminn, afhverju datt mér þetta ekki í hug?

Hver voru annars rökin þín fyrir því að ég var siðferðilegt tómarúm? Æji jú, útaf því mér finnast 36% mæting til atkvæðagreiðslu gilda, en þér ekki.

Orðin fífl og hálfviti voru mín. En það var vegna þess að mér þótti þau í raun skárri en orðin sem þú notaðir.

Þú talar rosalega mikið um rökleysu, en bendlar samt hvern þann sem er þér ósammála við ESB og samfylkinguna.

Ég verð því miður að hryggja þig minn kæri, að mér vitandi er ekki einn einasti stuðningsmaður samfylkingar í minni fjölskyldu.

En þú mátt alveg trúa því áfram mín vegna, ef það hjálpar þér að sofa betur á kvöldin.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.10.2012 kl. 16:53

18 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Annars bíð ég eftir rökum sem eru ekki "ÞETTA ER ALLT HELVÍTIS SAMFYLKINGUNNI AÐ KENNA!"

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 19.10.2012 kl. 16:57

19 identicon

Ingibjörg, röksemd er framlagning gagna eða ástæðna fyrir skoðun. Ég þarf ekki að leggja fram rök til að sannfæra sjálfan mig, enda þegar sannfærður, og sá sem leggur fram rökin og ástæðurnar.

Hérna eru rökin og gögnin, sem leiddu til þess að ég dró þá ályktun að þú værir siðferðilegt tómarúm, og í framhaldinu lagði þau fram sem rök:

"Þér virðist slétt sama þó svo að meginþorri kjósenda hafi sniðgengið þær (kosningarnar), og að þær hafi verið ólöglegar, og "nefndin sem frú Jóhanna skipaði, eftir skiptbrotið, sé pólitískt skipað ráð, ætlað að komast að pólitískri niðurstöðu.

Siðferðileg tómarúm, eins og þú, hefur náttúrulega enga skilning á þörf þess, að stjórnarskrá endurspegli vilja ALLRAR þjóðarinnar. Enda skiptir það þig engu máli, þó svo að 85% þjóðarinnar sætu heima.

ÉG meina, það skiptir ekki einu sinni máli, þó svo að þið töpuðuð kosningunum, enda er forsætisráðherrann ykkar búinn að boða það, að stjórnarskránni verði breytt, hvað sem almenningur í landinu segir í kosningum"

Engin 36% gæskan, 15%.

Ef þú ert að bíða eftir vagninum með öðru en "ÞETTA ER ALLT HELVÍTIS SAMFYLKINGUNNI AÐ KENNA!", þá verð ég að hryggja þig með því, að þú misstir greinilega af þeim vagni, meðan þú sast í sjálfsvorkun yfir því hversu vondur og orðljótur ég er í þinn garð. Ég get bara bentþér á að lesa umræðuna hægt yfir, og ef þú þjáist af lesblindu, að fá einhvern til að hjálpa þér við lesturinn.

Og að lokum þá verð ég að taka það fram, að ég þjáist sannarlega ekki af svefnleysi vegna einhvers sem þú skrifaðir, eða skrifaðir ekki.

Maður gæti misst svefn yfir skoðunum einhvers nákomins, eða einhvers sem maður tekur mark á. Þú kemst víst ekki í þá flokka.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 17:46

20 identicon

Axel, bara svo þú vitir það, fólk í andlegu jafnvægi fer ekki á morgun til að kjósa með eða á móti sjálfstæðisflokknum.  Þú getur því tekið þér frí frá bloggfárinu fullviss um að raupið í þer kemur ekki til með að snú nokkrum heilbrigðum einstakilingi á sveif með þinni skoðun.

Fáðu þér öllara, slappaðu af og slefaðu, settu þitt x þar sem þú vilt hafa það og hættu þessu heimskulega raupi.

Bjarni (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 01:18

21 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvað verð ég kallaður af sjálfskipuðum samfélagsrýnendum og blogglúðrasveitum  "hinu réttu skoðana", kjósandi sem enn er ekki alveg ákveðinn, en er að hugsa samt um þrjú nei og þrjú já?  Ef einhver er ekki sammála mér, þá vísa ég í 14.greinina í stjórnarskrá, nýju og gömlu.

Munum svo að fullyrðingin er tal fáfræðinnar annars vegar, og trúarinnar hins vegar.

Guðmundur Björn, 20.10.2012 kl. 09:57

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrirgefðu Bjarni, það var alls ekki ætlun mín að koma þér svona úr jafnvægi. Ég læt þig því um ölið og slefið, eða öllu heldur þynnkuna, núna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2012 kl. 10:25

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig grunar Guðmundur Björn, að 14. greininni sé ætlað að tryggja öllum sama rétt, jafnt þér sem blogglúðasveitum og jafnvel handhöfum hinna "réttu skoðana". En auðvitað kann það að vera rangt hjá mér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2012 kl. 10:59

24 identicon

mér finnst þráðurinn kominn á víðan völl og skil ekki margt af þessu á undan en eru málsvarar alþýðu eitthvað betri í dag? flokkast þeir ekki undir sérhagsmunagæslumenn, gæta hagsmuna sinna fyrst og fremst. Þetta er fáranlegt að vera rífast um 5500 til 11000 kall til og frá veikustu umbjóðenda sinna og setja þetta leikrit upp á hverju ári með vöfflujárnið á meðan 500 milljarða gat í lífeyrissjóðunum er óútskýrður, sjálfir eru þeir á 10 földum verkamannalaunum ... hver er svo árangurinn?

einar (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.