Karlrembu Samband Íslands

Það hefur aldrei verið ljósara en í dag að kvennalandslið Íslands í knattspyrnu stendur karlalandsliðinu ljósárum framar í getu og frammistöðu, en að samaskapi jafn aftar að öllum aðbúnaði og stuðningi.

Það er komin tími til að KSÍ – Karlrembu Samband Íslands- manni sig upp og gyrði í brók. Í stað þess, í eigin auglýsingaskini og til þess að fela eigin skömm, að gauka málamynda bónus að kvennalandsliðinu fyrir glæsilegan árangur þá viðurkenni þeir einfaldlega að straumhvörf hafi orðið í Íslenskri knattspyrnu og geri í framhaldinu það eina rétta.  

Sem er að alger umskipti verði á þeim fjármunum sem til landsliðanna renna, konurnar fái þau framlög að sem karlarnir fá núna og öfugt. Þannig og aðeins þannig verður réttlæti náð. – Það er að segja ef það er markmið KSÍ að vera raunverulegt Knattspyrnu Samband Íslands en ekki eitthver karlrembu hagsmunaklúbbur.


mbl.is Skipta á milli sín 10 milljónum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig hallar á kvennalandsliðin þegar kemur að aðbúnaði og stuðningi?

Heldur KSÍ ekki út landsliði í öllum aldursflokkum bæði karla og kvenna?

Er aðbúnaður A-landsliða karla og kvenna ekki sambærilegur þegar kemur að æfingjaleikjum, undirbúningi fyrir leiki, ferðatilhögun, gistikosti o.þ.h.?

Að hvaða leiti er stuðningur við kvenna liðið minni en karla?

Það er líka mikilvægt að hafa í huga að megnið af tekjum KSÍ kemur til vegna karlaboltans en nær ekkert vegna kvennaboltans og ef dregið er úr stuðningi við karlaboltann er hætta á það verði einfaldlega minni tekjur til að halda úti jafn öflugu landsliðsstarfi karla OG kvenna

Karma (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 16:19

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það bjóst nú vist enginn við því að karlarnir sem eru búnir að sofa rólegir þurfi kannski að fara að vakna !

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.10.2012 kl. 17:04

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það þarf allavega að jafna þetta eitthvað. Karlaliðið er bara c-lið og hefur alltaf verið á alþjóðlegan mælikvarða. Þar er engin breyting í nánd. Kvennaliðið hefur hinsvegar verið að standa sig frábærlega og eru núna komnar á EM í annað sinn. Þarna þarf að beina fjármununum. Það er fullreynt með c-lið karlanna, þeir verða alltaf c, en eru ágætir sem slíkir.

Guðmundur Pétursson, 26.10.2012 kl. 23:49

4 identicon

Kvennalandsliðið er nú þegar að fá megnið af sínu rekstrarfé frá karlalandsliðinu, en auðvitað hefur þú ekki hugmynd um það, kvennrembusvín sem þú ert.

 Kvennaboltinn í landinu, og þó víðar væri leitað, er að fá sitt rekstrarfé frá karlaliðum klubbanna.  Ef rekstur karla- og kvennaboltans væri aðskilinn þá væri kvennaboltinn að spila á möl með upprúllaða sokka.  Hafðu svo vit á því að þegja um hluti sem þú hefur enga þekkingu á.

Bjarni (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband