Fjandvinafögnuður

Atli Jón GuddaAthygli vekur að svarnir pólitískir andstæðingar Atla Gíslasonar, Jóns Bjarnasonar og Guðfríðar Lilju keppast nú um að skrifa lofrullur og minningargreinar um þau pólitískt gengin. Lofrullur á þeim mælikvarða sem ekki koma úr ranni íhaldsins nema um þeirra eigin Guði fallna.

Það hefur ekki verið þeim Atla, Jóni og Guðfríði neitt sérstakt áhyggjuefni að hafa verið á skjá og skjön við samherja sína. En sú staðreynd að þau eru núna elskuð og dáð af pólitískum fjandmönnum, sem aldrei hafa lagt þeim til annað en illt orð, ætti að vera þeim nokkurt íhugunarefni.


mbl.is Guðfríður Lilja stóð með grunngildunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja sáu hjálparlaust um að mála sig út í horn gagnvart flokksfélögum.

Jón með ótrúlegum embættisafglöpum og þumbarahætti og Guðfríður með því að vera á móti öllu. Og auðvitað klappar íhaldið fyrir þessum riddurum ömurleikans.

Nú vantar bara lýðskrumarann Ögmund í þennan hjáróma grátkór.

Farið hefur fé betra...

hilmar jónsson, 3.11.2012 kl. 12:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Engin eftirsjá að þessu fólki

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2012 kl. 13:14

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef að lýðsskrumari nr.1 Steingrímur J segði sig úr stjórnmálum væri ekki útlilokað að kjósa flokkinn.

Þó er það nokkuð líklegt að þó að Seingrímur yfirgæfi Alþingi myndi hann "púlla Dabba" og fjarstýra öllu utanfrá.

Óskar Guðmundsson, 3.11.2012 kl. 17:03

4 identicon

Hlýðni við "samherja", sér í lagi ef hún er í raun um leið svik við hugsjónir, því hinir svokölluðu "samherjar" manns eru úlfar í sauðargæru, standa fyrir allt aðra hluti en upprunalegar hugsjónir þær sem flokkurinn kenndi sig við, er löstur og ekki kostur. Eðlilegur sócíalisti árið 1939 í Þýskalandi væri ekki svikari fyrir að svíkja meinta þjóðernis-SÓSÍALISTA, þar eins og fíflin, skreytandi sig með stolnum fjöðrum og orðum, kölluðu sig. Og ef út í það er farið þá væri gamall og gegnheill kommúnisti, trúr hinum háu hugsjónum Marx og Trotskys, enginn "svikari" við sínar hugsjónir með því að neita að gerast Stalínisti eða Maóisti, þó þau fífl hafi líka, ranglega og óréttilega, nefnt sig kommúnista. Sannur hægrimaður, innblásinn af hinum fallegu og háu hugmyndum John Stuart Mill og fleiri heimspekinga hægra megin við línuna, væri heldur ekki einhver svikari og viðbjóður, þó sá hinn sami hefði yfirgefið flokkinn hans Pinochet á sínum tíma og kapítalista öfgamennina þar, jafnvel öfgafyllri í óheftum kapítalisma sínum en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin samanlögð, ef þau gengu í eina sæng, enn á ný eins og þegar hrunið var, og sameinuðu krafta sína í samspilltri sjálfsgræðgisstefnunni á nýjan leik. Nei, alvöru manneskja, sem vert er að taka margt á, er trú hugsjónum sínum, og lætur ekki svikara sem hengja þær utan á sig sem innantómar skrautfjaðrir hræða sig frá því að fylgja þeim. Þeir voru ófáir sem létu lífið í frönsku byltingunni eftir að þeir neituðu að fylgja öfgamönnunum sem stálu byltingunni og byrjuðu að höggva mann og annan, jafnvel bara fyrir "vitlausan" klæðaburð og annað eftir hentugleikum. Var það fólk svikarar? Nei, það voru hinir sönnu málsvarar slagorðs byltingarinnar "Frelsi, jafnrétti, bræðralag", og þess vegna gátu þau ekki fylgt þeim sem notuðu þessi orð í hálfkæringi án þess að skilja merkingu þeirra, og misnotuðu hina göfugu byltingu til að fá útrás fyrir eigin valdasýki og andlegan sadisma. Guðfríður Lilja er ekki svikari, og þegar persónukjör kemst á, og þjóðin neitar að taka þátt í þessu spillta og rotna kerfi lengur, þá verður hún enn á blaði, en nær allir helstu frammámenn allra flokka á Íslandi horfnir á braut fyrir fullt og allt.

Og raunverulega ástæðan fyrir því að Jón Bjarni, Guðfríður Lilja og þau öll eru vinsæl hjá sumum sem kosið hafa hægriflokkana? Það er nú bara það að meira að segja frægir vinstrimenn og marxista hér á landi hafa viðurkennt að hafa við og við kosið þá, til að andmæla hræsnisfullu svikurunum í eigin flokkum. Ég myndi til dæmis kjósa alvöru vinstriflokk, alþjóðasinnaðan, ekki "evrópusinnaðan", sem væri til í að borga miklu meira í þróunaraðstoð og slíkt, og jafna lífskjör hér með mjög afgerandi hætti og berjast gegn efnishyggju með alls konar meðölum. En ég myndi samt fyrr kjósa Sjálfstæðisflokkinn, hugsjónalegan óvin minn, heldur en Samfylkinguna, spillta afskræmingu á hugsjónum mínum, því mér líkar betur við heiðarlegan óvin en falskan vin. Og þannig slær hjarta stórs hluta þjóðarinnar. Guðfríður Lilja, Jón og allt þið góða fólk, vinsamlega stofnið flokk sem ég get kosið. Annars neyðist ég til að sitja heima næst, nema ég verði fluttur úr landi!

Bara íslenskur almúgamaður (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.