Bjarni helmingur segir stöðu sína sterka

Það er sannarlega lán fyrir Bjarna að reiknis- og prósentukúnstir hans sjálfs voru ekki notaðar í þessu prófkjöri. Útkoma formannsins hefði þá vart verið mælanleg.  

„Það var að mér sótt með stórum orðum“ segir Bjarni formaður til skýringar á afleitri útkomu hans. Þrátt fyrir að hafa að eigin sögn séð margt í pólitíkinni hefur það greinilega farið framhjá Bjarna að í kosningum og prófkjörum er yfirleitt hörð og óvægin samkeppni um atkvæðin.

Bjarni reiknaði með að fá rússneska kosningu alveg vafningslaust, en gleymdi að reikna með vafningi eigin fortíðar.

„En staða mín er sterk og enginn ógnar minni stöðu, ég lýk þessu prófkjöri með afgerandi sigri“ segir Bjarni kokhraustur með sinn helming.

Núna telst 54% afgerandi sigur hjá Bjarna en ekki eru nema nokkrir dagar síðan sami Bjarni notaði stór orð um 64% fylgi við frumvarp að nýrri stjórnarskrá og sagði slíka niðurstöðu ekki marktæka og í raun skipbrot fyrir þá sem að kosningunni stóðu.

Þá vitum við það.

  


mbl.is „Getur verið kalt á toppnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Úps, nú á þessi titill eftir að festast við hann.

Bjarni helmimgur..

hilmar jónsson, 11.11.2012 kl. 14:58

2 Smámynd: hilmar  jónsson

þ.e.: Helmingur. Hálfur..1/2

hilmar jónsson, 11.11.2012 kl. 14:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Var það ekki líka rétt helmingurinn sem greiddi honum atkvæði sitt á síðasta landsfundi?  Það er bara spurningin hvort það er betri eða verri helmingurinn. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.11.2012 kl. 15:45

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Setjum Birgir í málið...

hilmar jónsson, 11.11.2012 kl. 15:46

5 identicon

Sæll.

Vandamál Sjallanna er Bjarni. Margir munu ekki kjósa Sjallana vegna þess að þeir sjá að Bjarni veit ekki hvort hann er að koma eða fara:

1) Hann vildi evru og ESB fyrir nokkrum árum. Ekki núna.

2) Fyrst vildi hann ekki Icesave en svo vildi hann Icesave.

Svona manni er ekki hægt að treysta. Það er alltaf vont þegar stjórnmálamenn eru ekki látnir fara þegar þeir svíkja sín orð.

Aum voru örlög flokksins að þurfa að velja á milli Hönnu Birnu eða Bjarna. Þau eru bæði vonlaus.

Helgi (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 16:10

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Aumur er flokkurinn Helgi að hafa ekki annað fram að færa en Bjarna og Hönnu Birnu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.11.2012 kl. 16:15

7 identicon

@6:

Já það er rétt hjá þér, það er vont fyrir alla þjóðina :-( Flokkurinn hefur færst alltof langt inn að miðju. Svikin í Icesave átti ekki að líða. Sjallarnir fá það sem þeir kusu yfir sig.

Heimurinn stendur frammi fyrir enn verri kreppu en húsnæðisbólunni frá 2007/2008. Ég giska á að hamfarirnar hefjist eftir 2-4 ár :-(

Helgi (IP-tala skráð) 11.11.2012 kl. 16:27

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Aumingja sviksami Bjarni Vafningur Ben,hvernig fær hann það út að vera sterkur Leiðtogi eftir Prófkjörið??

Vilhjálmur Stefánsson, 11.11.2012 kl. 16:55

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri nærtækast Vilhjálmur að spyrja Bjarna, það hljóta að vera hæg heimatökin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.11.2012 kl. 22:35

10 Smámynd: Jens Guð

  Samkvæmt útreikningi BB sjálfs í túlkun á úrslitum kosninga er hann 18% maður.  82% höfnuðu honum og afgangurinn kaus með óbragð í munni (svo vitnað sé í orð Doddsonar af öðru tilefni). 

Jens Guð, 12.11.2012 kl. 00:11

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki er ástæða til að rengja þessa menn Jens.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.11.2012 kl. 00:33

12 Smámynd: Jens Guð

  Nei,  það væri ókurteisi og ruddaskapur að leggja út af öðru en útlistun Vafningsins á kosningaúrslitum að fara á skjön við hans reikningsaðferð.  Hann er 18% maður.  82% höfnuðu honum með óbragð í munni.  Við höldum okkur við hans aðferð og reikningskúnst.  Hann kann þetta.  Alveg eins og þegar hann afgreiddi Vafning Neins.  Með tilheyrandi afskriftum.  Það fylgir dæminu.  Menn kunna sitt fag.

Jens Guð, 12.11.2012 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband