Ísrael liggur í vörn - staðan er 136 : 5, þeim í vil.

Viðræður standa yfir um vopnahlé á Gaza, en á meðan láta Ísraelar sprengjum rigna yfir svæðið í kapp við tímann að klára það sprengjumagn sem þeir höfðu fyrirfram ákveðið  að notað yrði á Palestínskar fjölskyldur í þessari umferð. 

israel-bombingÞegar Ísraelar hafa lokið við að „verja“ sig og kastað síðustu sprengj- unni í þessari porsjón, fallast þeir á vopnahlé og alþjóðasamfélagið klappar þeim á bakið og hrósar þeim fyrir mannúðina.  

Þá verður „leikhlé“ á svæðinu  um hríð eða þangað til nýrra átaka er þörf  af pólitískum ástæðum. Þá þurfa Ísraelar að venju lítið að gera til að egna Palestínsk öfgasamtök nægjanlega til að allt fari í bál og brand á ný. Það fag kunna þeir upp á sína tíu.

  

Það er sorglega er, mitt í þessum harmleik,  að frú utanríkisráðherra Bandaríkjanna lætur eins og hún vinni að því hörðum höndum að koma á friði, þegar allir vita að ekki þarf nema eitt orð frá henni í eyra Ísraela til að stöðva sprengjuregnið.


mbl.is Enn rignir sprengjum yfir Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband