Sigmundur þarftu ekki að hugsa þetta upp á nýtt?

Formaður Framsóknarflokksins segir framboð flokksins hafa styrkst í Reykjavík við brotthvarf sitt þaðan. Jafnframt segir hann að framboð flokksins í N-Austurkjördæmi styrkst við komu sína þangað!

Þetta er undarleg jafna jafnvel á Framsóknarvísu.

Ef Kögunarstrákurinn telur sig hafa verið dragbít á flokkinn fyrir sunnan en vera lyftistöng fyrir norðan, þá er ekki hægt að skilja orð hans öðruvísi en að meðframbjóðendur hans fyrir norðan séu ekki merkilegir pappírar.


mbl.is „Stóru tækifærin liggja hér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Best væri fyrir þennan dreng að draga sig í hlé og láta aldrei sjá sig framar á vettfangi stjórnmála...flokkurinn er ekki samur eftir að þetta útrásavíkings dæmi tók við honum...er þetta vísbending úr 101 að það sé ekki til nothæft fólk úti á landi??

Þorgeir (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 18:16

2 identicon

Þetta heitir á Íslensku, að tryggja sér það að komast inn.

Ef væri hjá ÖLLUM flokkum frjáls listakosning, þá væri ekkert

af þessu fólki í dag að fara á þing eða í efstu sæti.

En þessar kosningar eru svo í anda gamla kommúnistmanns,

til þess eins að tryggja það, að þeirra menn komist að (4flokkurinn)

Þá á  ég við uppstillingu allra flokka á efstu sætum.

Það bara býður ekki uppá frjálst lýðræði. 

Það má bara kjósa í ákveðin sæti...!!!

Flott..!!! En hvað þá með fjöldan..??

Hann skiptir ekki máli vegna þess að uppstillingar eru gerðar til þess

að tryggja endursetu óhæfs fólks á þessu líka lága alþingi.

Meðan við fáum ekki að kjósa frjálst, þá er útkoman vægast sagt

ömurleg. 

Nýja Ísland...!!!

Þetta er í boði í dag.

Sama gamla handónýta úrsérgenga  flokkspólítíska drasl,

sem heldur, að með því að sminka sig og

setja á nýjan varalit, að þá sé allt gott.

Við eigum betra skilið.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 18:32

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er alveg réttmæt ábending hjá þér Axel.

Skemmtilega aumt að vera + og +, í orðræðunni.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.12.2012 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband