Verður strokukrimminn 14. jólasveininn?
24.12.2012 | 00:29
Löggjöf okkar virðist svo galin að afleiðing af stroki Matthíasar Mána verður vart annað en kertum skreytt terta á Hrauninu með áletruninni velkomin heim þegar til hans næst og hann verið færður aftur til síns heima.
Á Íslandi hefur það nákvæmlega engar afleiðingar að strjúka úr fangelsi, það telst ekki til afbrota og hefur engin áhrif á refsivist viðkomandi.
Þetta er ekki það eina sem er galið, menn eru víst farnir að senda út skilaboð til krimmans og höfða hans "betri manns" að gefa sig fram því ættingjar hans megi ekki til þess hugsa að hann eyði jólunum einn og vinalaus! Það er hreint út sagt óbærileg hugsun öllu rétthugsandi fólki að þessi mannvinur fari á mis við hlýju og kærleika jólanna.
Þessi "maður" á nákvæmlega enga samúð eða skilning skilið. Hann hefur af fullum ásetningi hótað konu lífláti, konu sem hefur í angist sinni yfir frelsi hans ekki séð sér annað fært en að flýja land af ótta við þetta afstyrmi.
Samt hafa sumir lagst svo lágt að gera þetta afstyrmi nánast að hetju á blogginu, af ástæðu sem sálfræðingar framtíðarinnar munu eflaust velta fyrir sér.
Ég sé að sá sem af mestri tilfinningasemi gekk fram, af einhverri óútskýrðri andúð í garð fangelsismálastjóra, hefur núna fjarlægt sín skrif, en eftir situr hans skömm.
Rimlaskellir heitir jólasveininn fjórtándi, fáir vilja hans heimsókna njóta.
![]() |
Ekkert útilokað nema Litla-Hraun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér gefur þú þér fyrirfram vissu um að engin viðurlög séu við stroki.
Í almennum hegningarlögum eru mjög ákveðin úrræði um strokufanga. Þeir geta átt von á að vera settir í einangrun og sæta meiri gæslu eftirleiðis en aðrir refsifangar.
Mjög farsæl lausn er á þessu máli og gleðilegt hve bændafólkð tók þessu með réttum tökum: sýna strokumanninum vinsemd og gefa honum að borða eftir að vera án matar sólarhringum saman.
Ef þetta hefði verið í Bandaríkjunum hefði mátt búast við vopnaviðskiptum og tilheyrandi mannfalli. Væri ekki unnt að kynna þessi mál í Bandaríkjunum og koma þeim niður á jörðina.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 24.12.2012 kl. 12:42
Það hefur fram að þessu ekki verið refsivert að strjúka úr fangelsi á Íslandi Guðjón, sé það einkaframkvæmd. Ég verð tek staðfestingu Páls Winkel á þeirri vissu minni trúanlega.
Ég er sammála þér að nákvæmlega hefði þetta getað endað þar vestra. Að koma vitinu fyrir á er hinsvegar önnur og snúin Ella.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.12.2012 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.