Of flókið fyrir mig

Tveir Íslendingar, sem sitja af sér fíkniefnadóm í fangelsi í Danmörku, hafa verið handteknir og krefst  lögreglan þess að dómari úrskurði þá báða í gæsluvarðhald!

Það hljómar undarlega að menn, sem þegar sitja í grjótinu, séu „handteknir“ formlega og farið fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þeim þegar þeir eru, af augljósum ástæðum, ekki á förum eitt eða neitt næstu mánuðina.

Ja formlegt skal það vera.

 
mbl.is Handteknir í dönsku fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Axel. þetta er partur af því sem ég var að segja þegar þú þjarmaðir að mér á minni Bloggsíðu. Íslendingar eru búnir að gera sig óvinsæla í öllum löndum utan sem innan ESB. Við erum eins og stefnulausir kettir.

Valdimar Samúelsson, 15.2.2013 kl. 15:49

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

hvar færð þú þennan Flag Counter.???

Valdimar Samúelsson, 15.2.2013 kl. 15:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig er hægt að vera handtekinn í fangelsi ?

Sennilega aðeins í Danmörku...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2013 kl. 16:20

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hér er slóðin á þetta fána dót:

http://www.flagcounter.com/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2013 kl. 16:22

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er ofvaxið mínum skilningi, Guðmundur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2013 kl. 16:23

6 identicon

Settir í einangrun án síma og svoleiðis......

GB (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 17:12

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, já, örugglega allur pakkinn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2013 kl. 18:00

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er skondin frétt svo ekki sé meira sagt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2013 kl. 18:13

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég varð að lesa fréttina aftur til að fullvissa mig að ég hefði meðtekið hana rétt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.2.2013 kl. 18:58

10 identicon

Í Fréttablaðinu í dag(16/2) er þessi sama frétt,um að þeir hafi verið handteknir í fangelsinu,ég er heldur ekki að ná þessu.

Númi (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.