Þvílíkt bull og vitleysa!

Það hefur verið vaxandi þrýstingur í kerfinu að sjúklingum hverskonar og hvaðanæva af landinu sé gert að sækja þjónustu og læknishjálp til Reykjavíkur.

Sparnaði og niðurskurði er borið við sem höfuðástæðu þess. Ekki hefur verið sýnt fram á í hverju sparnaðurinn liggur í heildarmyndinni. Flutningar á sjúklingum, auðar skurðstofur og ónotuð tækni og ónýttur mannafli úti á landi kostar sitt.

Ég var 1966, níu ára gamall, skorinn upp við botnlangabólgu á Héraðshæli A-Húnavatnssýslu á Blönduósi af héraðslækninum þar Sigursteini Guðmundssyni, aðstoðarlæki hans og hjúkrunarliði á spítalanum. Uppskurðurinn tókst eðlilega með mestu ágætum. Þetta var einfaldlega hlutverk lækna og hjúkrunarfólks þá og fórst þeim vel úr hendi.

Enginn talaði þá um að ódýrara yrði að flytja mig suður því ekki væri ástæða til að leggja uppskurð fyrir starfslið Héraðshælis A-Húnavatnssýslu svo það gæti tekið í spil á meðan uppskurðurinn færi fram fyrir sunnan. Eðlilega, því engum datt slík víðáttu vitleysa í hug þá. En síðan þá höfum við eignast svo mikið af gáfuðu fólki að það er ekki grín. 

Nú er allt sagt sérhæft, læknar virðast ekki vera læknar lengur heldur einhverskonar „sérfræðingar“, hver á sínu sviði. Einn kíkir upp í nef annar upp í leggöng sá þriðji upp í „rectum“ o.s.f.v. og slíkir snobbpinnar starfa helst ekki utan Reykjavík hundrað og eitthvað. Þvílík helvítis della.

Það er nauðsynlegt af mínu viti að prufukeyra svona miðlægt heilbrigðiskerfi í smá tíma og þá með öfugum formerkjum þannig að sjúklingum af höfuðborgarsvæðinu væri gert að leita til Vestmanneyja, Ísafjarðar, Hólmavíkur, Egilstaða eða á önnur „krummaskuð“ með alla þjónustu sem kallar á meira en pillur og plástra.

Það kynni að kalla á endurútreikning á sögðum sparnaði við slíkt miðlægt fyrirkomulag. Það kæmi þá sennilega í ljós við útreikning snillinganna að mun dýrara væri að flytja sjúkling norður en að flytja sama sjúkling suður. 


mbl.is Barnshafandi í Eyjum fæði í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er algjörlega að verða óþolandi ástand.  Nú er talað um að rífa nýjar skurðstofur á Suðurnesjum vegna þess að þær eru ekki notaðar.  Og ef menn frá vilja sínum framgengt um nýtt hátæknisjúkrahús, þá verður öllum heilsugæslustofnunum á landsbyggðinni lokað vegna fjárskorts.  Eins og þú segir það kostar heilmikla peninga að flytja fólk milli staða, fyrir utan að það missir af nærveru ættingja og vina, þegar mest er þörfin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2013 kl. 11:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held Ásthildur að gáfumennirnir hafi alveg gleymt að setja tilfinningar sjúlkinga og aðstandenda þeirra inn í reikniformúluna eða hreinlega tekið þær og aðra þætti út þegar niðurstaðan varð önnur en þeir kusu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.2.2013 kl. 12:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það lítur svo sannarlega út fyrir það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2013 kl. 12:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hljómar dulítið öfugsnúið á sama tíma og varla má orðið snerta við glæpamönnum í gæslu og refsingu af ótta við að það róti tilfinningum þeirra um of.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.2.2013 kl. 12:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það er ýmist í ökla eða eyra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2013 kl. 13:34

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ekki myndi ég vilja búa í Eyjum núna. Maður hefur nú nógu miklar áhyggjur eins og er, þótt það eru enn 9-10 vikur í setta dagsetningu hjá mér.

Hvað ef einhver kona fer af stað langt fyrir tímann og þarf kannski á bráðakeisara að halda? Tala nú ekki um að veðrið verði með þeim hætti að ómögulegt sé að sækja konuna með sjúkraflugi. Hvað þá? Tough shit?

Hvenær ætla þeir þarna í heilbrigðisráðuneytinu að rífa höfuðið útúr rassgatinu á sér, hysja upp um sig brækurnar og líta aðeins á þessar reikniformúlur? Allur þessur flutningur fram og til baka með sjúklinga er ekki aðeins meira álag og kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið, heldur líka sjúklingana. Nógu mikið er nú álagið á LSH eins og er, og varla á það bætandi.

Ég veit ekki hvernig þeir fá út þennan sparnað, grunar mig að heilbrigðisráðherra hafi séð hann í draumi, því þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Ég ætla bara að þakka fyrir að búa ekki úti í Eyjum. Ég vil ekki ímynda mér hryllinginn ef eitthvað væri nú að barninu mínu og ég kæmist hvorki lönd né strönd.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.2.2013 kl. 14:12

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er óþolandi tilhugsun að þjónusta sé svona mikið skert á landsbyggðinni, og það á vakt norrænu velferðarstjórnarinnar, kann ekki góðri lukku að stýra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2013 kl. 16:03

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi miðlæga heilbrigðisstefna er ekki uppfinning núverandi stjórnar, þó ótrúlegt sé! Hún er mun eldri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.2.2013 kl. 16:25

9 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Sammála hverju orði hjá þér Axel.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 18.2.2013 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.