Draumur litlu þúfunnar

Eflaust er Þór Saari, eðli máls samkvæmt, heillaður af máltækinu um litlu þúfuna og hlassið. Kannski dreymir hann um að verða litla þústin sem veltir stóra hlassinu um, einum metra frá endamarkinu.

Hvað gengur Þór eiginlega til með þessu frumhlaupi, vitandi að með því eyðileggur hann líklegast framgang stjórnarskrármálsins, sem hefur verið hans hjartans mál að eigin sögn?

Þetta gerir Þór öllum að óvörum korteri fyrir þinglok. Margir munu eflaust velta fyrir sér hvort Þór telji sig vera að skapa sér nafn í sögunni með þessum fíflalátum, eða hvort honum hafi hreinlega borist nægjanleg örvun frá „hagsmunaaðilum“ fyrir þennan greiða?  

En hvað sem veldur þessum kjánaskap Þórs Saari, verður hann í fyllingu tímans sennilega helst þekktur sem litla óþekkta þúfan sem vildi verða fræg en valt í staðin um eigin kjánaskap.


mbl.is Líf ríkisstjórnar hangir á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek nú bara undir þetta..

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 22:06

2 identicon

Hvað meinarðu Axel , Þór og lítil þúfa.

Ertu að gera grín að vaxtarlagi hans,ef svo er þá skammastu þín.

Númi (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 23:25

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Einn þingmaður, einfari í þinginu er nú lítið annað en lítil þúfa. Að átt sé við vaxtalag hans eru þín orð en ekki mín Númi, svo skammast þú þín sjálfur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2013 kl. 23:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Svona, svona strákar, það er ekkert að því að vera líkt við þúfu, þúfan er eins Íslensk og falleg eins og sóley í túni   en ég er nú sammála ykkur með það að ég skil ekki upphlaupið hjá honum núna, nema bara til að vekja athygli á sér.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.2.2013 kl. 11:27

5 Smámynd: Pétur Harðarson

Kannski var þetta tilraun til vekja á sér athygli en ég held að stjórnarskrármálið sé mjög tengt ESB aðildarferlinu. Nú er það ferli í dái og því ástæðulaust fyrir Samfó að setja eitthvað púst í þetta mál. Ég held að Þór hafi bari verið sár yfir því að stjórnarflokkarnir virtust ekki nenna að skoða tillögur hans um hvernig væri hægt að ljúka þessu. Það ætti nú ekki að koma honum á óvart samt. Ríkisstjórnin hefur ekki beinlínis verið þekkt fyrir að vera viljug til samstarfs í stórum málum.

Pétur Harðarson, 21.2.2013 kl. 12:21

6 identicon

Númi hefur greinilega verið að misskilja þig ,Axel,svo núna skammast Númi sín.

Númi (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 14:02

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég vona Númi að Númi hressist og taki gleði sína á ný. Ég bið Númi að heilsa Núma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2013 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband