Sjálfhverfa liðið

Ályktunin sem samþykkt var í gær á landsfundi Sjálfstæðisflokksins -að öll lagasetning skuli taka mið af kristnum gildum þegar það á við - mun vera brot á 64. gr. Stjórnarskrárinnar.

Sjallarnir  kunna ekki Stjórnarskránna, sem þeir vilja helst ekki breyta, betur en þetta. Svona er þá öll virðingin fyrir henni.  

Þetta styður raunar þá skoðun - að Sjálfstæðismenn séu upp til hópa svo sjálfhverfir að það sé þeim eðlislægt að líta á landsfund flokksins sem yfirþjóðlegt vald.  

Ég hef alltaf litið svo á að þegar talað er um svokölluð kristin gildi þá séu menn að tala um almennt siðferði í samskiptum manna á milli, siðferði á ekki að þurfa tengingu við nein trúarbrögð. 

Það er skiljanlegt að landsfundinum þyki nauðsynlegt að hnýta   – þegar það á við -  aftan við  ályktun um almennt siðferði, svo ekki verði farið um of á skjön við hugmyndafræði íhaldsins. 

   


mbl.is Stjórnmálaályktanir teknar fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér finnst þetta mál allt sprenghlægilegt og svolítið hallærislegt. Að setja svona vanhugsaða athugasemd inn á plaggið, og taka hana svo út sýnir þó kannski það skársta við flokkinn þ.e. að þeir treysti sér ekki til að styðjast við almenna siðfræði og viðurkenna það með niðurfellingunni.

Með því skársta við flokkinn á ég við að þarna er mögulega viðurkennt að þeir hafi farið fram úr sjálfum sér í sýndarmennskunni, eins og svo oft áður.

Ég er allavega alveg klár á því að að enginn af framámönnum flokksins treystir sér til að stjórna samkvæmt ströngustu kristni gildum eins og t.d. Jón Valur Jónsson myndi eflaust reyna væri hann í þeirri aðstöðu. Mér stórtnar bara fyrir augum við þá.tilhugsun.

Annars er þetta ekki skrifað til að sverta Jón Val, hann kom bara fyrstur upp í hugann, öfgamaður og alger andstaða við Hannes Hólmstein og Davíð fyrrverandi flokksformann, öfgamenn í andstæða átt og ansi er ég hrædd um að kristin gildi hafi ekki alltaf verið til staðar á þeim bæjum, né heldur almenn siðfræði verið upp á marga fiska á köflum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.2.2013 kl. 19:48

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bergljót, þetta var afskaplega klaufalegt hjá Sjöllunum og þá ekki síður æðið sem rann á JVJ í framhaldinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.2.2013 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband