Hugsađ upphátt!

Helsti galli og veikleiki ríkisstjórna á Íslandi hefur veriđ sá ađ ţćr hafa veriđ samsteypustjórnir tveggja eđa fleiri flokka. Ţannig ríkisstjórn verđur aldrei annađ brćđingur af stefnu ţeirra flokka sem hana mynda, málamiđlun.  Fyrir vikiđ hefur málefnasamningur ríkisstjórna oft orđiđ hvorki  fugl né fiskur.

Ef marka má skođanakannanir ţá hyllir jafnvel undir hreinan meirihluta Framsóknar á Alţingi. Ţó ég sé ekki stuđningsmađur Framsóknar ţá finnst mér ţetta vera, af framansögđu, bćđi spennandi og áhugavert.

Nái einn flokkur meirihluta á Alţingi, verđur stefna ríkisstjórnarinnar „hrein“, enginn brćđingur, engin málamiđlun. Ríkisstjórnarflokkurinn framkvćmir sína stefnu ómengađa og ţyrfti ekki ađ fórna kosningaloforđum á altari málamiđlana og bćri ţá einn ábyrgđ á framkvćmdinni og árangrinum.

Ţađ vaknar hjá mér sú spurning hvort ég ćtti ekki ađ brjóta odd af oflćti mínu, slá til og kjósa Framsókn, geti ţađ orđiđ til ţess ađ fá fyrstu meirihlutastjórn eins flokks í lýđveldissögunni.

Ţví ekki? Allt er betra en Íhaldiđ!

Ţađ skemmir svo ekki hugmyndina ađ međ meirihluta Framsóknar og innanviđ 17% fylgi Íhaldsins yrđi niđurlćging ţeirrar meinsemdar alger. 


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ hefur veriđ regla hjá mér í lífinu ađ kjósa ekki Framsókn... EN ég verđ ađ viđurkenna ađ ţađ freistar ađ hoppa á vagninn... Framsókn hefur endurnýjađ sinn hóp frá A-Ö og mér líst ágćtlega á Frosta međ Sigmundi, "Indefence" hópurinn var sjálfsprottinn af kraftmiklu fólki međ réttćti ađ leiđarljósi, ţar var unniđ ómetanlegt starf fyrir ţjóđina í sjálfbođavinnu... er ţađ ekki ţannig fólk sem viđ ţurfum á ađ halda ţó ađ vörumerkiđ sé Framsókn, ég hallast ađ ţví !

Ólafur (IP-tala skráđ) 5.4.2013 kl. 10:18

2 identicon

Sćll.

Vandinn viđ Sjallana er sá ađ sá flokkur er orđinn ađ miđjuflokki og ţví langsótt ađ kalla hann íhald. Sjallarnir eru ađ mörgu leyti ekki frábrugđnir Sf enda margir Sjallar hrifnir af risaeđlunni ESB.

Helgi (IP-tala skráđ) 5.4.2013 kl. 10:37

3 Smámynd: Sigurđur Helgason

Ég sagđi ţađ, ađ ég myndi höggva af mér báđar hendur ef ég greiddi framsókn atkvćđi mitt, ég verđ víst handalaus eftir kosningar.

Sigurđur Helgason, 5.4.2013 kl. 11:13

4 identicon

Já ég er nokkuđ viss um ađ ég kjósi Framsókn sem ég hef aldrei gert áđur, og ţá ađallega vegna ţess ađ mér lýst svo vel á hana Vigdísi Hauksdóttur og hennar elskulegu skođanir á innflytjendum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráđ) 5.4.2013 kl. 16:07

5 identicon

Auđvitađ er gaman ađ vera í meirihluta. Áfram Framsókn! Ţiđ vinniđ leikinn!

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 5.4.2013 kl. 17:09

6 Smámynd: Guđjón Sigţór Jensson

Frćgasta einflokksstjórn á Íslandi var ríkisstjórn Framsóknarflokksins á árunum 1927-1931 undir forsćti Tryggva Ţórhallssonar. „Sterki“ mađurinn í stjórninni var Jónas frá Hriflu sem „barđist sem ljón međ Framsóknarkredduna í annarri hendi en sverđiđ í hinni“ eins og mađur einn ágćtur sagđi.

Jónas átti sínar góđu hliđar. Hann tók af skariđ sem dóms- og menntamálaráđherra á ýmsu sem betur mátti fara í dómsmálum og hérađsskólarnir urđu ađ stađreynd í höndum hans. Hann sýndi mikla framsýni ađ láta byggja ţá ţar sem jarđhiti var fyrir til ađ spara húshitunarkostnađ og reksturinn sem hagkvćmastan.

En hann átti erfiđar stundir í pesónulegum deilum viđ andstćđinga sína sem skađai oft báđa deiluađila. Ţannig varđ deilan viđ Helga á Kleppi einhver furđulegasta deila sem um getur og olli miklum átökum í fjölmiđlum.

Naut Jónas mikillra vinsćlda langt út fyrir Framsóknarflokkinn sem síđar átti eftir ađ breytast. Hann einangrađist í Flokknum vegna ţess hve ráđríkur hann ţótti en ađalandstćđingur hans voru yngri mennirnir í flokknum Eysteinn og Hermann. Afstađa Jónasar til ýmissa málefna varđ umdeild, t.d. deilur viđ listamenn á stríđsárunum og afstađan til Bandaríkjamanna í upphafi Kalda stríđsins en hann vildi tengjast ţeim sem best sem olli aukinni tortryggni.

Viđ höfum nokkrum sinnum haft einflokks stjórn, minnihlutastjórnir Alţýđuflokks tvívegis og sama má segja reyndar um utanţingsstjórnina sem er mjög sérkennilegt fyrirbćri.

Góđar stundir.

Guđjón Sigţór Jensson, 5.4.2013 kl. 17:56

7 identicon

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=55736&pageId=996730&lang=is&q=Reglugj%F6r%F0%20um%20takm%F6rkun%20%E1

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 5.4.2013 kl. 19:03

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég er ađ hugsa um ađ kjósa Framsókn af ţví ađ Sigmundur skilur alţýđuna vegna ţess ađ hann hefur brotist frá fátćkt til velmegunar á dugnađi og eljusemi.

Ég er ađ hugsa um ađ kjósa Framsókn vegna umburđarlyndis Vigdísar Hauksdóttur og takmarkalausra gáfna hennar.

Ég er ađ hugsa um ađ kjósa líka Framsókn vegna frćgđaverka ţeirra Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar.

hilmar jónsson, 5.4.2013 kl. 19:40

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ţetta er allt rétt hjá ţér Guđjón, ég er ađ tala um lýđveldistímann ţví taldi ţá stjórn sem ţú nefnir ekki međ. Svo tel ég ekki umrćddar minnihluta starfstjórnir til eiginlegra ríkisstjórna eđli ţeirra vegna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2013 kl. 21:13

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elin, svíđur ţig enn undan haftareglugerđ frá 1931, frá upphafi  sjálfrar heimskreppunnar? Er nú ekki nokkuđ langt til seilst?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2013 kl. 21:21

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Allir flokkar hafa sinn djöful ađ draga Hilmar, mis mikiđ ađ vísu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.4.2013 kl. 21:23

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ţađ verđur samt ađ hafa í huga ađ framsóknarflokkurinn á 3. áratugnum og í upphafi ţess 4. var allt annars eđlis en framsóknarflokkur nútímans.

Eg segi fyrir minn hatt, ađ mér finnst Jónas frá Hriflu oft ekki njóta sannmćlis. Hann kom ótrúlegustu hlutum í gegn og framsóknarflokkurinn stóđ á ţessum tíma ađ ýmsum réttarbótum almenningi til handa í samstari viđ Alţýđuflokkinn. ţađ er sennilega ekki tilviljun ađ Jónas kom líka ađ stofnun Alţýđuflokksins. Hugmyndin var ađ alţýđa manna til bćja og sveita ynni saman gegn Íhaldsflokknum/Sjálfstćđisflokknum.

Á ţeim tima var líka ákveđin hugmyndafrćđi á bakviđ Framsóknarflokk. Samvinna. ţ.e.a.s. ađ fólk myndađi félagasamtök til ađ vinna saman ađ hagsmunamálum sínum td. í verslun.

Međ tímanum fór ţetta nú allt svona og svona og ţarf ekki ađ rekja sérstaklega. Í rauninni hvarf ţessi framsóknarflokkur og nýr tók viđ. Á síđustu áratugum 20. aldar bjargađi framsóknarflokkurinn sér fyrir horn međ sniđugum auglýsingum korter fyrir kosningar og/eđa lofađi einhverju sem fittađi inn akkúrat á ţví tímabili. Hann sem sagt varđ soldiđ mikiđ popúlískur sem kallast. Sigmundur er ađ byggja á ţeim grunni. Popúlíska grunninum. Međ alveg fáheyrđu kosningaoforđi í ţessu ákv. tlfelli. Hann ćtlar ađ lćkka skuldir fólks og láta ţađ fá hagstćđ lán - og enginn borgar. (nema ţá útlendingar hugsanlega).

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2013 kl. 21:33

13 identicon

Hnífjöfn helmingaskiptin voru vissulega samvinna. Spillingin var indćl og góđ.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=216586&lang=fo

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 5.4.2013 kl. 21:45

14 identicon

Hilmar Jónsson kaldhćđni ţín segir meira um ţig,

en um gengi Framsóknarsóknarflokksins.

Andrés Ingi (IP-tala skráđ) 5.4.2013 kl. 21:59

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. ţarna 1959, hafa líka orđiđ stórar breytingar frá 3.og 4. áratugnum.

Sjallaflokkur hefur ţarna fallist á öll grunnatriđin varđandi réttindi almennings sem var barist um á 3.og 4. áratug. Sjallaflokkur var á móti bókstaflega öllum réttindum almennings. Hann var á móti Alţýđutryggingum, á móti lögleiđingu hvíldartíma sjómanna o.s.frv. o.s.frv. - hann vildi bara ađ almenningur vćri réttlaus. ţetta er alveg ótrúlegt. Uppúr stríđi fer hann smá saman ađ fallast á grunnuppbyggingu samfélagsins - ţó áfram vćri hann ađ bögglast gegn öllum framförum, ţá var ţađ ekki af eins mikilu ofstćki og hörku og fyrir stríđ.

ţađ sem skeđur svo á ,,vinstri vćng" er ađ Kommúnistar/sósíalistar fá aukiđ vćgi og fylgi. Jónas frá Hriflu var afar tortrygginn gagnvart íslenskum kommúnistum/sósialistum og uppúr stríđi og međ tilkomu togstreytu milli BNA og Sovét - ţá leit hann ţannig á ađ íslenskir kommúnistar/sósialistar vćru mestanpart bara framlenging á Stalín.

Í restina mildađist ţví Jónas mikiđ í afstöđu til Sjalla og smám saman varđ Sambandiđ og Kaupfélögin ađ ţessu veldi á Íslandi og biliđ milli Sjalla og Framsóknar styttist alltaf.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2013 kl. 22:06

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. Talandi um Jónas, ţann merka mann, kosti og galla, og afţví ađ Helgi á Kleppi er nefndur til sögunnar (fađir Ragnhildar ráđherra Sjálfstćđisflokks) - ađ ţá á ţessum tíma eru geđlćkningar ný komnar til sögunnar. Mikil virđing var borin fyrir lćknum. Jónas hađi átt í stríđi viđ lćkna og td. ávítt ţá fyrir peningaeyđslu og afnam td. fríđindi ţórđar Sveinssonar lćknis á kleppi og á ţeim tíma skipađi ráđherra lćkna í embćtti og skipanir Jónasar ţóttu ćvintýranlegar og pólitískar. ţ.e.a.s. hann átti í stríđi viđ lćkna, má segja.

Sjallar notfćrđu sér ţetta og börđu látlaust á Jónasi vegna ţessa.

ţar á undan hafđi komiđ upp Bankamáliđ. Ţegar jónas neitađi ađ bjarga Íslandsbanka og var talinn af Sjöllum hafa vldiđ sjávarútveginum stórtjóni. En Sjallar áttu sjávarútveginn eins og hann lagđi sig á ţeim árum sem núna. Ólafur Thors náttúrulega tengdur Kveldúlfi oţh.

Fleiri mál eru ţarna í ađdraganda. Jónas var í miđju stríđi viđ Sjalla, má segja. Og ég er ekki ađ ýkja. ţetta var stríđ ţar sem Jónas gaf aldrei tommu eftir og ef Sjallar fóru ađ ybba gogg - ţá kom alltaf einn gúmorren frá Jónasi.

Ok. ţá kemur ,,Stóra Bomban". Helgi Tómasson, yfirlćknir á Kleppi (sem Jónas hafđi reyndar skipađ í embćtti) ber uppá dómsmálaráđherrann ađ hann sé í raun geđveikur og vill fá alţjóđlega nefnd geđsýkisfrćđinga til ađ skera úr um máliđ.

ţetta er náttúrulega međ ólíkindum. Og ţetta er 1930 og alţingishátíđin á ţingvöllum framundan Konungskoman og allt.

ţetta er alveg gríđarlega ţungt högg sem Jónas fćr. Hvađ gerir Jónas? Hann sest niđur og skrifar eina sína frćgustu grein. Grein sem er svo vel skrifuđ og yfirveguđ ađ hún er pólitísk klassík.

Samt sem áđur er ţetta gríđarlegt högg sem hann fćr. Afstađa mann til málsins í kjölfariđ fór svo algerlega eftir pólitískum línum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.4.2013 kl. 22:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband