Þjóðin á þetta svo skilið
28.4.2013 | 10:30
Það er engum blöðum um það að fletta að þrír flokkar eru fyrst og fremst sigurvegar kosninganna, Framsókn, Píratar og Björt framtíð. Allir aðrir tapa á einn eða annan hátt. Ólafur Ragnar þarf því ekki að velta hlutunum lengi fyrir sér, hann á aðeins einn kost. Hann hlýtur að kalla Sigmund Davíð á sinn fund og fela honum umboðið til stjórnarmyndundar.
Þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið aðeins meira fylgi en Framsókn á landsvísu í prósentum talið, þá er fráleitt að kalla uppskeru flokksins einhvern sigur. Ríkisstjórnin tapaði samtals 18 þingmönnum en Sjálfstæðisflokknum tekst aðeins að bæta við sig 3 þingsætum.
Við þær kjöraðstæður sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði til fylgisaukningar, getur uppskeran ekki talist annað en hrein niðurlæging og útkoma flokksins núna jafnvel enn meiri sneypa en úrslitin 2009.
Í ljósi kosningaúrslitanna, útkomu nýrra framboða, þá er deginum ljósara að lækka þarf 5% fylgisþröskuldinn verulega, niður í 1,5 til 2%. En ég sé það samt ekki gerast í þeirri helmingaskiptapólitík sem upp er runnin, þessi hindrun nýrra framboða var sett af fjórflokknum, þeim sjálfum til varnar.
Fátt bendir til annars en stórslysastjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé það sem koma skal. Lítil ástæða er til fagnaðarláta eða hamingjuóska af því tilefni. Hætt er við að mörgum muni þykja þröngt fyrir sínum dyrum þegar sú stjórn tekur að útdeila sínu réttlæti.
Þjóðin átti völina - nú á hún kvölina. Hún á þessa stjórn fyllilega skilið.
Verði okkur að góðu!
Geta myndað stjórn með 51% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Facebook
Athugasemdir
Þetta var auðvitað mikill varnarsigur fyrir okkar fólk í samfylkingunni. Við hefðum getað þurrkast algjörlega út, en við gerðum það ekki. Það er sigur í sjálfu sér. Ef við bara hefðum nú fengið tækifæri til að lækka þá skatta sem við hækkuðum, semja frið við atvinnulífið sem við vorum kannski komin í fullmikið stríð við og ef við hefðum nú kannski ekki alveg reynt að troða nýrri stjórnarskrá og aðild að ESB þversum ofaní kokið á þjóðinni.. meðan við skárum niður í heilbrigðiskerfi landsmanna til að eiga fyrir því... þá kannski hefðum við fengið meira fylgi.
Samfylkingarmaður (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 11:19
Úrslit þessara kosninga sýna það hve þjóðin er andsnúin inngöngu inní ESB.
Númi (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 11:39
Úrslit þessara kosninga sýna hversu fljótt fólk er að gleyma. Með þessum úrslitum er verið að segja hátt og skýrt, "Takk fyrir að koma okkur í skítinn, við viljum meira svona!". Það er verið að verðlauna þá sem hafa sem mest hafa reynt að vera í vegi fyrir og tefja enduruppbyggingu og eru ábyrgir fyrir þessu ástandi.
Magnað alveg hreint. En það er deginum ljósara að við eigum þetta allt svo sannarlega skilið.
HÞA (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 14:17
Ég hef aldrei skilið þegar menn í ósigri gefa sér verri niðurstöðu en varð og tala svo um einhvern ímyndaðan "varnarsigur". Annað hvort vinna menn eða tapa kosningum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 15:55
Ég held að það sé alveg hægt að draga þá ályktun Númi, ekki græt ég það svo sem.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 15:56
Þú ert með þetta Hallgrímur!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 15:57
42% þjóðarinnar kaus Framsjalla skv. skilgreiningu Bjarna Ben á fylgistölum eftir Stjórnarskrákosningarnar.
58% þjóðarinnar mun því fylgjast náið með tilraunum nýju ríkistjórnarinnar vil að koma ríkiseignum í hendur vildarvina.
Ríkisstjórn Framsjalla verður ekki langlíf.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 16:10
Þjóðinn átti allaveg ekki skilið þá hryðjuverkapólitík sem Steingrímur og Jóhanna ráku með dyggum nokkurra af verstu þingmönnum Íslandssögunnar.
Björn (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 17:40
Ég hygg Björn, að þessir herrar hafi ekki setið lengi á valdastólunum þegar þú verður farin að óska þess að fá Jóhönnu og Steingrím aftur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 18:57
Vonandi verður þú sannspár Jón.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.4.2013 kl. 18:58
Þó ég sé nú kannski ekki mjög hrifinn af öllu því sem fráfarandi ríkisstjórn hafi komið til, "Hryðjuverkapólitík" eða ekki, hafi það þó flest verið sett á af illri nauðsyn, það var allavega ekki lítið um saurhaugana sem þau þurftu að moka upp eftir þá fráfarandi ríkisstjórn sem núna aftur voru kosnir til valda.
HÞA (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 20:43
Sammála þér Axel, þjóðin á skilið það sem hún kaus yfir sig, það er ekki svo að hún hafi ekki átt marga aðra kosti. En nei það er stutt í þýlyndið hjá mörgum. En slíkt fólk hefur fallið niður marga metra hjá mér, og best fyrir það að vera ekkert að barma sér með nýju stjórnina. En svona er þetta bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2013 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.