Fékk Guðni Th. stjórnarmyndunarumboðið?

Sigmundur Davíð Framsóknarformaður hefur aðeins haft stjórnarmyndunarumboðið í nokkra klukkutíma en samt eru fjölmiðlar gersamlega að fara á límingunum vegna þess að Sigmundur er ekki búinn að hóa saman stjórninni sem þeir réðu Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing til að mynda fyrir þá.

Guðni hefur mjög gengist upp í því hlutverki að hafa yfir umsjón sem stjórnarmyndunarviðræðum, spá í hjartslátt og andardrátt formanns Framsóknar, hvert orð hans og gjörð. Nær væri fyrir Guðna og fjölmiðla að taka hjartalínurit af formanni Sjálfstæðisflokksins sem nötrar af ótta yfir pólitískri framtíð sinni að verða aldrei forsætisráðherra eins og hann var borinn til að verða.

Þangað til forsetinn kallar Guðna á sinn fund og felur honum formlega stjórnarmyndun væri rétt að hann og fjölmiðlar önduðu með nefinu í nokkra daga og leyfðu formanni Framsóknarflokksins að vinna í friði og viðhafa það verklag við stjórnarmyndunina sem hann sjálfur kýs.


mbl.is Segir Sigmund leggja ákveðnar línur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2013 kl. 08:17

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hárrétt Axel, það er með ólíkindum hvernig fjölmiðlar virðast gersamlega fara á límingunum vegna þess að Sigmundur fer aðrar leiðir en þeir hafa ákveðið að hann ætti að fara.  Mér sýnist Sigmundur vinna af skinsemi og yfirvegun.  Hann virðist ekki ætla að fara sömu leið og fráfarandi forsætisráðherra, við megum vera þakklát fyrir það.

Ég óska honum góðs gengis og bið þess að honum farnist vel.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.5.2013 kl. 09:27

3 identicon

Sigmundur Davíð hans tími er kominn - alveg afgerandi núna.  Bjarni verður að bíða eftir næstu umferð, enda skiptast þeir gjarnan á þessir flokkar.  Alltaf góðir saman.

Jonsi (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband