Yfirklór og aflúsun

Forsætisráðherra boðar skipan nefndar sem hafi það eina hlutverk að ritskoða skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð í þeim tilgangi að „leiðrétta“ meintar „villur“ í skýrslunni til að aflúsa Framsóknarflokkinn af því klúðri öllu.

 

ritskoðun framsóknarGræni liturinn á flokkskírteinum „grandvarra“  nefndarmanna verður örugglega hrein tilviljun. Nefndin verður að sjálfsögðu  vel búin að heiman með vönduðum pappírstæturum og digrum yfirstrikunarpennum.

 

Eftir hreingerninguna verður skýrslan að vonum stutt og viðráðanleg lesning fyrir alla meðal Sigmunda.

 

Ekki þarf að efa að svo góður rómur verði gerður að störfum nefndarinnar að henni verði í framtíðinni falin fleiri „hreingerningar verkefni“  við endurritun á spillingarsögu Framsóknar. Það verður mikil og örugg framtíðarvinna.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er magnað að það skuli vera mikilvægara að skoða og laga þessa skýrslu frekar en að vinna á þeim vanda sem íls stendur fyrir.

Eins og þú kemur inn á þá lítur þetta svolítið út eins og það eigi að draga klósettpappírinn í gegnum skýrsluna til að þrífa upp skítinn sem tengist framsókn og það verður stórmerkilegt að sjá hvernig þeir eiga eftir að vinna þetta og hver niðurstaðan á eftir að vera.

Spurning hvort það sé ekki rétt að við fáum nefnd til að laga niðurstöðu síðustu kosninga þar sem það fór augljóslega eitthvað úr böndunum þar.

Hallgrímur. A. (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 00:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður punktur, Hallgrímur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2013 kl. 06:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband