Eiga menn að trúa því að hraunavinir láti segjast og pakki saman þegar Hæstiréttur dæmir gegn þeim?

Það er afskaplega ótrúverðugt að hraunavinir láti segjast og hætti þessum fíflalátum  þegar Hæstiréttur hafnar kröfum þeirra, eins og þeir láta í veðri vaka. Þeir vilja aðeins bíða dóms Hæstaréttar til að kaupa tíma, í þeirri veiku von að tíminn vinni með þeim, sem hann gerir ekki.

Kjarvals klessuverkÆtli Hraunavinir séu tilbúnir, allir sem einn, að gefa slíka yfirlýsingu skriflega?

Það er fyndið að raddirnar að hraunið verði að varðveita því þar sé að finna ómetaleg mótíf Kjarvals hafa hljóðnað.

Menn hafa áttað sig á því að það eru ekki haldbær rök, enda erfitt að finna fyrirmyndirnar, því velflestar klessur Kjarvals eru þess eðlis að þær sýna það sama hvernig sem þær hanga, „réttar“, á hvolfi eða út á hlið.  


mbl.is Boltinn er hjá Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Svakalega er ég sammála þér núna.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 22.10.2013 kl. 17:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eins og maðurinn sagði - þá getur það sem aldrei hefur gerst áður, alltaf komið fyrir aftur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2013 kl. 17:28

3 identicon

Ég er alveg sammála þér í þessu máli.

EN það er eitt sem mér mislíkar (best að taka það fram að mér er skítsama hvort vegurinn verði lagður þarna eða ekki, þetta er bara hraun) og það er spurninginn um réttmæti þess að byrja framkvæmdir á meðan beðið er eftir dómi. Ég hélt að það yrðu allir að hlýta því að málin gangi sína leið í gegnum kerfið. Ef við værum að rífast um hvort þú gætir/mættir t.d. byggja bílskúr á lóðamörkum á milli okkar, þá held ég að þú fengir ekki framkvæmdaleyfi ef ég myndi kæra og biðja um lögbann á framkvæmdina. Það sem ég er að reyna að koma að er til hvers við höfum yfirleitt dómskerfi ef menn geta bara gengið fram hjá því eins og þeim hentar??????

Larus (IP-tala skráð) 22.10.2013 kl. 18:36

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er snilldargrein og nú bíð ég bara eftir að vita hvort "umhverfisverndarsinnar" láti svo lítið að láta frá sér heyra eð lesa þeir ekki það sem er ekki alveg þeim þóknanlegt?

Jóhann Elíasson, 22.10.2013 kl. 20:31

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Leikreglurnar eru nú einu sinni svona Lárus. Ef það ætti að breyta leikreglum í hvert skipti sem einhver er ósáttur yrði ekki búandi hér.

Ef þú vildir fella tré í garðinum þínum af því það blokkerar alla sól frá húsinu þínu, væri þú þá sáttur að einhver íbúi við götuna gæti hindrað þig í því jafnvel árum saman með því að vísa stöðugt einhverju tilfinningabulli milli  dómstóla?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2013 kl. 20:33

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég á ekki von á því Jóhann að hraunavinir stigi niður til almúgans, slíkur er hrokinn.

Í fréttum í kvöld gaf einn þeirra beinlínis í skyn að innanríkisráðherrann væri austur á landi án leyfis frá hraunavinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2013 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.