Feigðarsigling

Þegar Ólafur Jóhannesson myndaði vinstristjórn sína 1978 höfðu ýmsir efasemdir  strax  í upphafi þeirrar vegferðar og ekki þarf að fjölyrða hvernig fór svo um sjóferð þá.  Ástæða skammlífis stjórnarinnar var einfaldlega opinn og illa útfærður stjórnarsáttmáli.

Páll Pétursson frá Höllustöðum, þingmaður Framsóknar og síðar ráðherra, var einn efasemdamanna. Páll er hagyrðingur góður og sagði oft hug sinn í bundnu máli.  Þegar málefnasamningur stjórnarinnar lá fyrir kastaði Páll fram  eftirfarandi stöku:

 

Við förum í róður, þótt fleyið sé lekt

og framundan leiðinda starf.

Nú gerum við allt sem er ómögulegt

en ekkert af hinu, sem þarf.

 

Stakan er eins og hún hafi verið samin um núverandi stjórn svo fullkomlega fellur hún að óvissustefnu stjórnarinnar, erindi og illverkum fram að þessu. Örlög silfurskeiðarstjórnarinnar verða því klárlega hin sömu og stjórnar ÓlaJó og því fyrr, því betra.


mbl.is Farin verði blönduð leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki spurning um hvort, heldur hvenær og ég giska á 3-4 mánuði.

hilmar jónsson, 23.11.2013 kl. 14:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skrifa undir það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.11.2013 kl. 14:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mun Sjálfstæðisflokkurinn hrökklast frá þegar verðtryggðu lánin verða dæmd ólögleg? Eða mun hann reyna að eigna sér leiðréttinguna?

Það er góð spurning.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2013 kl. 19:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sjallarnir reyna fyrst og fremst að verja fjármagnið og eigendur þess, það er og verður alltaf forgangsmál. Almenningur fær reikninginn en er samt alltaf tilbúinn að reyta hrísinn í vendi auðvaldsins. Stórfurðulegt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.11.2013 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.