"Frændur okkar" Norðmenn

ESB vonast til að leysa megi makríldeilu sambandsins við Íslendinga og Færeyinga fyrir áramót. ESB hefur lagt fram tilboð sem getur verið samningsgrundvöllur. Það eina sem stendur í veginum fyrir samningum eru „frændur okkar og vinir“  Norðmenn.

Þannig eru þeir ætíð blessaðir Norðmennirnir,  bugta sig og beygja fyrir stórþjóðum, en belgja sig út með derring og hroka gagnvart smærri þjóðum, sem þeir þykjast eiga alskostar við. Þess á milli eru þeir svo ekkert nema helgislepjan og falsið henti það þeirra markmiðum.


mbl.is Vill leysa deiluna fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég bjó í Noregi í vel á þriðja ár.  Mér líkaði svo sem ágætlega við Norðmenn en ég kunni ekki jafn vel við það sem Norsk stjórnvöld stóðu fyrir og ýmislegar rangfærslur sem var að finna í Norskum "sögubókum" um samskipti Íslands og Noregs.  Til dæmis lagði ég það á mig að lesa Íslendingasögurnar (þær sem voru til) á Norsku.  Þar er hvergi minnst á Ísland, nema það kom fyrir að  Norskir víkingar færu einhverra erinda til Íslands en þau erindi voru nú frekar léttvæg.  Hlíðarendi gat alveg eins verið einhver bær á vesturströnd Noregs og þá náttúrulega einnig Bergþórshvoll.  Þeir standa föstum fótum á því að Leifur Eiríksson hafi verið Norðmaður og lagt upp í Ameríkuferð sína frá Noregi en stoppað aðeins á Íslandi til að taka vatn og vistir.  Snorri Sturluson hafi verið Norðmaður en á hyttu (sumarbústað) í Reykholti á Íslandi og stundum skrifað þegar hann var þar.  Við vitum alveg hvernig Norðmenn hafa komið fram við okkur í gegnum tíðina þeir eru bara svona, þeir brosa framan í þig en um leið og þú snýrð baki í þá hrækja þeir á eftir þér.  Síðasta "glennan" hjá þeim var gerð í hruninu og nú er það makríllinn.  Það verður að fara varlega í samningum við þá um Drekasvæðið..................

Jóhann Elíasson, 8.12.2013 kl. 23:56

2 Smámynd: Snorri Hansson

Já Jóhann þeir eru með einhverja komplexa sem haf verið þarna mjög lengi.

Þeir voru á sínum tíma að senda okkur hershöfðingja með skipanir um æskilega hegðun  okkar gagnvart hinu og þessu. Framkoma þeirra gagnvart okkur er vægast sagt ótrygg. Höfum varan á okkur gagnvart þeim.

Reyndar tel ég að samningurinn um Drekasvæðið hafi verið afargóður.

Snorri Hansson, 9.12.2013 kl. 01:50

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Snorri, kannski var samningurinn um Drekasvæðið hagstæður okkur vegna þess að Norðmenn reiknuðu ekki með neinu þar???

Jóhann Elíasson, 9.12.2013 kl. 10:51

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þarna hittir þú naglann lóðbeint á höfuðið Jóhann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2013 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband