Í dauðans hasti

Fimm hreindýr drápust þegar ekið var á þau í „mikilli þoku“. Nið dimm þoka er ekki beinlínis kjöraðstæður fyrir hraðakstur, akstur á þeim hraða að dugi til að drepa fimm hreindýr. 

Sumir virðast alltaf aka á sama hraða, sama hverjar aðstæðurnar eru, rétt eins og auglýstur hámarkshraði sé gildandi lágmarkshraði.  Það er uggvænlegt tilfinning að aka eftir Reykjanesbrautinni, í hríðarmuggu og afar takmörkuðu skyggni, á þeim hraða sem hæfir aðstæðum, þegar bíllinn hendist skyndilega til, þegar þeir ökumenn sem valdið hafa  taka  framúr á hraða símskeytis.

Það er orðið langt síðan ég tók bílprófið en mig minnir að það standi í umferðarlögunum eitthvað á þá leið að aka beri eftir aðstæðum hverju sinni og ekki hraðar en svo að hægt sé að stöðva bifreiðina á þriðjungi þeirrar vegalengdar sem auð er og hindrunarlaus framundan.  

En sú regla er auðvitað aðeins fyrir þá sem eru ekki að flýta sér.


mbl.is Fimm hreindýr drápust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég fer nokkuð mikið um Reykjanesbrautina og alltaf verð ég jafn hissa þegar ég er að "dóla" á rétt um 90 km hraða þá er svoleiðis strollan af bílum sem fer framúr mér og ég er látinn vita af því að ég sé fyrir.  Jafnvel þegar það er "kafaldsfæri á "brautinni" þá fljúga menn framúr og svo eru menn kjaftbit á því að þeir fljúgi útaf.  Flestir virðast aka allan ársins hring eins og það sé hásumar og bestu aðstæður.  Ég hef verið á ferðinni í blindbil og nokkuð mikilli hálku, var  að koma úr Reykjavík, um leið og tvöfaldi kaflinn tók við fóru nokkrir bílar framúr mér og rétt við Hvassahraun voru tveir bílar utan vegar, það var í lagi með fólkið í bílunum og beið það bara í bílnum hjá mér þar til lögreglan kom á staðinn.  Svo var einn bíll utan vegar og á hvolfi rétt fyrir vestan Kúagerði en sá bíll var mannlaus þegar ég kom að.

Jóhann Elíasson, 22.12.2013 kl. 11:26

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir sem geta ekið á öðru hundraðinu í 30 metra skyggni eða minna hljóta að vera útbúnir einhverskonar leðurblöku ratsjá.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.12.2013 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband