Sjálfsvirðing verkalýðshreyfingarinnar í húfi

Það er ljóst að ekkert stéttafélag, sem enn eru með lausa samninga, vill sjá samning ASÍ og SA sem fyrirmynd að þeirra samningi. Nokkur verkalýðsfélög innan ASÍ, sem eru að forminu til aðilar að þessum "samningi", hafna honum alfarið, telja hann afleitan. Það segir allt sem segja þarf um samninginn þann.

Því er ljóst að stórkallalegar yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ um ófrávíkjanlega kröfu um hækkun lægstu launa umfram aðra hópa snérist upp í hróplega andhverfu sína, rétt einn ganginn.  Þeir lægst launuðu eru enn einu sinni skildir eftir og horfa upp á launabilið breikka enn frekar. Verkalýðurinn er enn og aftur rassskelltur - af eigin forystu.

Hetjurnar í ríkisstjórninni eru svo kapítuli út af fyrir sig. Framkoma þeirra gagnvart launalægstu  hópunum og grímulaus misskiptingarstefna gefur verkalýðshreyfingunni ekki tilefni til friðarsamninga við þá herra. Ekki þarf að spyrja Sjálfstæðismenn um framgöngu sinna manna, en hvað segir grasrótin í Framsókn?

Verkalýðsfélög innan ASÍ hljóta að hafna þessum samningi, þá á Gylfi og hirðin hans ekki annan kost en segja af sér, hafi þeir minnsta snefil af sjálfsvirðingu.

Samþykki aðildarfélög ASÍ samninginn er ljóst að verkalýðshreyfingin hefur glatað sjálfsvirðingu sinni, hún hefur gefist upp - endanlega. 

Verkalýður sem gerir engar kröfur til sjálfs sín á  ekki rétt á kröfugerð á hendur öðrum. Hann verður að þiggja það sem að honum er veitt og þegja.

Þá hlær Gráskeggur!  Þá verður honum ekki misboðið!



mbl.is Kennarar vilja meiri hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kostulegt að horfa á framsóknarkommana mæra samvinnufélögin nú í seinni tíð. Sjáðu bara nýjasta pistil Þorleifs Gunnlaugssonar. Hann kallar eftir samvinnufélögum!

Mynd. “Samábyrgðin. 460 verkamönnum bjargað úr hrömmum samábyrgðar. Nýr hæstarjettardómur. (Sjá Morgunblaðið 18. júní 1926:3).

Mynd. “Samábyrgðin. Dómur um kaupfélagsskuld er nýlega fallinn í Hæsta-

rétti. Hafði Kaupfélag Reykvíkinga stefnt einum manni, sem áður var í Kaupfélagi verka-manna, sem hitt félagið var stofnað upp úr, til þess að greiða 280 kr, sem væri hans hluti í reksturshalla félagsins árin 1923 og 24. Maðurinn neitaði því, að hann væri félagi í K.R. og í fyrra félaginu hefðu þau ákvæði staðið í lögunum, að sá skyldi laus úr því, sem ekki hefði skifti við það í tvö ár, og svo væri um sig. Samábyrgðarákvæðið var í samþyktum hins nýja kaupfélags og í því átti að hremma manninn. En undirréttur sýknaði manninn af skuldakröfunni og staðfesti Hæstiréttur það. Eins ástatt og fyrir manni þessum var fyrir 460 öðrum meðlimum hins gamla kaupfélags en nú hefir dómurinn bjargað þeim undan hrömmum samábyrgðarinnar.” Íslendingur 9. júlí 1926:2.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.12.2013 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband