Vigdísarvæðing RUV

Eins og kunnugt er lét nýráðinn útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, það verða sitt fyrsta verk í starfi að segja öllum framkvæmdastjórnum RUV upp störfum. Magnús boðaði samhliða miklar breytingar í rekstri RUV.

Ekki er annað að merkja af fréttinni en auglýst sé í öll þessi stöðugildi óbreytt. Þannig að hinar miklu skipulagsbreytingar, hagræðing og uppstokkun í rekstri RUV, sem Magnús Geir boðaði og sagði megintilgang  uppsagnanna, verða ekki gerðar!  Unnið verður áfram eftir sama skipuriti um nánustu framtíð a.m.k.  

Gefnar ástæður uppsagagnanna  voru því lélegt yfirklór eins og flesta grunaði. Raunverulegur tilgangur þeirra var aðeins mannabreytingarnar sem slíkar. Að fá inn annað fólk, sem væri viljugra og líklegra að „innleiða nýja tíma“ með því að sveigja fréttaflutning og önnur efnistök „útvarps allra landsmanna“  vilja og þörfum núverandi stjórnarherra.

Engin þarf að velkjast  í vafa, hvaðan þessi hugmyndafræði  er ættuð. Öruggt má telja að hún hafi m.a.  verið rædd  yfir  hádegisverði á Holtinu nokkru áður en hún var látin „fæðast“ í kollinum á  Magnúsi Geir. 

 


mbl.is Auglýst eftir níu yfirmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voru þetta ekki allt karlar? Merkilegt að meðvitaða vinstri stjórnin hafi ekki áttað sig á því - þessi sem vildi fara að planleggja stjórnir fyrirtækja úti í bæ - gott ef ekki í öllum heiminum eins og Gunnar Bragi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 13:38

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skil ekki þessa kynjajöfnun þegar hún, sem slík er markmiðið en ekki hæfni starfsmannsins. Það gagnast ekki, að mínu viti, jafnréttisbaráttunni að þvinga fyrirtæki til að ráða starfsmenn út á kynfærin, en ekki hæfni. 

Hvernig er t.d. kynjahlutfallið á jafnréttisstofu, eða hvað það fyrirbæri heitir? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2014 kl. 13:51

3 identicon

Þú segir nokkuð.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.