Bjarni Ben vill tapa málinu

Fastlega má gera ráð fyrir að Bjarni Ben gefi ríkislögmanni þá dagsskipun að tapa málinu á sannfærandi hátt.

Enda sannfæring sjálfstæðismanna að ekki sé sanngjarnt að auðmenn og stórfyrirtæki taki þátt í rekstri landsins, það er að þeirra mati alfarið hlutverk eignalausta lálaunamanna.

 


mbl.is Vinnslustöðin stefnir ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta verður mjög athyglisvert mál og niðurstaðan mun skipta afar miklu í framhaldinu. Margir hafa um langa hríð bent á hve illa Alþingi sé mannað og hversu arfa slök öll lagagerð sé, sem frá þeim kemur. Lögin um sérstaka veiðigjaldið eru dæmi um það.  Að hægt sé að setja á skatt sem hlutfall af rentu hljómar vel en er ekki framkvæmanlegt sé miðað við grundvallarreglur stjórnarskrárinnar.

Breytingin í nýja frumvarpinu tekur á þessum galla. En gengur bara alltof skammt. Þetta gjald sem sumir vilja kalla auðlindarentu á bara að setja á sem hráefnisgjald og innheimta við sölu afla á markaði. Og ef það yrði ákveðið sem hlutfall af söluverði á markaði en ekki föst krónutala þá hefur náðst málamiðlun á milli þeirra sem vilja að kvótinn sé boðinn upp og þeirra sem vilja halda í þetta ónýta kerfi sem núverandi fiskveiðistjórn byggir á. Það er það augljósa og einfalda sem virðist flestum hulið nema mér.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.5.2014 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.